Frétt

| 06.11.2001 | 09:59Bætir stöðu bæjarsjóðs geysilega mikið

Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.
Bolungarvíkurkaupstaður fær tæpar 340 milljónir króna fyrir 7,36% hlut sinn í Orkubúi Vestfjarða. Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri fyrir hönd bæjarstjórnar undirritaði sl. fimmtudag ásamt fulltrúum ríkisvaldsins samning um sölu eignarhlutarins til ríkisins. „Frá því að sú hugmynd kom upp að selja hluti sveitarfélaganna í Orkubúi Vestfjarða, þá höfum við ávallt sett það skilyrði að þessu máli verði ekki blandað saman við vanda félagslega íbúðakerfisins. Um þetta var búið að þrefa í marga mánuði áður en samkomulag náðist“, segir Ólafur.
„Vegna stöðu bæjarsjóðs, sem var ekki mjög sterk, áttum við að samkvæmt kröfu frá Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitarfélaga að greiða niður 134 milljónir króna. Þegar að við fórum yfir málin töldum við skynsamlegt að greiða niður skuldir bæjarsjóðs um 150 milljónir og um það er orðið fullt samkomulag. Við erum búnir að setja fram nákvæma skrá um þær skuldir sem að við ætlum að greiða niður. Við munum greiða inn hjá Íbúðalánasjóði 12 milljónir sem taldar voru vanskil hjá Bolungarvíkurkaupstað.

Ég vil hins vegar ekki kalla það vanskil, heldur vorum við ekki látnir vita af tveimur íbúðum sem Húsnæðisstofnun ríkisins hafði gengið frá sölu á. Þar er verið að þrátta um vexti, þannig að ég get ekki kallað þetta vanskil, heldur er hér um að ræða mál sem bæjarsjóður og Íbúðalánasjóður eru að gera upp sín á milli og ég á von á því að þessi tala lækki eitthvað. Síðan var ákveðið að setja inn á sérstakan reikning tæplega 62 milljónir sem við mundum njóta vaxta af. Ef síðan yrði ekki búið að leysa vanda íbúðalánakerfisins fyrir árslok 2002, þá gætum við, ef við vildum, óskað eftir umræðu um breytingu á þessu samkomulagi þannig að þessir peningar yrðu þá til ráðstöfunar fyrir sveitarfélagið vegna félagslega íbúðakerfisins.“

Samt verða eftir peningar sem verða að teljast verulega miklir á mælikvarða bæjarfélags á stærð við Bolungarvík. „Já, og við munum að sjálfsögðu reyna að fá sem mesta ávöxtun á þeim fjármunum“, segir Ólafur. „Það er ekki viturlegt að greiða niður öll lán bæjarsjóðs. Þannig höfum við náð mjög hagstæðu vaxtastigi eða aðeins 4,2% vöxtum í Lánasjóði sveitarfélaga. Í stað þess að greiða upp slík lán munum við reyna að ná góðri ávöxtun á því fé sem við höfum til umráða eftir söluna á hlutnum í Orkubúinu. Ég vona að það verði ávaxtað hér heima í héraði með sömu ávöxtun og annars staðar næst og um það held ég að sé fullt samkomulag. Þetta bætir stöðu bæjarsjóðs geysilega mikið og við sleppum við miklar vaxtagreiðslur. Það sem áður hefur farið í vaxtagreiðslur er þá hægt að nýta til fjárfestinga, þannig að næsta bæjarstjórn kemur að afskaplega góðu búi. Segja má, að með þessu séum við næstum því að gera bæjarsjóð skuldlausan.“

Ólafur Kristjánsson viðurkennir að salan á eignarhlut Bolvíkinga í Orkubúi Vestfjarða sé einnig viðkvæmt mál. „Já, það er alveg hárrétt. En ég hygg að á döfinni séu svo miklar breytingar á Orkulögum og skipan orkugeirans á landinu, að fyllsta ástæða hafi verið orðin til þess að breyta Orkubúi Vestfjarða í hlutafélag. Fyrirtækinu hefur tekist afskaplega vel að byggja upp góða þjónustu og öryggi og starfsmenn fyrirtækisins hér hafa þekkingu á öllu sem rekstrinum viðkemur. Ef ríkisvaldið vill styrkja byggð á Vestfjörðum og stuðla að sóknartækifærum, að tel ég að nýta eigi starfsmenn Orkubúsins, reynslu þeirra og þekkingu til þess að efla starfsemina. Við eigum að útvíkka þjónustuna og það er ekkert fráleitt að hugsa sér að Orkubú Vestfjarða þjóni jafnvel hinu nýja Norðvesturkjördæmi“, segir Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli