Frétt

Birna Lárusdóttir | 07.11.2005 | 14:51Vestfirðir – ein heild með jarðgöngum

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.

Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ísafjarðarbæ, fjallar um nauðsyn heilsársvegtengingar milli suður- og norðursvæðis Vestfjarða

Nú er sá árstími genginn í garð þegar vegsamgöngur milli sunnanverðra og norðanverðra Vestfjarða liggja að mestu niðri. Heiðarnar tvær sem skilja þessi tvö landsvæði að, Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði, lokast nú auðveldlega vegna snjóa og má allt eins búast við því að svo verði fram á næsta vor, ef veturinn reynist snjóþungur.

Nær enginn samgangur að vetri til

Fæstir landsmenn gera sér sennilega grein fyrir því hvaða þýðingu það hefur að geta ekki komist 170 km langa landleiðina á milli þessar tveggja svæða á Vestfjörðum. Íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum, í gömlu Vestur-Barðastrandarsýslu, geta ekki sótt verslun og þjónustu í höfuðstað Vestfjarða að vetri til. Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði og Menntaskólinn á Ísafirði eiga að þjóna öllum fjórðungnum en samgöngur koma í veg fyrir að svo geti verið. Fulltrúar fyrirtækja og stofnana við Ísafjarðardjúp, sem starfa á fjórðungsvísu, eiga þann kost einan að aka rúmlega 600 km leið suður um Laxárdalsheiði og þaðan vestur aftur um Vestfjarðaveg að þéttbýliskjörnum á sunnanverðum Vestfjörðum. Hverskyns samstarf svæðanna í menningarmálum liggur að mestu niðri á þessum árstíma, s.s. eins og keppnisferðir íþróttafélaga og heimsóknir listamanna. Það gefur auga leið að við slíkar aðstæður er samgangur milli íbúa afar takmarkaður.

Jarðgöng það sem koma skal

Eins og kunnugt er tilkynnti ríkisstjórnin fyrir skemmstu fyrirætlanir sínar um varanlegar aðgerðir til að auka öryggi vegfarenda um Óshlíð við Ísafjarðardjúp. Þær aðgerðir fela m.a. í sér gerð jarðganga sem ekki hafa verið á jarðgangaáætlun og verða þau því sérstaklega fjármögnuð úr ríkissjóði.
Í sjálfri jarðgangaáætluninni er hinsvegar gert ráð fyrir að næstu jarðgöng á eftir Héðinsfjarðargöngum verði göng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar, sem yrðu liður í að tengja saman norður- og suðursvæði Vestfjarða. Grunnrannsóknir á þeim göngum liggja þegar fyrir en brýnt er að hefja sem fyrst undirbúning verklegra framkvæmda. Þau göng munu leysa Hrafnseyrarheiði af hólmi, sem er með erfiðari fjallvegum á Íslandi. Miklu hefur skipt að Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, hefur unnið vel að framgangi þessa verkefnis.

Göng alla leið að byggðakjarnanum Ísafirði

Haustið 2004 samþykkti Fjórðungsþing Vestfirðinga nýja stefnumótun í samgöngumálum og var sú samþykkt áréttuð á Fjórðungsþingi nú í haust. Í stefnumótuninni er lagt til að auk ganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar verði farið í gerð jarðganga undir Dynjandisheiði, úr Arnarfirði í Vatnsfjörð. Með gerð jarðganga undir Dynjandisheiði væri aflagður langur fjallvegur sem hæst fer 500 m yfir sjó. Ferðatíminn milli Patreksfjarðar og Ísafjarðar yrði vel innan við tveir tímar og vegurinn yrði fær flesta daga ársins.

Pólitísk samstaða hefur náðst um að Ísafjörður verði skilgreindur sem einn af þremur landshlutakjörnum á Íslandi, ásamt Akureyri og Mið-Austurlandi, og þjóni þannig öllum Vestfjörðum. Í ljósi þess er afar mikilvægt að samgöngur séu með þeim hætti að sem víðast verði hægt að fara um á láglendi. Í stefnumótun sinni og tillögugerð um tvenn göng vísar Fjórðungsþing til þeirra áætlana að Ísafjörður verði skilgreindur byggðakjarni og segir jafnframt: ,,Eðlilegt er að við forgangsröðun framkvæmda af hálfu hins opinbera verði gengið út frá tillögum um byggðakjarna jafnframt því að leggja áherslu á samgöngubætur sem greitt gætu fyrir sameiningu sveitarfélaga á Vestfjörðum”.

Heilsársvegur á þeirri leið sem hér um ræðir yrði ekki einvörðungu til þess að skapa eitt atvinnu- og þjónustusvæði heldur yrði einnig kominn grundvöllur til frekari sameininga sveitarfélaga á Vestfjörðum. Með bættum samgöngum yrði jafnvel orðið raunhæft að gera Vestfirði að einu sveitarfélagi.

Vestfjarðahringurinn

Eins og ég hef áður komið að í greinaskrifum sér brátt fyrir endann á vegaframkvæmdum við Ísafjarðardjúp ef áætlanir ganga eftir, auk þess sem ákveðið hefur verið að leggja veg um Arnkötludal og Gautsdal, sem tengja mun byggðir í Strandasýslu og Reykhólahreppi. Sú leið mun stytta vegalengdina inn á þjóðveg eitt um rúma 40 km og reynast gríðarleg samgöngubót. Þá stendur út af að ljúka umfangsmiklum framkvæmdum á Vestfjarðavegi, milli Flókalundar og Bjarkalundar, ásamt því að tengja suður- og norðursvæði Vestfjarða með heilsársvegi. Þá verður kominn hringvegur um Vestfirði sem ekki einungis mun reynast mesta samgöngubót í sögu Vestfirðinga heldur munu allir landsmenn njóta þess að eiga betra aðgengi að þessum fallega landshluta, jafnt sumar sem vetur.

Birna Lárusdóttir.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli