Frétt

| 31.10.2001 | 15:07Samgönguþing FV

Í síðustu viku var haldið aukaþing Fjórðungssambands Vestfirðinga á Ísafirði. Eitt efni var til umræðu og afgreiðslu, samgöngumál, og flutti umdæmisverkfræðingur Vegagerðarinnar, Gísli Eiríksson, yfirgripsmikið erindi um stöðu og framtíðarsýn í vegamálum á Vestfjörðum. Margt er óunnið varðandi uppbyggingu vegakerfisins á Vestfjörðum, enda landslag stórbrotið og ekki hentugt til vegagerðar, fjöll, firðir, ár, dalir og hálendi mikið. Ýmsir kostir eru í augsýn og eru sumir forvitnilegir.

Að sögn Ólafs Kristjánssonar formanns Fjórðungssambands Vestfirðinga ríkti mikill samhugur með sveitarstjórnarmönnum er sóttu þingið. Það varð niðurstaða aukaþingsins að áfram yrði unnið í anda þeirrar stefnu, sem kom fram í áliti starfshóps Fjórðungssambands Vestfirðinga í vegamálum fjórðungsins, en það var lagt fram á 42. Fjórðungsþingi Vestfirðinga 29. og 30. ágúst 1997.

Fram kom í BB í síðustu viku að þingfulltrúar hefðu tillögur Jónasar Guðmundssonar sýslumanns í Bolungarvík um framtíðarveg yfir Tröllatunguheiði eða Arnkötludal, eins og hann hefur verið nefndur, í veganesti. Ekkert mun hafa verið samþykkt um þennan veg á aukaþinginu. Í fréttum hefur ekki komið fram hverjar áherslur fulltrúa einstakra sveitarfélaga voru, en ljóst má vera að þar hlýtur menn að greina á eftir þörfum og hagsmunum. Nokkurn veginn er vitað að fulltrúar litlu hreppanna sunnan Hólmavíkur hafa aðra áherslu en Hólmvíkingar, sem munu vera eindregnir stuðningsmenn vegar yfir Tröllatunguheiði. Vetrarfær vegur um hana styttir leiðina til Reykjavíkur um nálægt 42 kílómetra. Það er mikil samgöngubót Hólmvíkingum og þeim sem aka Djúpveg til suðurs, þangað sem allra leiðir liggja.

Vitað er að rannsóknir á vegstæði um Arnkötludal liggja ekki fyrir og því er of snemmt að taka ákvarðanir. Á hinn bóginn eru hefjast framkvæmdir í Ísafjarðardjúpi og á Vestfjarðavegi milli Bjarkalundar og Flókalundar í samræmi við útboð. Þau verk hefjast að vori. Vetrarfær vegur um Klettsháls verður einhver besta samgöngubót fyrir Barðstrendinga til höfuðborgarinnar. Þó benda sumir á að lagfæra verði veg um Ódrjúgsháls og Gufufjörð, Djúpafjörð og Kollafjörð svo vegurinn megi teljast fullnægjandi. Jarðgangagerð hlýtur að hafa borið á góma á þinginu, þótt vitað sé að pólitískt samkomulag liggi fyrir um að næst verði borað á Austurlandi og síðan á Norðurlandi. Við því er að búast að nokkur bið verði á jarðgangagerð á Vestfjörðum. Þó er eitt brýnasta verkefnið framundan að tengja norðursvæði Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík og Súðavík annars vegar og Vesturbyggð hins vegar, þannig að fýsilegt verði að fara á milli, einkum að vetrarlagi. Til þess að svo verði er nauðsyn jarðganga milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar.

Mikilvægast alls er þó að sýna þá nauðsynlegu þolinmæði, sem ávallt verður samfara langtímamarkmiðum, og keppa þó fast að markinu. Ef Vestfirðingar ná ekki saman um sameiningu sveitarfélaga og samþjöppun stjórnsýslu hins opinbera duga engir vegir til. Fólki mun fækka þar til það sér hag sinn af búsetu á Vestfjörðum.


bb.is | 28.10.16 | 16:59 Axl Rose er framsóknarmaður

Mynd með frétt Hljómplatan Appetite for Destruction með amerísku rokksveitinni Guns'n Roses er án vafa ein áhrifamesta plata allra tíma. Platan kom út þann 21. júlí 1987 og fagnar því 30 ára afmæli á næsta ári og hefur selst í ríflega 30 milljónum eintaka ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 15:50Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með fréttÁ morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli