Frétt

| 01.11.2001 | 13:39Erum VIÐ með í þessum leik?

Ég hrökk ónotalega við í gærkvöld þegar ég horfði á Kastljósið í Sjónvarpinu. Það var verið að tala um árásirnar á Afganistan, og báðir stjórnendurnir spurðu viðmælendur sína, hvort „VIГ ættum að halda þeim áfram eða ekki. Það er kannski bara misskilningur, en ég vissi ekki að VIÐ, það er íslenska þjóðin, stæðum að stríðsaðgerðum gegn almenningi í Afganistan.
Ég hef hingað til ekki tekið alvarlega þetta mal í utanríkisráðherranum, þegar hann talar eins og hann og Bush séu saman í hinum og þessum aðgerðum í Kosovo, Bosníu og nú síðast Afganistan. Ég hélt í minni heimsku að hann hefði bara ofmetnast af öllum þessum fundum með fína fólkinu í útlöndum og væri þess vegna farinn að tala eins og þeir. Og búinn að gleyma að hann væri bara lítill ráðherra fyrir enn minna land og örsmáa þjóð lengst norður í hafi. Ég hef líka tekið það sem svona heldur hvimleiða stórmennskuóra og mikilmennskulæti þegar Davíð Oddsson hefur verið að belgja sig út af Afganistan og gefa stórveldunum góð ráð í baráttu hefndarverkamanna gegn hermdarverkamönnum. En þetta er sennileg allt saman bara mín eigin heimska. Að halda að leiðtogar vestrænna ríkja hlusti ekki á utanríkisráðherra Íslands, ég tala nú ekki um sjálfan forsætisráðherrann, áður en þeir taka stórar ákvarðanir sem varða framtíð okkar heimshluta. Það er auðvitað ekkert annað en hreinn útúrboruháttur og tilheyrir ábyggilega öldinni sem leið, ef ekki þeirri eldri. Nú erum við Íslendingar stórir karlar, gefum góð ráð á báða bóga, og erum semsagt, eftir því sem þau þarna í Kastljósinu segja farin að bombardera ókunnugt fólk lengst suður í Afganistan. Og spurningin er semsagt nú, hvort við eigum að halda því áfram eða ekki?

Þó ég nú klóri mér í hausnum og reyni að rifja það upp, þá er mér ómögulegt að muna, hvenær ríkisstjórn Íslands fékk það umboð frá mér, eða okkur hinum, til að verða þátttakandi í einhverju stríði við fólk eða land austur í Asíu. Vorum við einhverntímann spurð um það? Ég man nú alltíeinu, að við erum jú í hernaðarbandalagi sem heitir NATO eða Atlantshafsbandalagið, og það má vel vera að það standi fyrir þessum hernaðaraðgerðum þarna suðurfrá. Hinsvegar rifjast það líka upp fyrir mér, að þegar við gengum í það bandalag var því lýst yfir, af ríkisstjórn Íslands sem þá var að Íslendingar myndu aldrei fara með vopnum að annarri þjóð, þrátt fyrir Atlantshafssamninginn. Þetta var umtalað á sínum tíma, en forystumenn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Stefán Jóhann Stefánsson og aðrir sem þá komu fram fyrir okkar hönd, tóku af allan vafa um þetta bæði í ræðu og riti á sínum tíma. Hvenær breyttist þessi afstaða ríkisstjórnar Íslands? Þetta hefur bara alveg farið framhjá mér. Vorum „VIГ einhverntímann spurð?

Nú verður mér hugsað til annarra átaka sem átt hafa sér stað í Austurlöndum nær síðustu árin, og reyni að rifja upp hver afstaða íslensku ríkisstjórnarinnar hafi verið til þeirra. Og hvort okkar menn hafi þá ekki beitt sér eitthvað í málum, úr því þeir eru orðnir svona miklir menn í útlöndum. Í Írak hefur staðið viðskiptabann, eftir stríð sem þar var háð. Þessu banni er framfylgt af Bandaríkjunum í umboði Sameinuðu þjóðanna. Sagt er að vegna þessa banns hafi tugþúsundir þarlendra barna, gamalmenna og sjúklinga þjáðst og dáið vegna þessa viðskiptabanns. Markmiðið með því var að koma stjórnvöldum í Írak frá völdum, en eftir næstum áratug, hefur engin breyting orðið á stjórnaháttum þar. Þvert á móti hefur sú einræðisstjórn sem þar ríkir, náð að styrkja stöðu sína, vegna þeirra hörmunga sem aðrir hafa leitt yfir þjóðina. Nú er spurningin hvort „VIГ séum kannski líka með í þessu voðaverki? Ég bara get ekki munað hvort þeir Halldór og Davið hafi eitthvað minnst á það?

Í öðru landi, ekki langt frá, býr þjóð sem heitir Palestínumenn. Þeir hafa búið við hernám annars ríkis, Ísraels, frá því að stríð var háð þar árið 1967. Alla tíð síðan hefur palestínska þjóðin lifað í flóttamannabúðum og á herteknum svæðum. Síðasta áratug hafa samningaviðræður leitt til þess að rætt er um að þessi þjóð fái sín heimastjórnarsvæði og sjálfstæði yfir þeim. Norðmenn hafa verið fremstir í flokki þeirra sem miðlað hafa málum milli þessara þjóða, Palestínumanna og Ísraelsmanna. Hvar hafa okkar menn staðið í þeim málum? Nú eru það Bandaríkin sem halda uppi hernaðarmætti Ísraels, með gríðarlegum stuðningi, bæði hernaðarlegum og efnahagslegum. Því má segja að Bandaríkjastjórn geti, ef vilji væ

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli