Frétt

mbl.is | 28.11.2005 | 08:13Viggó Sigurðsson ánægður með tvo sigra og eitt jafntefli gegn Norðmönnum

Íslenska landsliðið í handknattleik vann öruggan sigur á því norska, 32:26, í þriðja æfingaleik liðanna á jafn mörgum dögum en liðin áttust við í Kaplakrika í gærdag. Æfingaleikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Evrópumótið sem fram fer í Sviss í janúar. Íslenska liðið náði snemma forystunni og var fjórum mörkum yfir í leikhléi en mest komst liðið tíu mörkum yfir í síðari hálfleik. Norðmenn gerðu aldrei tilkall til sigursins og virtust þreyttir eftir strembna leiki á undanförnum dögum.

Eftir að Norðmenn skoruðu fyrsta markið í leiknum komu þrjú í röð frá íslenska liðinu og tónninn var settur. Liðið hélt þriggja til fimm marka forskoti út allan fyrri hálfleikinn en þakka mátti markverðinum Birki Ívari Guðmundssyni fyrir það þar sem vörnin var óþétt framan af og fengu Norðmenn mikið af opnum færum. Birkir varði hins vegar mörg þeirra, sjö skot á fyrstu fimmtán mínútum leiksins, og hélt Norðmönnum við efnið. Snorri Steinn Guðjónsson fór fyrir markaskoruninni, skoraði átta mörk í fyrri hálfleik en þar af voru sex þeirra af vítalínunni og var öryggið uppmálað.

Ísland hafði fjögurra marka forskot þegar flautað var til leikhlés, 17:13, en komu tvíefldir til leiks í síðari hálfleikinn og gerðu út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum með góðum leikkafla. Einar Hólmgeirsson og Snorri Steinn leituðu þá meira að Vigni Svavarssyni inni á línunni í stað þess að brjótast sjálfir í gegn og skilaði Vignir fjórum mörkum á stuttum tíma og barðist auk þess vel í vörninni. Var það vendipunkturinn í leiknum og stakk íslenska liðið í kjölfarið af og náði tíu marka forskoti 26:16.

Í sókninni var Guðjón Valur Sigurðsson sprækur og þrumufleygar Einars Hólmgeirssonar höfnuðu allir í netinu ef þeir hittu á markið á annað borð. Þá stóðu þeir Róbert Gunnarsson og Vignir báðir fyrir sínu. Þegar líða tók á leikinn fór hins vegar að draga verulega af leikmönnum og ljóst að fyrri tveir leikirnir voru farnir að segja til sín. Bitið í sóknarleiknum minnkaði og vörnin opnaðist á nýjan leik og náðu Norðmenn því að klóra aðeins í bakkann undir það síðasta. Þó aldrei þannig að spenna kæmist í leikinn og var sex marka sigur, 32:26, staðreynd.

Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins, var ánægður í leikslok og sáttur með árangur liðsins úr æfingaleikjunum þremur. "Ég er mjög ánægður með árangurinn. Tveir sigrar, eitt jafntefli og liðið var að leika mjög vel. Þetta er á góðu róli, jöfn dreifing á markaskoruninni og leikmenn að standa sig vel. Það er einnig mjög góður andi í liðinu þannig að við erum í heildina litið mjög sáttir."

Viggó sagði sigurinn í gærdag aldrei hafa verið í hættu og íslenska liðið hafi yfirspilað það norska á köflum.

"Ég vissi það að ef við myndum spila af fullum krafti þá kæmi það bersýnilega í ljós að við erum með betra lið. Við vorum kannski full værukærir í síðasta leik en náðum tíu marka forskoti í dag þannig að þetta var öruggt allan tímann," sagði Viggó og hrósaði Birki Ívari í hástert fyrir góðan leik.

"Birkir var frábær í markinu og það var lykillinn að sigrinum að hafa góða markvörslu. Með svona markvörslu í síðasta leik, þar sem við gerðum jafntefli, þá hefðu lokatölur verið öðruvísi."

Viggó tók undir það með blaðamanni að vörnin hafi verið nokkuð opin í fyrri hálfleik og sagði það hugsanlegt áhyggjuefni að færslan í varnarleiknum hefði ekki gengið nægilega vel.

"Vörnin slitnaði svolítið í sundur hjá okkur og mynduðust gloppur í vörninni fyrir vikið en Birkir bjargaði ansi miklu úr dauðafærum þannig að það slapp fyrir horn," sagði Viggó og benti á að það hefði verið nokkuð strembið að leika þrjá leiki á jafn mörgum dögum og því eðlilegt að þreyta væri farin að segja til sín undir lokin. Lykilmenn hafi leikið nær allan tímann, ungir leikmenn að fá tækifæri þannig og heildarmynd er komin á hópinn. "Í mínum huga liggur hópurinn sem fer á Evrópumótið nú fyrir," sagði Viggó Sigurðsson að lokum.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli