Frétt

mbl.is | 02.12.2005 | 16:43Hassgróðurhús lögleidd í Hollandi?

Náðst hefur þverpólitísk samstaða meðal hollenskra stjórnmálaflokka um að setja á stofn tilraunir með að lögleiða maríjúanaræktun og hótar hópurinn sem stendur á bakvið frumvarpið að fara í hart ef ríkisstjórnin reyni að fella það í þinginu. Dómsmálaráðherra Hollands, Piet Hein Donner er mótfallinn því að ræktun marijuana því það myndi færa Holland enn fjær löggjöfinni í nágrannalöndunum. „Þetta frumvarp stríðir bæði gegn hollenskum og alþjóðalögum,” sagði talsmaður hans Wibbe Alkema.

Samkvæmt hollenskum lögum eru bæði marijúana og hass ólögleg efni en lögreglan sektar ekki fólk fyrir að hafa 5 gr eða minna og lögsækja fólk ekki sem er með 30 gr eða minna. Yfirvöld hafa einnig séð í gegnum fingur sér með opna sölu á kannabis í svokölluðum „Coffee shops” sem selja hass í ýmsu formi.

Ræktendur eru aftur á móti alveg ólöglegir og verða oft fyrir óvæntum heimsóknum lögreglunnar og þar er komin upp ákveðinn tvískinnungur í málinu því seljendur og kaffihúsaeigendur geta ekki nálgast þennan söluvarning með lögmætum hætti. Ræktendur eru oft með sína starfsemi í felum, bókstaflega neðanjarðar og í heimahúsum og bílskúrum. Þeir sem gagnrýna núverandi ástand segja að stuldur á rafmagni fyrir ræktunarlampana leiði oft til slysa og eldsvoða og færi glæpastaarfsemi inn í íbúðarhverfin.

Tilraunaverkefnið yrði sett á laggirnar nærri Maastricht þar sem öllum reglum um gróðurhúsaræktun yrði framfylgt. Kaffihúsin og sölustaðir yrðu að sjá neytendum fyrir innihaldslýsingu og upplýsingum um skaðsemi reykinga. Fylgjendur frumvarpsins segja að nú verði að taka næsta rökrétta skref og að ef vel gengur verði hægt að sýna fram á að þetta sé framför miðað við núverandi ástand.

Þeir sem eru á móti frumvarpinu hafa bent á að borgir og bæir nærri landamærunum þurfi að þola ýmis vandamál í tengslum við svokallaða „hassferðamenn”. Fylgjendur frumvarpsins segja það góðan hlut að geta rakið hassið frá ræktun til sölu. Það gæti líka opnað leiðina til algerrar lögleiðingar og skattlagningar á iðnaði sem áætlað er að velti um 6 milljörðum evra á ári.

En talsmaður dómsmálaráðuneytisins sagði að fyrir utan spurninguna um lögmæti frumvarpsins þá dró hún einnig í efa að það myndi leysa vandamálin sem tengjast kannabisneyslu. „Þvert á móti, við myndum fá yfir okkur enn fleiri útlenda dópkaupendur og hassferðamenn.”

Áætlað er að það náist þverpólitískur meirihluti þegar frumvarpið verður lagt fyrir í þinginu eins og gerðist þegar aðrar framsæknar tillögur á borð við lögleiðingu samkynhneigðar giftingar og lögleiðingu líknardauða hafa verið lagðar fyrir það. Næsta skref verður umræða um lögmæti eiturlyfja seinna í mánuðinum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli