Frétt

mbl.is | 28.11.2005 | 08:09Ný rannsókn á skilningi, þekkingu og viðbrögðum barna við ofbeldi á heimilum

Mikilvægt er að afla þekkingar meðal barna á ofbeldi á heimilum en hérlendar rannsóknir á því hafa fram til þessa eingöngu beinst að fullorðnum. Þetta er alvarlegt þar sem margt bendir til að slíkt ofbeldi hafi alvarleg áhrif á börn. Þetta segir Guðrún Kristinsdóttir, prófessor í uppeldisgreinum við Kennaraháskóla Íslands, sem ásamt Ingibjörgu H. Harðardóttur, lektor í þróunarsálfræði við KHÍ, kynnti í Bratta í KHÍ sl. miðvikudag nýja rannsókn er ber heitið: Þekking barna á ofbeldi á heimilum. Henni var hleypt af stokkunum í byrjun árs og mun standa fram til ársins 2008.

Guðrún og Ingibjörg eru forsvarmenn verkefnisins, en í rannsóknarhópnum eru Margrét Ólafsdóttir aðjúnkt KHÍ, Nanna Þ. Andrésdóttir, kennari og meistaranemi, Nanna K. Christiansen M.Ed. deildarstjóri í Vesturbæjarskóla, Ragnhildur Jónsdóttir, námsráðgjafi á Hornafirði og meistaranemi og Steinunn Gestsdóttir, lektor við KHÍ.

Í samtali við Morgunblaðið segir Guðrún meginmarkmið rannsóknarinnar að kanna hvernig börn almennt skilji og skynji ofbeldi á heimilum, áhrif þess á börn og álit þeirra á vænlegum viðbrögðum. "Rannsóknin verður í megindráttum þrískipt. Í fyrsta lagi ætlum við að leggja spurningalista fyrir 1.400 grunnskólabörn í tveimur hópum, annars vegar í aldurshópnum 9-12 ára og hins vegar aldurshópnum 13-16 ára. Könnunin gengur út á að kanna almenna þekkingu barna á ofbeldi, hvaða augum þau líta ofbeldið og hvernig þau skilgreina það," segir Guðrún og bendir á að rannsóknin eigi sér m.a. fyrirmynd í breskri rannsókn sem fram fór með styrk breska rannsóknarráðsins (ESRC) og veittu forsvarsmenn hennar góðfúslega aðgang að spurningalistum sem notaðir verða hérlendis, eftir þýðingu og staðfæringu.

"Meðal þess sem börnin verða spurð um er hvort þau þekki einhvern sem orðið hefur fyrir ofbeldi, auk þess sem við verðum með stuttar sögur þar sem við biðjum börnin að meta hvort þeim finnist þær dæmi um ofbeldi til þess að komast að því hvernig þau meta og skilgreina ofbeldi," segir Guðrún og bendir á að í bresku rannsókninni hafi komið í ljós að bresk börn lögðu ekki sama skilning í heimilisofbeldi og fagstéttir og lagaákvæði segja til um, og þannig hafi orðið virst hafa mun breiðari skírskotun í þeirra huga.

Segir Guðrún bresku rannsóknina hafa leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti barna á öllum aldri hafi brugðist við ofbeldi á heimili með einhverju móti, bæði beint með því að hringja í lögreglu eða nágranna og óbeint með því að forða systkinum sínum undan ofbeldinu og hjálpa mæðrum sínum að vinna úr tilfinningalegum áhrifum. Að sögn Guðrúnar leiddi breska rannsóknin líka í ljós að drengir á öllum aldri voru mun óöruggari um það hver ætti sök á ofbeldi innan heimilisins og voru jafnframt mun líklegri til að afsaka gerandann.

"Í öðrum áfanga rannsóknarinnar er ætlunin að ræða við börn sem hafa lifað við heimilisofbeldi, en gera það ekki lengur. Einnig er hugmyndin að ræða við mæður barnanna og starfsmenn, ef börnin telja að einhverjir starfsmenn hafi komið þeim til hjálpar," segir Guðrún. Þriðji þáttur rannsóknarinnar snýr að því að athuga umfjöllun prentmiðla um ofbeldi á heimilum, sérstaklega með tilliti til þess hvort athyglinni er beint að börnum í fréttaskrifum.

Guðrún minnir á að heimilisofbeldi sé skilgreint sem ofbeldi gegn barni. "Það er vitað að áhrif þessa ofbeldis geta verið mjög alvarleg og þau eru mjög margvísleg, en þau geta verið bæði alvarleg og langvarandi. Með því að spyrja börn og ungt fólk fáum við fram aðra þekkingu, en mikið af rannsóknum á svona viðkvæmu efni hefur fram til þessa byggt á því að spyrja fullorðna. Það er hins vegar mjög mikilvægt að við lítum á börn sem sjálfstæða og trúverðuga einstaklinga."

Spurð hvernig ætlunin sé að nýta þær niðurstöður sem fást úr rannsókninni segist Guðrún sannfærð um að rannsóknin muni þegar hafa hagnýtt gildi meðan hún er framkvæmd. "En við ætlum að stofna til samstarfs við skólana sem við förum í og bjóða þeim upp á fræðslu í sambandi við efnið áður en við leggjum spurningalistana fyrir og vera til staðar í einhvern tíma á eftir. Einnig verðum við með upplýsingabæklinga til barnanna sem þau fá í hendur, um áhrif og afleiðingar og hvert sé hægt að leita," segir Guðrún og bendir á að breska rannsóknin hafi leitt í ljós að yfirgnæfandi meirihluti barna og unglinga hafi óskað eftir að fá fræðslu í skólum um heimilisofbeldi. Börn í öllum aldurshópum vildu fræðast um orsakir og elstu börnin um hvernig binda mætti endi á ofbeldið.

bb.is | 28.10.16 | 09:37 Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með frétt Sveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli