Frétt

mbl.is | 28.10.2005 | 17:06Ritstjórar DV dæmdir fyrir meiðyrði

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mikael Torfason, ritstjóra DV, og Illuga Jökulsson, fyrrum ritstjóra, í 50 þúsund króna sekt hvorn fyrir meiðyrði en ummæli sem birtust á forsíðu blaðsins um tiltekinn mann þóttu meiðandi. Þá voru ritstjórarnir dæmdir til að greiða manninum 200 þúsund krónur í miskabætur.

Ásmundur Gunnlaugsson, jógakennari, höfðaði málið gegn þáverandi ritstjórum DV og gegn 354 - prentmiðlum ehf. fyrir ummæli, sem birtust á forsíðu DV og inni í blaðinu 8. október á síðasta ári. Fram kom í stefnu, að þennan dag hafi verið stór mynd af Ásmundi á forsíðu DV og við hlið myndarinnar var skrifað með stóru letri: „Jógakennari trylltist hjá sýslumanni“. Þar fyrir neðan stóð sem fyrirsögn með mun minna letri: „Leiddur út í lögreglufylgd“. Síðan sagði orðrétt: „Ásmundur Gunnlaugsson sérhæfir sig í að kenna fólki aðferðir jóga til að vinna á streitu og kvíða. Jógakennarinn missti stjórn á sér fyrir skemmstu hjá Sýslumanninum í Kópavogi og var fjarlægður af lögreglu. Hann segir vont að búa í Kópavogi. Nánar var fjallað um þetta inni í blaðinu og kom fram við meðferð málsins, að Ásmundur taldi þá frétt að mestu rétta. Fram kom að tiltekinn blaðamaður skrifaði þá frétt og las hana fyrir Ásmund en Mikael Torfason sagðist hafa skrifað textann á forsíðunni og brotið hana um.

Í niðurstöðu dómsins segir m.a., að Ásmundur hafi samþykkt að DV fjallaði um viðskipti sín við embætti sýslumanns í Kópavogi. Þó að blaðið hafi ekki farið að óskum eða hugmyndum hans um efnistök geti birting fréttarinnar þegar af þeirri ástæðu ekki falið í sér brot gegn almennum hegningarlögum.

Þá segir dómurinn, að samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar sé heimilt að setja tjáningarfrelsi skorður til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra. Ákvæði 234. – 237. gr. almennra hegningarlaga séu lögbundnar takmarkanir á tjáningarfrelsi í samræmi við þessa heimild. Ákvæðin gildi um starfsmenn fjölmiðla eins og aðra.

Engin sönnunarfærsla hafi farið fram um þau atvik sem séu tilefni umræddrar frásagnar. Fyrir dómi hafi ekki komið fram annað en frásögn stefnanda í aðilaskýrslu. Verði að byggja á að hún sé rétt. Styðjist hún einnig við þá staðreynd að ekki var skrifuð lögregluskýrsla.

Þá segir dómurinn, að fyrsta, önnur og fjórða setningin sem tilgreindar eru í stefnu séu nokkuð ýktar frásagnir af atvikum. Notkun sagnarinnar að tryllast og orðanna leiddur í lögreglufylgd gefi til kynna að meira hafi gengið á en í raun var. Þessar setningar feli þó ekki í sér meiðyrði, aðdróttun eða brigsl þannig að varði við áðurgreind ákvæði almennra hegningarlaga.

Sú fullyrðing sem komi fram í þriðju setningunni, sem tilgreind er í stefnu, um að stefnandi hafi misst stjórn á sér og verið fjarlægður af lögreglu, sé hins vegar bersýnilega röng. Um þá fullyrðingu að stefnandi hafi misst stjórn á sér verði að segja að þó atvik séu þar ýkt felist ekki í orðunum meiðyrði, aðdróttun eða brigsl. Í síðari hluta setningarinnar sé fullyrt að lögregla hafi beitt stefnanda valdi. Í þessu felist aðdróttun sem varði við 235. gr. almennra hegningarlaga. Segir dómurinn að samkvæmt 1. mgr. 241. gr. almennra hegningarlaga verði orðin „var fjarlægður af lögreglu“ dæmd ómerk.

Þá segir dómurinn, að þessi ummæli komi fram á forsíðu blaðsins og höfundar er ekki getið. Samkvæmt dómvenju beri ritstjórar blaðsins einir ábyrgð á efni þess. Verði útgefandinn, 365 – prentmiðlar, því sýknaður en ábyrgðin felld á ritstjórana en kröfur séu í stefnu reistar á ábyrgð þeirra sem ritstjóra en ekki á því að þeir hafi viðhaft ummælin sjálfir. Gildi þetta jafnt um þá báða, þó að fram sé komið að Mikael hafi skrifað umræddan texta.

bb.is | 28.10.16 | 11:48 Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með frétt Ísafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:01Ævintýra- og hugsjónakonan Kristín gefur út bók

Mynd með fréttBolvíkingurinn Kristín Grímsdóttir er ævintýrakona mikil sem fylgir hjarta sínu hvert sem það kann að leiða hana, líkt og sannaðist í beru verki fyrir fjórum árum. Hún var þá í góðu starfi fyrir einkarekinn háskóla í Stokkhólmi, en fékk þá flugu ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli