Frétt

| 31.10.2001 | 15:02Hali ehf., Ísafjarðarbæ, meðal tíu hæstu gjaldenda í hópi lögaðila á Vestfjörðum

Í meira en tvö ár hefur Dóra BA 24 frá Tálknafirði, sem Hali ehf. í Ísafjarðarbæ gerir út, legið bundin við bryggju í Ólafsvík án þess að farið hafi verið til veiða á bátnum. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef bátnum hefði ekki verið úthlutað rúmlega 332 þorskígildistonnum fyrir fiskveiðiárið 2000/01 og að engar landanir eru skráðar á bátinn frá því tímabili samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu.
Frá þessu var greint í blaðinu Skessuhorni fyrir skömmu en textinn hér á BB-vefnum er fenginn af fréttavefnum InterSeafood.com 18. október sl. Fyrirsögnin á þeirri frétt var Dóra BA 24 gerir það gott í innilegunni í Ólafsvík. Þar segir að sömu heimildir sýni að aflatilfærslur frá bátnum hafi verið umtalsverðar á síðasta ári og mest hafi farið til Kvótaþings. Hjá Fiskistofu fást einnig þær upplýsingar að fyrir nýhafið fiskveiðiár hafi Dóra BA fengið úthlutað 303 þorskígildistonnum. Frá upphafi fiskveiðiársins hefur útgerðarmaður bátsins átt viðskipti með kvóta við fimm mismunandi skip og nú þegar er búið að færa um 151,5 þíg. tonn yfir á þau.

Til þess að halda óskiptum hlut aflaheimilda fyrir næsta fiskveiðiár verður Dóra BA hins vegar á þessu ári að uppfylla 50 prósent regluna svokölluðu, sem kveður á um að veiða verði a.m.k. 50 prósent af úthlutum afla annað hvert ár. Samkvæmt því verður báturinn að veiða sem svarar til rúmlega 150 þíg. tonna fyrir 31. ágúst nk. (Frá Daníel V. Ólafssyni, Vesturlandi).

Samkvæmt upplýsingum frá Skattstofu Vestfjarðaumdæmis, þar sem fram koma hæstu greiðendur í hópi lögaðila 2001, sbr. næstu frétt hér á undan, er Hali ehf. Ísafjarðarbæ til heimilis að Vesturbrún 26 í Reykjavík. Í Þjóðskránni eru þar, auk einnar fjölskyldu, skráð fjögur félög: Hali hf. (ekki ehf. eins og segir í fréttinni hér að ofan og samkvæmt skránni frá Skattstofunni yfir hæstu gjaldendur), Dindill ehf., Mál ehf. og Víðir ehf.

Húsráðendur að Vesturbrún 26 eru Árni B. Erlingsson og Auður Einarsdóttir, systir Ágústs Einarssonar prófessors og fv. alþingismanns. Þau eru meðal barna Einars heitins ríka Sigurðssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum og síðar að Bárugötu 2 í Reykjavík. Hús þeirra Árna og Auðar við Skerjafjörð komst í fréttir ekki alls fyrir löngu, þegar ákveðið var að rífa það til grunna vegna ósamkomulags við arkitektinn og byggja annað hús í staðinn. Húseignin að Bárugötu 2 var einnig í fréttum nýlega vegna riftunar á kaupsamningi, en Samtök um kvennaathvarf höfðu fest kaup á því húsi.

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli