Frétt

bb.is | 24.10.2005 | 13:27Stolinni bifreið ekið til Bolungarvíkur

Lögreglumenn á Ísafirði og í Bolungarvík unnu í sameiningu að því að finna stolna bifreið. Mynd: Jón Þ. Einarsson.
Lögreglumenn á Ísafirði og í Bolungarvík unnu í sameiningu að því að finna stolna bifreið. Mynd: Jón Þ. Einarsson.
Bifreið var tekin ófrjálsri hendi af bílastæði við heimahús á Ísafirði á laugardag. Bifreiðin var skilin eftir ólæst og með lykla í kveikjulási. Með samvinnu lögreglunnar á Ísafirði og lögreglunnar í Bolungarvík fannst bíllinn mannlaus á bílastæði í Bolungarvík um einni klukkustund eftir að tilkynning um þjófnaðinn barst. Um er að ræða rauða bifreið af tegundinni Mitsubishi Space Wagon. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni og óskar hún eftir upplýsingum um þjófnaðinn búi einhver yfir vitneskju um málið. Bifreiðaeigendur eru minntir á að ganga tryggilega frá bílum sínum. Þá var einn maður látinn gista fangageymslu lögreglunnar um nýliðna helgi á aðfararnótt sunnudags. Hann hafði orðið ölóður á vínveitingastað í Ísafjarðar og var látinn sofa úr sér áfengisvímuna.

Lögreglumenn vísuðu tveimur ungmennum, 16 og 17 ára, út af vínveitingastað á Ísafirði aðfararnótt laugardags. Öllum ætti að vera kunnugt um að þeim sem ekki hafa náð 18 ára aldri er óheimil dvöl inni á vínveitingastað eftir kl. 20. Viðkomandi veitingamönnum var gert viðvart og málið er til frekari skoðunar hjá lögreglu og lögreglustjóra.

Í liðinni viku hafði lögreglan afskipti af nokkrum ungmennum vegna brota á útivistarreglum. Foreldrar eru hvattir til að framfylgja þessum reglum. Öllum foreldrum er velkomið að fá ísskápasegla með reglunum afhenta hjá lögreglunni án endurgjalds í boði Vá-Vesthópsins.

Í vikunni var tilkynnt um þrjú umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði. Engin slys urðu á fólki í þessum óhöppum og tjón á ökutækjum var ekki mikið.

thelma@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli