Frétt

| 06.11.2001 | 17:59Ég fullyrði að allir stjórnmálaflokkarnir fimm eru að drepa umræðunni á dreif

Einar Oddur Kristjánsson.
Einar Oddur Kristjánsson.
„Ég sé fjölmiðlana ræða mikið um fiskveiðistjórnina. Ég sé þá hvergi segja að okkur hafi mistekist. Það er enginn sem ræðir það að okkur hafi miðað stórkostlega aftur á bak, að við höfum ekki náð neinum árangri. Ég sé ekki neinn tala um að við notum núna þrefalt meira vélarafl til að veiða kannski helmingi minni fisk en við veiddum áður. Ég sé ekki að prófessorar Háskóla Íslands sem hafa farið vítt og breitt um heiminn til að kynna íslenskt stjórnkerfi séu neitt að ræða þetta. Ég sé ekki að stjórnmálaflokkarnir á Íslandi séu neitt að taka á þessu máli“, sagði Einar Oddur Kristjánsson í umræðum um stjórn fiskveiða á Alþingi á föstudag.
„Það virðist liggja fyrir, að allir flokkarnir fimm séu komnir í deilur og skiptist í tvennt. Tveir þeirra virðast vilja fara þá leið að koma hér á smá veiðileyfagjaldi – „hóflegu“ veiðileyfagjaldi segja þeir. Þrír þeirra vilja fara þá leið að fyrna smávegis veiðiheimildirnar og úthluta þeim svo aftur, samanber tillögu til þingsályktunar sem liggur hér fyrir frá foringjum þriggja stjórnmálaflokka. Ég fullyrði að með þessu eru stjórnmálaflokkarnir allir fimm að drepa umræðunni á dreif, hvort sem þeir eru með eða á móti hóflegu gjaldi. Ég tel ekki ástæðu til að reyna að taka afstöðu til þess eða hvort menn væru með eða á móti að einhver örfá prósent væru fyrnd á hverju ári og úthlutað aftur í aflakvóta – það breytir engu. Hin skelfilega staða sem við stöndum frammi fyrir er sú að við förum aftur á bak, aftur á bak, aftur á bak og aftur á bak. Ef við horfumst ekki í augu við þetta er voðinn vís fyrir þetta þjóðfélag.“

Ræða Einars Odds á Alþingi sl. föstudag fer hér á eftir í heild.

Það frumvarp sem hér liggur fyrir er eins og allir vita komið til vegna þess að því miður voru í janúar 1999 samþykkt lög nr. 1 sem kváðu á um að afnema þorskaflahámarkið í þeirri mynd sem hafði verið samið um. Ef ég ætti að gefa því frumvarpi sem hér liggur fyrir einkunn, þá held ég að það væri fljótlegt að segja að þar sé verið reyna að krafla í bakkann.

Það var ákaflega hörmulegt að ríkisstjórnin og sjávarútvegsráðuneytið skyldu hrapa að því fljótræði að draga þá ályktun af dómnum 3. desember 1998 að nauðsynlegt væri að fara út í þessar breytingar. Það var mjög hrapallegt. Efnislega hefur þeirri lögfræði allri verið svarað, og ég ætla ekki að fara út í það, að á Íslandi sé slík stjórnarskrá að ekki væri hægt að stjórna og takmarka aðgang að fiskimiðum. Það er náttúrlega alveg einstakt vegna þess að öll ríki Evrópu og Ameríku sem land eiga að Atlantshafinu stjórna einmitt á þann hátt, þau takmarka aðgang. Það er mjög slæmt og mjög sorglegt að enn þá skuli menn vera að vitna í þær lagaútskýringar – einmitt þegar okkur liggur svo mikið á að reyna að fá stjórn á veiðar á Íslandsmiðum.

Ekki þarf að taka það fram því að ég held að alþjóð sé það í fersku minni og vel kunnugt að reynt hefur verið allar götur frá því um áramótin 1999 fram til 1. september að koma í veg fyrir að þetta gengi í gildi. Það hefur því miður ekki tekist. Góðir og gegnir menn hafa gengð sig upp að hnjám, boðið alls konar boð til að koma í veg fyrir þetta en það hefur ekki tekist, því miður.

Ég hef margsinnis sagt opinberlega að ég teldi þetta ákaflega hörmulega ákvörðun og mundi skaða íslenska landsbyggð gríðarlega mikið, hinar dreifðu byggðir og hin litlu sjávarþorp og reyndar skaða efnahagslíf Íslands í heild. Ég er alveg sömu skoðunar í dag og ég hef alltaf verið. Ég tel allan þann málatilbúning óþarfan, bæði lagalega svo og rökin um að það stafaði slík ógnarhætta af veiðum þessara báta. Það er bara barnalegt að halda því fram vegna þess að við höfum náttúrlega veiðisögu Íslendinga í áratugi og mannsaldra aftur í tímann og þess vegna er alveg fáránlegt að taka dæmi um einstaka einstaklinga sem hafa verið mjög framúrskarandi og veitt miklu meira en allir aðrir, við þekkjum það á öllum tímum, og að ætla síðan að útfæra það og leggja það að jöfnu við hvern einasta mann sem væri að sækja sjóinn. Þetta er náttúrlega allt fjarstæða og allt vitleysa.

Um frumvarpið er það að segja – ég vil taka fram strax í upphafi að í fréttum þegar það var tilkynnt og lagt fram þá sagði hæstvirtur sjávarútvegsráðherra að um það væri sátt. Ég tel það gróflega missagt. Um þetta er náttúrlega alls engin sátt. Um þetta er bullandi ósátt, veit ég, í báðum stjórnarflokkunum. Hið rétta er að þetta varð niðurstaða og ég ætla að flestir ef ekki allir stjórnarþingmennirnir hafi heitið því að styðja frumvarpið í meginatriðum. Þetta varð niðurstaða vegna þess að í frumvarpinu er þó tekinn sárasti broddurinn úr þessari aðgerð. Komið er til móts við smáu byggðirnar með aðgerð

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli