Frétt

Kristinn H. Gunnarsson | 22.11.2005 | 14:13Hóf er best í hverju máli

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Einu sinni heyrði ég Steingrím Hermannsson lýsa stefnu Framsóknarflokksins sem svo, að flokkurinn væri hófsamur, frjálslyndur og umbótasinnaður félagshyggjuflokkur. Það þótti mér góð lýsing, kannski vegna þess að hún er mér mjög að skapi. Nafnorð með þremur lýsingarorðum sem hægt er að lýsa svona: Nafnorðið vísar til þess að manngildi sé ofar auðgildi, að almennir hagsmunir séu einstaklingshyggjunni framar, að maður sé annars félagi og því fylgi ábyrgð og skyldur. Félagshyggjumaðurinn viðurkennir ekki að sú hegðun sé eðlileg að einblína einvörðungu á eigin hag og hafnar því að réttlætanlegt sé að beita öllum ráðum sjálfum sér til ávinnings.

Umbótasinnaður er sá sem vill sækja fram almenningi til hagsbóta og vill takast á það verkefni, sem oft og tíðum reynist erfitt, að breyta því sem er. Fastheldni og ótti við hið óþekkta eru þung í taumi þeirra sem vilja breyta, enda er íhaldssemi manninum eðlislæg. Umbótasinnaður maður sækir fram og er að yfirveguðu ráði reiðubúinn að breyta, en er jafnframt gætinn og varast byltingar.
Frjálslyndur er ekki fastur í einum sannleika, er tilbúinn að heyra önnur viðhorf, virða þau og taka tillit til þeirra, jafnvel þótt hann sé þeim ósammála. Frjálslyndur er umburðarlyndur. Hófsamur lýsir því að forðast að ganga langt, vilja samkomulag,vilja niðurstöðu sem er á þann veg að sem flestir eigi hlut í henni, hófsamur sækir sinn hlut í hófi og skilur eftir svigrúm fyrir aðra.

Undanfarin ár hafa orðið miklar breytingar á íslensku þjóðfélagi. Þær hafa náð til einkavæðingar ríkisfyrirtækja og þjónustu, fjármálamarkaðar og gífurlegrar eignamyndunar einstaklinga í sjávarútvegi og viðskiptalífinu. Ríkið hefur hrundið af stað stærstu framkvæmdum Íslandssögunnar með stóriðju og tilheyrandi virkjunum. Byggðaröskun hefur slegið fyrri met á sumum svæðum landsins.

Breytingarnar hafa verið róttækar og gengið hratt yfir. Einstaklingsmiðuð ábatafíkn hefur krafist viðurkenningar og siðferðilegrar réttlætingar. Enginn skortur hefur verið á málsbótarmönnum græðginnar sem veifa aflátsbréfum fyrir óhófið. Mönnum sem réttlæta sniðgöngu frá skatti með öllum tiltækum ráðum, mönnum sem eignast milljarða króna á fáum árum og finnst að heimurinn eigi þeim mikið að þakka fyrir snilldina.

Það hefur í raun skort jafnvægið, það þarf að hægja á hraðanum. Breytingarnar eru flestar í rétta átt, en það vantar frekari umferðareglur til þess að koma böndum á frumskógarhegðunina áður en lengra er haldið. Hægja á einkavæðingunni og stóriðjunni og auka jöfnuð í þjóðfélaginu. Vinna úr þeim breytingum sem orðið hafa. Það þarf meiri félagshyggju, meira umburðarlyndi og meiri hófsemi. Það þarf að sýna meira af framsóknarstefnunni sem Steingrímur Hermannsson lýsti.

Kristinn H. Gunnarssonkristinn.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli