Frétt

| 07.11.2001 | 16:09Vegleg menningarmiðstöð í sögufrægu húsi á Eyrartúni hinu forna á Ísafirði

Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúni á Ísafirði er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1925.
Gamla sjúkrahúsið á Eyrartúni á Ísafirði er teiknað af Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1925.
Menningarmálanefnd Ísafjarðarbæjar hefur farið þess á leit við bæjaryfirvöld, að leitað verði allra leiða til að ljúka endurbyggingu Gamla sjúkrahússins á Eyrartúni á Ísafirði og leysa þannig húsnæðisvanda þeirra safna sem þar er ætlaður samastaður. Nefndin kemst svo að orði í erindi sínu, að gaman væri að endurbygging hússins þyrfti ekki að verða kosningaloforð einar kosningarnar enn. Sjúkrahúsið gamla gengur í endurnýjun lífdaganna sem safnahús og samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar fyrir liðlega tólf árum eiga Bæjar- og héraðsbókasafnið, Héraðsskjalasafnið, Ljósmyndasafnið og Listasafn Ísafjarðar að fá þar inni.
Lögð er áhersla á góða samnýtingu í húsinu. Þar er m.a. gert ráð fyrir aðstöðu til sýningahalds í sölum, göngum og stigahúsi og aðstöðu til fundahalda, rannsókna, náms og afþreyingar með tæknibúnaði nútímans.

Starfsemi Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Ísafirði er umfangsmeiri en í hefðbundnum bókasöfnum annars staðar á landinu, sem búa við greiðari samgöngur og nálægð við öflugar ríkisstofnanir á þessu sviði. Safnið er nú og hefur lengi verið til húsa á efri hæð Sundhallar Ísafjarðar við Austurveg. Sú staðsetning hefur þann kost, að mjög stutt er í vatn ef kvikna skyldi í safninu. Frá því sjónarmiði hefði þó verið ennþá heppilegra að hafa sundlaugina á efri hæðinni en bókasafnið á þeirri neðri.

Í greinargerð um Gamla sjúkrahúsið og þá starfsemi og þjónustu safna sem fyrirhugað er að verði þar, sem Jóhann Hinriksson bókavörður á Ísafirði tók saman fyrr í haust, segir m.a.:

Ísafjarðarkaupstaður stóð fyrir byggingu sjúkrahússins árið 1925 undir forystu Vilmundar Jónssonar síðar landlæknis. Guðjón Samúelsson húsameistari ríkisins hannaði húsið, en það er um 980 fermetrar á fjórum hæðum (kjallari, tvær hæðir og ris).

Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar í júní 1989 munu Héraðsskjalasafnið, Ljósmyndasafnið, Bæjar- og héraðsbókasafnið og Listasafn Ísafjarðar fá inni í húsinu. Að tillögu Húsafriðunarnefndar var húsið friðað 1998 en að mati nefndarinnar hefur það sérstaka menningarsögulega þýðingu (sbr. bréf dags. 25. júní 1998). Við endurbyggingu hússins hefur verið lögð mikil áhersla á að upprunalegt útlit þess haldi sér. Allar framkvæmdir hafa verið gerðar í samráði við Húsafriðunarnefnd enda hefur hún veitt verkinu nokkurn fjárstyrk.

Kostnaður við endurbygginguna er nú þegar orðinn um 55 milljónir króna sem Ísafjarðarbær hefur lagt til að langmestu. Húsið er nú fullklárað að utan. Kostnaður sem eftir er við frágang innandyra er áætlaður 50,8 milljónir og kostnaður við búnað 14,7 milljónir eða samtals liðlega 65 milljónir.

Bæjar- og héraðsbókasafnið

Safnkostur Bæjar- og héraðsbókasafnsins telst nú um 107.000 rit og gögn. Jafnframt því sem sveitarfélög hafa verið sameinuð hefur safnið aukist á sama hátt og samanstendur nú af tíu hreppasöfnum eða söfnum lestrarfélaga. Nú eru rekin tvö útibú í Ísafjarðarbæ utan aðalsafnsins, auk umfangsmikillar fjarþjónustu í fjórðungnum.

Sérstök áhersla hefur ætíð verið lögð á útvegun mjög fjölbreytts safnkosts og hlutfallslega miklu meira keypt af ritum sem hægt væri að vera án ef nálægðin væri meiri við Reykjavíkur- eða Akureyrarsvæðin þar sem ríkissöfnin eru. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á aðgengi að þessum gögnum sé sem mest óháð erfiðum samgöngum, m.a. með mikilli notkun Internetsins.

Safnið hefur sinnt sérstaklega þjónustu við stofnanir. Meðal annars hefur það frá upphafi séð um skráningu safnkosts Fræðsluskrifstofu Vestfjarða og nú síðustu misserin séð um rekstur gagnasafnsins fyrir Vestfirði í samvinnu við Námsgagnastofnun. Einnig hefur verið lögð áhersla á að veita þjónustu við allt fjarnám undanfarinn áratug. Er nú með stofnun Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða stefnt að verulega víðtækara samstarfi með bættri aðstöðu í Gamla sjúkrahúsinu fyrir fjarnema og með leiðbeiningaþjónustu um gagnaöflun á nútímavísu. Samstarf hefur einnig verið við Háskólann á Akureyri um slíka þjónustu.

Safnið hefur lagt sérstaka áherslu á góða þjónustu við fólk af erlendu bergi brotið (nýbúa), sem er tiltölulega fjölmennt á Vestfjörðum. Safnið hefur notið styrkja félagsmálaráðuneytisins til kaupa á ritum á tungumálum eins og serbókróatísku, pólsku og tælensku. Tekist hefur gott samstarf við nýstofnað Fjölmenningarsetur á Vestfjörðum um uppbyggingu þessarar þjónustu. Benda má á, að útlán á þessum ritum eru ekki bundin við Ísafjarðarbæ eða héraðið eitt.

Listasafn Ísafjarðar

Listasafn Ísafjarðar er eitt elsta listasafn utan Reykjavíkur og á töluvert á annað hundrað verka. Safnið hefur enga aðstöðu haft til sýninga en mi

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli