Frétt

| 08.11.2001 | 20:21Land tækifæranna

Ein ánægjulegasta þróunin á Íslandi undanfarinn áratug eða svo er hin góða viðbót við íbúa landsins sem komið hefur erlendis frá, sérstaklega frá mið- og suðaustur Evrópu, en einnig frá suðaustur Asíu. Einsleitt samfélag á borð við okkar græðir mikið á því þegar fólk með annan menningarlegan bakgrunn kýs að leggja því lið og auðga mannlífið með því að setjast þar að. Hið mikla tillag mið- og austur Evrópubúa til tónlistarlífs landsmanna hefur ekki farið fram hjá neinum sem hefur eitthvað komið nálægt músík og við getum ekki annað en grátið það glataða tækifæri sem skapaðist á árum heimsstyrjaldarinnar síðari þegar fordómar stjórnvalda réðu því að gyðingum á flótta var í stórum stíl vísað frá landinu. Einhver sagði að sennilega hefðum við eignast fleiri almennilega fjármálaráðherra en Jón Baldvin og Friðrik Sophusson á öldinni sem leið ef þau mistök hefðu ekki átt sér stað.
Ánægjulegt er til þess að vita að innflytjendum hefur að mestu leiti verið vel tekið á Íslandi. Margir þeirra hafa sest að á landsbyggðinni og tekið að sér störfin sem Íslendingar flýja suður á Stór-Kópavogssvæðið. Byggðakjarnarnir á Vestfjörðum og Austfjörðum eru að verða óvenju fjölmenningarlegir og hlutfall íbúa af erlendu bergi er mun hærra en t.a.m. á höfuðborgarsvæðinu.

Ísland er sérstakt Evrópuríki að því leiti að það byggðist frá grunni á sögulegum tíma. Við höfum heimildir um landnámið sem líklega fara nálægt raunveruleikanum. Hér var engin steinöld, bronsöld eða járnöld. Hér voru bara miðaldir og nútíminn. Þessvegna erum við sem eigum ættir að rekja til landnámsmanna aðeins sproti af stærri þjóð, brot af norður-evrópsku bergi. Sverrir Jakobsson sagnfræðingur bendir á það í fróðlegu erindi um sjálfsmynd Íslendinga á miðöldum, sem lesa má á vefritinu Kistunni að sennilega hafi t.a.m. alþingi Íslendinga ekki verið neitt einstakt fyrirbæri í sinni röð, eins og við höldum gjarnan fram á tyllidögum, því það hafi ekki verið “þjóðþing? í þeim skilningi sem menn vilja leggja í það orð, heldur eins konar norrænt héraðsþing eins og þekktust um allan Skandinavíuskagann og víðar um heiðna Norður Evrópu á miðöldum.

Ísland – ólíkt öðrum Evrópulöndum á sögulegum tíma – byggist upp af flóttamönnum og lukkuriddurum. Fólki sem lynti ekki þar sem það átti heima eða gat ekki búið þar af utanaðkomandi ástæðum, ellegar þeim sem fýsti að freista gæfunnar í nýju og gjöfulu landi. Ísland byggist því eins og Bandaríkin, Kanada, sum Suður Ameríkulönd, Ástralía og Nýja Sjáland, þó talsvert fyrr en þessi ríki. Í þessum skilningi var Ísland nýlenda – ekki nýlenda Dana, því þeir fluttust aldrei hingað í stórum stíl, heldur nýlenda þeirra sem áttu tök á að komast hingað á samgöngutækjum miðalda – norrænna manna og íbúa Bretlandseyja. Arfleifð okkar er því arfleifð lands tækifæranna, þó landið hafi brugðist nokkuð um tíma þeim vonum sem það vakti á landnámsöldinni.

Þeir sem byggja þetta land í dag eru í hópi þeirra jarðarbúa sem búa við hvað mest efnisleg gæði. Þar er ekki aðeins átt við þjóðarframleiðslu á mann, sem er mikil, heldur einnig menntunarstig, aðgang að heilbrigðisþjónustu, jafnrétti kynjanna, mannréttindi og aðra slíka þætti sem taldir eru eftirsóknarverðir. Ísland er aftur orðið land tækifæranna. Við eigum óhrædd að halda áfram að bjóða velkomna til landsins þá sem vilja freista þess að skapa sér betra líf á slíkum stað.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli