Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 04.12.2005 | 17:45Byggðastofnun lánar aftur

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Í vikunni kom pólitísk niðurstaða um Byggðastofnun. Stofnunin mun halda áfram að lána, störfum verður ekki fækkað og ekki verður dregið úr starfseminni á Sauðárkróki. Allar helstu kröfur sem ég setti fram í síðustu viku hafa náð fram að ganga. Ég fagna því. Nefnd sem ráðherrann skipaði fyrir nærri hálfu ári hefur greinilega unnið mjög hratt síðustu daga.

Menn hljóta að spyrja sig að því hvers vegna stjórn stofnunarinnar tók þá ákvörðun í upphafi að loka fyrir lánveitingar, fyrst nú á að hefja þær að nýju að óbreyttri fjárhagsstöðu. Ég geri ráð fyrir því að pólitískir trúnaðarmenn ráðherrans, en ráðherrann skipar stjórnina, hafi gert ráðherra grein fyrir stöðunni og síðan tekið sína ákvörðun að fengnum viðbrögðum ráðherrans. Þá blasir við sú ályktun að stjórnin hafi ekki þá fengið stuðning til frekari lánveitinga.

Það er líka augljóst að stefnumörkun er komin skammt á veg hálfu ári eftir að fyrirtækið Stjórnhættir ehf. skilaði sinni skýrslu og enn er langur tími þar til þess má vænta að fullmótaðar tillögur liggi fyrir um framtíð Byggðastofnunar og fyrirkomulag þeirra málefna sem helst tengjast byggðamálum. Það er gagnrýnivert að setja starf Byggðastofnunar í uppnám við þessar aðstæður og iðnaðarráðherrann verður að axla ábyrgð á því.

Í gær gerðist það að endurskoðandi Byggðastofnunar gerði alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stjórnhátta ehf. Telur hann að útlánatöp stofnunarinnar hafi verið að meðaltali um 3,6% af útlánum á árunum 1995-2004 eða um 361 mkr. á ári, en úttektaraðilinn heldur því fram að tapið hafi verið að meðaltali um 23%. Þá telur endurskoðandi Byggðastofnunar að útlánatap ársins 2004 hafi verið um 6% en ekki 50% eins og haldið var fram í skýrslu Stjórnhátta ehf. Fleiri alvarlegar athugasemdir eru gerðar við þá skýrslu sem ráðherra lét gera og á að vera grundvöllur að breyttri stefnu í málefnum Byggðastofnunar.

Þetta er alveg með ólíkindum. Grundvallarupplýsingar í málinu eru sagðar tóm vitleysa. En sérstaka athygli vekur hvers vegna Byggðastofnun gerir ekki athugasemdir fyrr en 30. nóvember við skýrslu sem er dagsett 5. júní. Ástæðan mun vera að stofnunin fékk aldrei skýrsluna í hendur og var ekki gefinn kostur á því að gera athugasemdir. Hvernig má þetta vera að sérstökum trúnaðarmönnum ráðherrans, stjórninni og forstjóra, er ekki treyst, hvorki til þess að gera athugasemdir við skýrslu Stjórnhátta ehf né til þess almennt að segja skoðun sína á því hver eigi að vera framtíð Byggðastofnunar? Hvaða vantraust er hérna á ferðinni?

Ég get tekið undir að nokkru leyti þá gagnrýni sem kemur fram á Byggðastofnun bæði í skýrslu Stjórnhátta ehf. og áliti starfshóps ráðherra. Mér finnst vanta allan kraft í stofnunina síðustu ár og starf hennar er ekki markvisst. Þessi breyting endurspeglast að mínu mati af því að pólitísk leiðsögn, sem áður var í stjórninni, er kominn upp í ráðuneyti og ákvarðanataka innan stofnunarinnar hefur færst frá stjórn til embættismanna. Af því leiðir að stjórnin hefur ekki lengur frumkvæði og áður var og verður frekar ósjálfstæð í störfum sínum.

En að lokum, svo mikið er víst að ég hefði ekki sem stjórnarformaður setið þegjandi og horft á stofnunina flatreka upp í fjöru og bíða þess sem verða vildi. Það verður að berjast fyrir hagsmunum landsbyggðarinnar og peningar eru afl þess sem gera skal. Byggðastofnun án peninga er meira og minna gagnslaus stofnun. Já, ráðherra er ekki alltaf besta svarið.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli