Frétt

bb.is | 14.11.2005 | 07:00„Lengri skólatími kallar eðlilega á aukna kennslu“

Grunnskólinn á Ísafirði.
Grunnskólinn á Ísafirði.
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði, segir að fjölgun starfsfólks í Grunnskólum eigi sér eðlilegar skýringar, en Valgerður Ágústsdóttir, sérfræðingur á hag- og upplýsingasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, flutti erindi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á föstudag þar sem fram kom að starfsfólki grunnskólanna hefur fjölgað mikið síðan sveitarfélögin tóku við rekstri þeirra. Fram kom í máli hennar að kennurum fjölgaði um 34% á tímabilinu frá 1997 til 2004 og á sama tíma fjölgaði öðru starfsfólki grunnskóla um 65%. Nemendum fjölgaði hins vegar einungis um 5% á tímabilinu. Árið 1997 er fyrsta heila rekstrarár grunnskólanna hjá sveitarfélögunum. Rekstrarkostnaður grunnskólanna í heild jókst um 48%. „Kennsluskylda kennara hefur minnkað töluvert“, segir Skarphéðinn. „Nú í haust fækkaði tímum um einn, almennur kennari kenndi 28 tíma á viku í fyrra, en nú kennir hann einungis 27 tíma. Í grunnskólanum hérna þýðir þetta að við höfum þurft að bæta við 1-2 stöðugildum umfram það sem var. Svo kemur það einnig til að frá árinu 1997 hefur skólatími barna lengst, börnin eru fleiri stundir á viku í skóla og fleiri daga á ári. Lengri skólatími kallar eðlilega á aukna kennslu. Þetta er mjög eðlilegt, á þessum átta árum hafa einfaldlega margar forsendur breyst“.

„Varðandi almennu starfsmennina held ég að það sé tímanna tákn, þjóðfélagið hefur breyst, skólar taka nú til sín alla flóru þjóðfélagsins, þar á meðal nemendur sem hafa alls kyns sérþarfir. Tískuorðið er kannski einstaklingsmiðað nám, og slíkt nám krefst væntanlega meiri mannskaps. Þetta er kannski meginskýringin. Það hefur verið nokkur aukning á því að nemendur séu greindir með ýmis konar raskanir, til dæmis geð- og athyglisraskanir. Þetta er einfaldlega algengara í dag en það var og margbrotnara þjóðfélag skilar sér inn í skólann og því fylgir aukin þörf fyrir starfsfólk. Þetta eru borðleggjandi staðreyndir. Það má kannski deila um það hvað aukningin er nákvæmlega mikil, en þessar tölur láta nærri lagi. Við sjáum þetta í öllum skólum. Fyrir tíu árum síðan var hlutur almennra starfsmanna mjög lítill, þeir sáu um ræstingu og kaffistofuna og þess háttar. Nú er her manna í öllum mögulegum störfum. Þetta er, eins og ég segi, tímanna tákn“, segir Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri Grunnskólans á Ísafirði.

eirikur@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 11:51 Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með frétt Að mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli