Frétt

| 31.10.2001 | 09:44Milljón á fermetra

Nýtt sendiráð Íslands í Japan kostar um 770 milljónir króna með breytingum sem gerðar hafa verið á húsinu frá því það var keypt fyrir 13 mánuðum. Sendiráðið var opnað 25. október og þar starfa þrír Íslendingar auk tveggja heimamanna. Rekstrarkostnaður á næsta ári er áætlaður 97,4 milljónir króna, en 12 milljónir af þeirri upphæð eru vegna einnar milljóna króna mánaðarleigu um 130 fermetra blokkaríbúð fyrir sendiráðunaut. Eins og sést er húsnæðiskostnaður í Tokýó yfirgengilegur á íslenskan mælikvarða. Visir.is greindi frá.
Pétur Ásgeirsson, rekstrarstjóri hjá utanríkisráðuneytinu, segir að eftir vandlega íhugun hafi verið afráðið að kaupa fremur húsnæði í Tokýó en leigja.

"Það varð fljótt ljóst að leiga væri svo há að hún væri verri kostur en að kaupa. Það var líka ákveðið að kaupa frekar vegna þess hversu það þótti vera tiltölulega lágt verð á japanska fasteignamarkaðnum á þessum tíma. Því til staðfestingar er talið að verð hafi hækkað um 20 prósent frá því að við keyptum," segir Pétur.

Sendiráðsbyggingin er á fjórum hæðum og er hver hæð um 200 fermetrar og húsið í heild því nær 800 fermetrar. Efst er íbúð sendiherrans, þar fyrir neðan er sérstök móttökuhæð, þá skrifstofuhæð með sjálfu sendiráðinu og í hálfniðurgröfnum kjallara eru geymslur og íbúð ritara. Þegar húsið var keypt fyrir um 540 milljónir króna voru í því skrifstofur og var lagt út í viðamikla endurgerð á öllu innviðum hússins og mun kostnaður vegna hennar vera nálægt 230 milljónir að sögn Péturs. Samtals hefur húsið kostað 770 milljónir króna eða 30 milljónum minna en upphaflega var áætlað. Hannes Heimisson, upplýsingafulltrúi utanríksráðuneytisins, segir sendiráðinu í Japan m.a. ætlað að styrkja efnahagsleg, menningarleg og stjórnmálaleg samskipti við Japan.

"Þau hafa verið góð en tilgangur sendiráðsins er að gera þau enn betri," segir Hannes og bendir á að ekki aðeins sé Ísland að opna sendiráð í Tókýó heldur sé Japan sömuleiðis að opna sendiráð í Reykjavík. Meðal þess sem Hannes nefnir sérstaklega sem hlutverk sendiráðsins er að kynna Ísland sem álitlegan fjárfestingarkost og sem ferðamannaland. "Við fáum afskaplega fáa japanska ferðamenn til Íslands og það er eitt af hlutverkum sendiráðsins að reyna að fjölga þeim," segir Hannes.

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli