Frétt

bb.is | 29.10.2005 | 12:53Óviðunandi samgöngur meðal veikleika atvinnulífs Ísafjarðarbæjar

Óviðundi samgöngur eru meðal veikleika atvinnulífsins í Ísafjarðarbæ.
Óviðundi samgöngur eru meðal veikleika atvinnulífsins í Ísafjarðarbæ.
Smæð atvinnumarkaðar, almennt lægri laun en á höfuðborgarsvæðinu og óviðunandi samgöngur til höfuðborgarsvæðisins eru meðal helstu veikleika atvinnulífs Ísafjarðarbæjar. Þetta kom fram þegar staða atvinnulífs sveitarfélagins var greind með svokallaðri SVÓT aðferðarfræði (styrkleikar, veikleikar, ógnanir og tækifæri) við vinnu stefnumótunar í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar í ár. Aðrir veikleikar atvinnulífsins reyndust vera óviðunandi samgöngur til Vestur-Barðastrandasýslu. Lágt menntunarstig á Vestfjörðum. Fjarlægðin frá höfuðborginni og stjórnkerfinu. Hár flutningakostnaður. Fiskafli hefur dregist saman á Vestfjörðum undanfarin ár og verulegur samdráttur hefur verið á heildarkvóta margra nytjastofna.

Styrkleikar atvinnulífs sveitarfélagsins reyndust hins vegar vera áralöng hefð og þekking á útgerð og fiskvinnslu, þjónustu og stoðgreinum tengdum sjávarútvegi. Samfélagið er fjölskylduvænt með góðum leikskólum, grunnskólum, menntaskóla og heilbrigðri unglingamenningu. Þjónustustigið í samfélaginu er hátt og fjölbreytni í verslun. Íþróttastarf, menningar- og listalíf er öflugt. Jákvæð ímynd í tengslum við fjölmenningarlegt samfélag. Gott aðgengi að náttúruauðlindum og hagkvæmt er að búa í Ísafjarðarbæ miðað við höfuðborgarsvæðið.

Helstu ógnanir atvinnulífsins voru brottflutningur fólks úr dreifbýli í þéttbýli. Óhagstæð aldursamsetning. Neikvæð ímynd landsmanna af svæðinu. Undirstöðuatvinnugreinin er háð ytri aðstæðum svo sem sveiflum í fiskistofnum, óstöðugleika í veðurfari, gengi krónunnar, markaðsástandi og fiskveiðistjórnunarkerfi. Óviðunandi landsamgöngur draga úr möguleikum ferðaþjónustu og skekkja samkeppnisaðstöðu fyrirtækja á svæðinu.

Tækifærin liggja hins vegar í að efla samstarf innan sjávarútvegsins varðandi ýmis viðfangsefni eins og nýtingu aukaafurða. Jákvæðri kynningu og markaðssetningu svæðisins. Auka nýtingu á möguleikum tölvu- og upplýsingatækni til flutnings opinberra starfa og starfa hjá einkafyrirtækjum til Ísafjarðarbæjar. Markaðssetning á lausu atvinnuhúsnæði. Auka samvinnu og samstarf sveitarfélaga á Vestfjörðum. Fjölga opinberum störfum og verkefnum. Húsnæðiskostnaður er lægri en víða annars staðar og nálægð er við fallega og sérstæða náttúru sem skapar fjölda tækifæra fyrir ferðaþjónustu.

Þetta kemur fram í skýrslu stefnumótunar í atvinnumálum Ísafjarðarbæjar árin 2005-2010. Vinna við endurskoðun fyrri stefnumótunar hófst síðastliðið vor. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða stýrði verkinu fyrir hönd atvinnumálanefndar Ísafjarðarbæjar.

thelma@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 10:56 Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með frétt Veður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli