Frétt

Stakkur 43. tbl. 2005 | 26.10.2005 | 10:3526. október 1995 – 26. október 2005

Í dag eru liðin 10 ár frá því snjóflóðið féll á Flateyri. Afleiðingar þess mást ekki úr hugum okkar. Lítið þorp var slegið köldum hrammi íslenskrar náttúru. Engin orð fá lýst reynslu þeirra sem hlutu þau örlög að verða fyrir snjóflóðinu. Þorpið missti 20 líf í sviphendingu. Eftir stóðu þeir sem lifðu með sorg og söknuð í hjarta og margur hefur spurt hvers vegna? Aðeins níu mánuðum og tíu dögum fyrr hafði Súðvík orðið fyrir barðinu á snjóflóði. Þar féllu 14 manns. Hvorki Vestfirðingar né þjóðin höfðu jafnað sig á þeim hörmungum. En því miður höfum við verið rækilega minnt á það að náttúran gerir ekki mun þjóða þegar hún sýnir kraft sinn.

Lítum yfir farinn veg. Á 18 mánuðum og 21 degi höfðu fallið þrjú mannskæð snjóflóð í Ísafjarðarsýslum. Hið fyrsta 5. apríl 1994 er svipti burt 40 af 42 sumarhúsum í Tungudal í Skutulsfirði og einu lífi. Hin tvö eru nefnd. Alls fórust 35 manns í þessum flóðum og einn til viðbótar í Reykhólasveit í janúar 1995. Menn standa agndofa, ekki síst vegna þess að flóðin féllu þegar fólk er alla jafna í svefni á þeim stað þar sem það vill njóta öryggis, á heimili sínu.

Björgunarstörf voru unnin við afar erfiðar aðstæður og mæddi fyrst og fremst á heimamönnum, sem voru eðli málsins slegnir vegna þess er gerst hafði. Margar sögur hafa verið rifjaðar upp af hetjum sem lögðu sig í hættu við björgun. Þess þáttar er vert að gera betri skil síðar. Nokkur útsjónarsemi var sýnd við að koma utan að komandi hjálp á vettvang.

Síðar hófst uppbygging og þar var ólíku saman að jafna í Súðavík og Flateyri. Á fyrri staðnum var byggt nýtt þorp. Á Flateyri var farin sú leið að verja byggð með stóru virki, sem hefur sannað gildi sitt. Fyrir vikið varð hreinsun ekki lokið með sama hætti og minningin um hörmungarnar var fyrir augum þeirra sem héldu tryggð við þorpið sitt.

Við höfum lært, en höfum við lært nóg? Skrifað hefur verið um áhrifin á íbúa Flateyrar. Það gerði Ásthildur Elva Bernharðsdóttir úr Önundarfirði í meistaraprófsritgerð sinni. En við höfum ekki rætt og ritað nóg um þessa atburði til þess að skila reynslunni til framtíðar. Fjömiðlar hafa vissulega gert atburðum mikil skil, en hvergi nærri nóg. Sagan er til þess að læra af. Ísland er ekki eyland í þeim skilningi að þola hamfarir náttúrunnar. Við skulum hugsa til þeirra sem létu lífið í snjóflóðunum og heiðra minningu þeirra og aðstandendur þeirra og þá sem björguðust með því að halda vöku okkar. Við skulum líka minnast þeirra sem nú eiga um sárt að binda úti í heimi.

Geymum minninguna, gleymum ekki því sem læra má og skoðum liðna atburði af raunsæi og skilgreinum hvernig við verjumst til framtíðar. Aldrei er nóg að gert.

bb.is | 27.10.16 | 16:51 Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með frétt Sjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli