Frétt

| 07.11.2001 | 09:21Telur viðhorfin hérlendis til fólks af erlendum uppruna hafa breyst til hins verra

Salmann Tamimi.
Salmann Tamimi.
Salmann Tamimi, formaður hins nýstofnaða Félags múslima á Íslandi, hefur búið á Íslandi í rúmlega þrjátíu ár og hefur íslenskan ríkisborgararétt. Hann er Palestínumaður að uppruna og fæddur í Jerúsalem þann 5. mars 1955. Hann var því 12 ára þegar Ísraelsmenn hernámu borgina þann 5. júní 1967.„Við krakkarnir vorum úti á götu að leika okkur þegar allt í einu byrjaði skothríð og lögreglan kom og rak okkur heim. Við skildum ekki hvað gekk á og það var ekki fyrr en borgin var orðin full af skriðdrekum og hermönnum að við gerðum okkur grein fyrir að stríð var byrjað.“
Þetta kemur fram í ítarlegu opnuviðtali við Salmann í Bæjarins besta sem kemur út í dag. Um næstu árin á eftir segir hann m.a.: „Þessi ár voru mjög erfið og þegar ég hafði lokið skólagöngu minni var ég ákveðinn í að fara burt enda engir möguleikar þarna lengur á framhaldsmenntun. Sú framtíð sem beið mín var ömurleg og ég átti ekki annað fyrir höndum en að vera settur í fangelsi, skotinn eða kallaður hryðjuverkamaður. Mig langaði að læra meira og þegar ég var 16 ára fór ég að heiman og stefndi þá á að komast til Bandaríkjanna en ódýrasta leiðin til að komast þangað var með því að fljúga um Ísland. Ég var með 8 pund í vasanum og nokkrar bækur í bakpoka þegar ég flaug frá Tel Aviv til London og þaðan til Íslands með Loftleiðum.

Til Íslands kom ég 3. júní 1971 og ákvað þá að stoppa hér á landi í þrjá mánuði og safna peningum til að geta haldið áfram áleiðis til Bandaríkjanna. Það er skemmst frá því að segja að mér gekk illa að safna og er því ekki enn farinn til Bandaríkjanna. Og fer ekki úr þessu enda líklega það besta sem fyrir mig gat komið að lenda hér.“

Um tíma vann Salmann hjá verktakafyrirtækinu Ármannsfelli og þá lá leiðin m.a. vestur á Ísafjörð. „Við vorum hér tvö sumur, 1976 og 1977, og unnum við að byggja nýja sjúkrahúsið. Við bjuggum á Mánakaffi hjá Benna og Ísfirðingar tóku vel á móti okkur, enda gott fólk upp til hópa. Það var líf og fjör og mikill menningarbragur á bænum. Oft var farið á böll í félagsheimilinu í Hnífsdal en vinsælasta hljómsveitin á þessum tíma var BG og Ingibjörg sem var einstaklega skemmtileg.“

Þess má geta, að bróðir Salmanns, Yones Tamimi, bjó á Ísafirði um árabil. Hann var háseti á Guggunni og lengi starfsmaður Íshúsfélags Ísfirðinga.

Árið 1982 byrjaði Salmann Tamimi í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og gat þá loksins gert það sem hann hafði alla tíð dreymt um að gera, þ.e. að halda áfram að læra. Þá var hann kominn með konu og börn en námið sóttist vel og í fyllingu tímans útskrifaðist hann sem tölvunarfræðingur. Í dag starfar hann sem verkefnastjóri á upplýsingatæknisviði Landspítala-Háskólasjúkrahúss.

Íslam, lífsviðhorf múslima, hefðir þeirra og siðir voru meginþema fjölmenns kaffifundar sem haldinn var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í fyrri viku. Fyrirlestra fluttu þau Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og Salmann Tamimi, en þau komu vestur á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edinborgar á Ísafirði, Rauða krossins, Fjölmenningarsetursins á Vestfjörðum og Róta, áhugafélags um menningarfjölbreytni.

Í niðurlagi viðtalsins í Bæjarins besta í dag er rætt við Salmann um þá kenningu, að kynþáttafordómar séu að aukast á Íslandi, ekki síst meðal yngri kynslóðarinnar. Hann er spurður hvort hann telji að viðhorf Íslendinga til útlendinga hafa breyst til hins verra síðan hann kom til landsins fyrir þrjátíu árum. Og hann svarar:

„Já, mér finnst þetta hafa verið að breytast á síðustu árum. Áður fyrr varð ég ekki var við að það væri neitt athugavert við það að vera útlendingur. Maður var einn af hópnum og dæmdur sem einstaklingur. Núna heyri ég hins vegar að talað er í sérstökum tón um t.d. Tælendinga, Víetnama, Araba, múslima o.s.frv. og menn alhæfa um heilan hóp. Þetta finnst mér slæm þróun því meta ætti einstaklinginn á eigin forsendum og umgangast hann sem jafningja. Við höfum alla burði til að vera friðsöm þjóð í fararbroddi fyrir manneskjuleg gildi og megum því ekki flytja inn slæma hluti eins og t.d. nýnasisma eða viðlíka hugmyndafræði.“

Salmann segir að Vestfirðingar geti verið stoltir af því hvernig þeir hafa verið í fararbroddi þeirra sem vinna að því að taka vel á móti útlendingum og útrýma fordómum í þeirra garð. Nú séu Austfirðingar og aðrir að feta í þeirra fótspor og segist Salmann hvetja Vestfirðinga til að halda áfram að vera til fyrirmyndar. Þannig leiði gott af góðu og Íslendingar verði innan tíðar jafngóðir og þeir voru þegar hann kom fyrst til landsins.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli