Frétt

| 31.10.2001 | 08:56Umhverfisvæn sorpförgun ásamt nýtingu varmaorku og fjölbreyttri þjónustu

Sorpbrennslureykur á Patreksfirði. Mynd: Tíðis, Patreksfirði.
Sorpbrennslureykur á Patreksfirði. Mynd: Tíðis, Patreksfirði.
„Ég get ekki gefið bein svör um það af hverju meirihlutinn er klofinn í þessu. Við gengum sannarlega að þessu öllu sameinaðir með 9 atkvæðum greiddum, allir samhljóða“, segir Ólafur B. Baldursson, bæjarfulltrúi í Vesturbyggð um þær hugmyndir innan meirihlutans um endurskoðun eða riftun samnings við Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf. sem hér hefur áður verið greint frá. „Það er ekki hægt að miða við sorpgjöld í t.d. Reykjavík og þau er við höfum hér. Í Reykjavík er einstaklingurinn einungis að greiða fyrir það að sorptunnan sé tæmd.
En hjá okkur er allt í pakkanum. Það þarf ekki að borga sérstaklega fyrir það, t.d. að koma með sófa, bíl, steypu o.fl. Það er falið inni í gjaldinu. Í Reykjavík þarf að greiða sérstaklega fyrir það“, segir Ólafur í samtali við fréttavefinn Tíðis á Patreksfirði.

„Það er bannað að brenna sorpi við opinn eld í dag, eins og við erum nú að gera, einnig eru hertar reglur með það hvað má urða. Vesturbyggð hefur verið lengi á undanþágu vegna sorpmála hér á Patreksfirði, vegna urðunar og brennslu. Kröfurnar eru aðrar í dag en voru áður“, segir Ólafur, en hann var í undirbúningshópi, sem var skipaður í byrjun ársins 1998, um sorphirðu og sorpeyðingu í Vesturbyggð. Með honum störfuðu aðrir bæjarstjórnarmenn, auk starfsmanns úr áhaldahúsi Vesturbyggðar. „Þessum hópi var þá falið að koma þessu verkefni af stað. Til grundvallar í upphafi höfðum við hugmyndir frá Friðfinni Einarssyni sem nú er framkvæmdastjóri Umhverfistækni Vesturbyggðar ehf.“, segir Ólafur.

Er undirbúningshópurinn hóf störf var farið í greiningu á kostum og göllum á urðun og brennslu á sorpi. Vænlegasti kosturinn þykir að brenna sorpi við vægan hita í sérstakri sorpeyðingarstöð en við það myndast engin mengun. „Þarna ertu komin með sorpeyðingu sem er viðurkennd sem umhverfisvæn eyðing á sorpi, þar er verið að endurnýta sorpið með því að taka úr því varmaorku. Þetta er mengunarlaus kostur og víðtækur í bæjarfélaginu“, segir Ólafur.

Þjónustan sem fyrirtækið mun veita er töluverð. Strax í upphafi verður keyptur sorpbíll, sem mun vera lokaður við að hirða húsasorp frá íbúum og verða fólki útvegaðar nýjar sorptunnur. Tekið verður sorp frá öllum fyrirtækjum á staðnum, en fyrirtækin hafa nánast séð um það sjálf fram að þessu. Gámar verða settir um sveitirnar, á þéttbýlisstöðum og við sumarbústaðasvæðin. Öll spilliefni verða tekin og baggaplast og almenn sorphirðing verður af öllu svæðinu. Einnig verður unnið með jarðúrgang og hann gerður endurvinnanlegur.

„Gamli urðunarstaðurinn er orðinn fullur, auk þess er hann í gili, sem vatn rennur í gegnum. Við eigum einnig eftir mjög stóran þátt sem er uppsafnaður, en það er brotajárn. Hvorki okkur né öðrum líðst það að urða brotajárn. Einnig erum við ekki með neina spilliefnamóttöku“, segir Ólafur B. Baldursson.

Meira um þetta mál á Patreksfjarðarvefnum.

BB 24.10.2001
» Óskað endurskoðunar eða riftunar ...

BB 26.06.2000
» Vesturbyggð í fararbroddi

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli