Frétt

Leiðari 46. tbl. 2005 | 16.11.2005 | 10:21Þjónninn

,,Maður er í þjónustustarfi sem manni hefur verið falið stutta stund. Þá skiptir máli að vera auðmjúkur og lítillátur en þó fastur fyrir þegar þess er þörf.“ Sá sem mælir þessi fallegu orð er sjálfur landbúnaðarráðherrann, Guðni Ágústsson, í viðtali við Blaðið fyrir skömmu. Þegar ráðherra talar þannig til þjóðar sinnar og bætir við að hann sé ,,þjónn þessarar þjóðar en ekki valdagráðugur hagsmunapólitíkus“, mætti ætla að eitthvað mikið stæði til. Svo er komist að orði þar sem Íslendingar eiga því almennt ekki að venjast að ráðamenn tali til þeirra hvundags af slíkri auðmýkt og lítillæti. Loforð stjórnmálamanna, sem burt séð frá öllum flokksgenum hafa reynst upp og ofan í gegnum tíðina, láta þeim kunnuglegar í eyrum.

Þegar slíkar fjólur spretta allt í einu í túnfætinum í byrjun 4. viku vetrar og rúm vika lifir af Gormánuði þarf ekki auðugt ímyndunarafl til að ætla að þau séu undanfari tíðinda. Á þessum vettvangi mun þó engum getum að því leitt og skal öðrum eftirlátið til krufningar.

Fyrir stuttu birtist í sama fjölmiðli og ráðherraviðtalið, viðtal við mann nokkurn, sem meðal annars var spurður um stjórnmálaskoðanir sínar og svaraði því til, að hann ætti ekki samleið með tilteknum hópi manna þar sem hann myndi ekki fyrirgefa þeim fyrri skoðanir þeirra og afstöðu. (Ekki vantaði að lesandinn var seinna í viðtalinu nær fullvissaður um að hann ætti von á fyrirgefningu synda sinna þegar þar að kæmi.) Mönnum er frjálst að halda sér fast við sinn keip. Hvimleiðara er þegar menn lenda í slíkri hafvillu í pólitíkinni að draga nafn Krists inn í umræðuna og stilla sér upp við hlið faríseans með viðeigandi kveðju til tollheimtumannsins.

Eftir því sem BB hefur fregnað mun senn koma fram á þingi, eina ferðina enn, tillaga um lengingu á starfstíma Alþingis. Breytingunni er meðal annars ætlað að auðvelda þinginu eftirlitsskyldu með störfum framkvæmdavaldsins. Af ummælum ráðherrans, að hann sé þjónn þessarar þjóðar, má ætla að hann vilji deila en ekki drottna. Má því telja víst að hann styðji hugmyndir um fækkun ráðuneyta og að dregin verði skarpari skil milli framkvæmdavalds og löggjafa með því að skilja á milli þingsetu og ráðherradóms. BB hefur bent á að það nær engri átt að framkvæmdavaldið, ríkisstjórnin, ráði yfir nær sjötta hluta atkvæða löggjafans þegar kemur að afgreiðslu mála, sem í flestum tilfellum eru runnin eru undan rifjum þessa sama valds.

Þegar svo hefur skipast málum að ráðherrar eru háðir löggjafanum með fjárveitingar, hvort heldur er til stórra mála er varða almannaheill eða sérstakra hugðarefna viðkomandi, geta þeir með trúverðugri hætti státað af þjónshlutverkinu en unnt er með núverandi skipan mála.
s.h.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli