Frétt

mbl.is | 07.12.2005 | 11:06Mikið magn af njósnaforritum í umferð sem geta stolið lykilorðum grunlausra

Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur segir að ef menn ætli sér að verða út um lykilorð og notendanöfn hjá grunlausu fólki þá sé komið fyrir sérstöku forriti sem fylgist með vefnotkun tölvunotandans. Hann segir dæmigert forrit sem stelur ofangreindum upplýsingum fylgist með „https“ vefsíðum, eða svokölluðum öruggum vefsíðum, og skráir niður allar þær upplýsingar sem notandinn sendir frá sér. Hann segir mikið magn af slíkum forritum vera í gangi, en bendir jafnframt á að þau séu misskaðleg.

Friðrik segir slík forrit geta skráð hjá sér lykilorð, greiðslukortanúmer o.fl. Hann segir ferilinn vera í tveimur skrefum. Fyrst er njósnaforritinu inn á tölvu viðkomandi. Seinna skrefið er að stela upplýsingunum þegar notandinn sendir þær frá sér til þess sem er á bak við njósnaforritið.

Hann segir forritinu komið inn á tölvur hjá fólki á marga mismunandi vegu. „Það getur verið að menn fari inn á vefsíðu sem búið er að breyta þannig að menn fái trójuhest við að heimsækja þær,“ segir Friðrik og bætir því við að stundum er þetta í formi glugga sem opnast þegar viðkomandi fer inn á einhverja síðu, svokallaðir „pop up“ gluggar. Hann segir að menn eigi að varast að smella á slíka glugga því annars geti óæskileg forrit farið inn á tölvur viðkomandi.

Hann segir jafnframt að slík njósnaforrit geti komist inn í tölvur í gegnum tölvupóst, fólk ber því að varast að opna ókunnugan tölvupóst. „Það er mjög mikið af svona njósnahugbúnaði dreift. Það er auðvitað velþekkt að þessu er dreift í tölvupósti, en það er kannski útbreiddasta aðferðin,“ segir Friðrik.

Hann bendir á að aðeins hluti af þeim njósnahugbúnaði, sem sé dreift, sé dreift í þeim tilgangi að stela lykilorðum. Tilgangurinn geti verið margvíslegur, s.s. að ná afnotum af einhverri tölvu til þess að senda út ruslpóst.

Friðrik bendir á að það sé erfitt fyrir erlenda aðila að nýta sér upplýsingar úr íslenskum heimabönkum sem þeir hafa komist yfir. Íslenskir heimabankar séu þannig úr garði gerðir að menn millifæri ekki stórar fjárhæðir milli landa eins og ekkert sé. Það sé hinsvegar hægt að gera milli banka hér innanlands vandræðalaust. Því sé ljóst að um innlendan aðila sé að ræða ef ólögmætar millifærslur hafi átt sér stað. „Það eru einfaldlega ekkert það margir innlendir aðilar sem eru kannski á bak við þetta alfarið,“ segir Friðrik.

Aðspurður segir hann það flókið að búa til njósnaforrit. Hann segir menn þó geta fundið slík forrit á netinu, breytt honum og aðlagað hann.

„Það er gífurlegur fjöldi af svona forritum í umferð. Þetta er ein stór flóra af allskonar njósnahugbúnaði og öðru óæskilegu drasli sem er í umferð. Sumt af því er skaðlegra en annað og menn þurfa ákveðna heilbrigða skynsemi til þess að forðast þetta.“bb.is | 24.10.16 | 09:37 Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með frétt Eyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli