Frétt

| 07.11.2001 | 17:20Vill lækka tekju- og eignaskatta Vestfirðinga

Á nýafstöðnu þingi Alþýðusambands Vestfjarða voru auk atvinnumála og kjaramála rædd ýmis mál sem snerta launafólk á Vestfjörðum. Þingið skoraði meðal annars á stjórnvöld að lækka tekjuskatta launafólks á landsbyggðinni. Einnig verði fasteignaskattar lækkaðir í samræmi við markaðsverð fasteigna og skattleysismörk hækkuð. ASV hvatti til þess að heilsárssamgöngum verði komið á milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða til að styrkja byggðir í atvinnu- og menningarlegu tilliti.
Þá mótmælti þing ASV þeim hugmyndum atvinnurekenda að ekki þurfi að leita umsagnar verkalýðsfélaga um útgáfu atvinnuleyfa fyrir útlendinga. „Með uppáskrift verkalýðsfélaganna taka þau um leið á sig eftirlit og fyrirgreiðslu fyrir þetta fólk.
Engin dæmi eru til um að þessar umsagnir verkalýðsfélaganna hafi tafið málið eins og talsmenn atvinnurekenda hafa haldið fram“, segir í ályktun þingsins um málið.

Þá lýsti Alþýðusamband Vestfjarða yfir samstöðu með sjúkraliðum og tónlistarkennurum í kjarabaráttu þeirra. Áður hefur BB fjallað nokkuð um þær umræður sem á þinginu urðu um atvinnumál og kjaramál og fara hér á eftir ályktanir 33. þings ASV um þau málefni.

Ályktun um atvinnumál

33. þing A.S.V. fagnar þeirri umræðu um atvinnumál sem nú fer fram á vegum ýmissa samtaka á Vestfjörðum. Þetta er umræða sem leitar að fjölgun starfa í nýjum atvinnugreinum og eflingu þeirra hefðbundnu starfa sem hér hafa tryggt búsetu í ómuna tíð.

Þingið hvetur til víðtækrar samstöðu verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og sveitarstjórna til kröftugrar uppbyggingar atvinnulífs í samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í fjórðungnum, þar sem hugvit, þekking og reynsla í okkar höfuðatvinnuvegi sé nýtt til hins ýtrasta, jafnframt sem leitað verði nýrra tækifæra í þekkingariðnaði, markaðsmálum og fullvinnslu á afurðum vestfirskra sjávarbyggða.

Sporna verður við þeim gegndarlausa útflutningi á óunnu hráefni sem nú á sér stað við sjávarsíðuna. Eðlilegra væri að skapa hér úrvinnsluiðnað sem skilaði sér í fleiri grunnstörfum hér heima. Þingið felur stjórn sambandsins að beita sér fyrir málinu með fullum þunga í samráði við alla sem vilja veita því brautargengi.

33. þing A.S.V. telur höfuðnauðsyn að efla hvers konar iðnnám í héraði og telur að virkja þurfi betur verkmenntaþátt Menntaskólans á Ísafirði og þau góðu kennslutæki og þekkingu sem þar er til staðar. Sveinspróf iðngreina verði aftur flutt í heimabyggð.
Þingið felur stjórn sambandsins og iðnfélögum innan þess að leita eftir samstarfi við iðnfyrirtæki á svæðinu til að árangur náist.

Þingið telur afar brýnt að ná niður kostnaði við hverskonar fjarnám til að sem flestir geti stundað slíkt nám og hvetur til áframhaldandi fræðslunámskeiða fyrir félagsmenn. Þingið fagnar tilkomu fræðslusjóða launþega og telur að jafnræði eigi að ríkja milli verkalýðsfélaga og atvinnurekenda um námskeiðshald á vegum þessara sjóða.

Þingið telur að uppeldisgildi sem áður fólst í lögbundnum skyldusparnaði hafi á sínum tíma verið ómetanlegt fyrir einstaklinga og þjóðfélagið. Frelsi barna og unglinga sem við tók þegar lögbundinn sparnaður var lagður af hefur skilið eftir sig vanmat á sparnaði almennt og stuðlað að eyðslu langt umfram eðlileg mörk. Þingið telur að leggja verði áherslu á að fræða börn og unglinga um þessi mál strax í grunnskóla.

33. þing A.S.V. krefst þess að stjórnvöld geri ungu fólki kleift að mennta sig samhliða því að koma sér upp húsnæði og framfleyta fjölskyldu . Til þess þarf stóraukinn stuðning stjórnvalda í formi hagstæðari lána.


Ályktun um verkalýðs- og kjaramál

33. þing A.S.V. vekur athygli á að stór hópur láglaunafólks hefur setið eftir í því launaskriði sem átt hefur sér stað í þjóðfélaginu. Þingið krefst þess að við endurskoðun kjarasamninga hafi kjarabætur til þessa hóps forgang. Einnig verði öldruðum og öryrkjum tryggð mannsæmandi samfélagslaun.

33. þing A.S.V. mótmælir harðlega tillögum ríkisstjórnarinnar til breytinga á skattalögum, sem fyrst og fremst koma til góða hátekju- og eignafólki og gróðafyrirtækjum. Þingið telur að ef svigrúm sé til skattalækkana, eigi að lækka skatta á lágtekjufólki með hækkun skattleysismarka og þrepaskiptum tekjuskatti.
Þingið leggur áherslu á að verja velferðarkerfið og varar við hugmyndum um einkavæðingu þess, sem leiða myndi til lakari og dýrari þjónustu. Þingið lýsir áhyggjum yfir aukinni kostnaðarhlutdeild sjúklinga í

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli