Frétt

| 30.10.2001 | 09:32Traustur vinur krónunnar

Smátt og smátt eru fleiri málsmetandi aðilar að opna munninn um alvarlega stöðu efnahagsmála hér á landi. Sér í lagi þá óvissu sem ríkir um stöðugleika bankakerfisins. Ummæli forstöðumanns fjármáleftirlitsins í vikunni og bankstjóra Búnaðarbankans frá í gær eru gott dæmi um það. Þar voru þó ekki nein ný tíðindi á ferðinni. Alvarleiki málsins hefur lengi verið augljós hverjum þeim sem kosið hefur að kynna sér málin.
Sjálfur vaknaði ég til vitundar um stöðuna við lestur haustskýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands frá fyrra ári, en hún fjallaði um viðskiptahalla í víðu samhengi. Það sem helst var sláandi var hversu ástandinu svipaði mikið til stöðu hinna Norðurlandanna, einkum Svíþjóðar og Finnlands við upphaf tíunda áratugar síðustu aldar. Undanfari bankakreppunnar þar var einmitt langt hagvaxtarskeið, samfara stórfelldri skuldasöfnun erlendis, rétt eins og hér. Verðfall á gjaldmiðlum þessara landa og hrun fasteignamarkaða setti af stað keðjuverkun gjaldþrota sem reið nokkrum helstu bönkum Norðurlanda að fullu. Ekkert nema gífurlegur fjáraustur úr ríkissjóði dugði til að tryggja framtíð bankakerfisins.

Er það þá nema von að Seðlabanki Íslands geri allt sem hann getur til að koma í veg fyrir frekara fall íslensku krónunnar. Vissulega er nýskilgreint markmið Seðlabankans að halda verðbólgunni innan ákveðinna marka. En allir sem skilja alvarleik ástandsins hljóta að sjá hversu mikilvægt það er að verja krónuna frekara falli. Auðvitað er ekki hægt að verja gengi krónunnar endalaust, ef virði hennar ef of hátt fyrir. Flest bendir þó til þess að krónan sé engan veginn ofmetin, til lengri tíma litið, og að hitt sé líklegra að sá þrýstingur sem nú er á gengi krónunnar sé skammtímafyrirbæri.

En Seðlabankinn virðist vera eini vinur krónunnar. Þess er skemmst að minnast að við þingsetningu fyrr í mánuðinum töluðu stjórnarliðar og stjórnarandstaða sem einradda kór um nauðsyn þess að vextir yrðu lækkaðir í hvelli. Var skotunum einkum beint að Seðlabankanum og hann gagnrýndur fyrir viðleitni sína í að verja krónuna með háum stýrivöxtum. Hér er náttúrulega bæði sett met í ábyrgðarleysi og populisma samtímis. Nokkrum dögum áður höfðu fulltrúar launafólks og vinnuveitenda gengið á fund forsætisráðherra og lagt fram ákveðnar kröfur um að vextir yrðu lækkaðir. Vissulega toppuðu þeir sjálft doktorsígildið Steingrím Hermannsson með því að samtímis krefjast lækkunar verðbólgu. Sá málflutningur hlýtur að hafa verið undirbúinn með skemmtanagildi hans í huga

Umfjöllun um þennan fund gerði vaxtalækkun að áhugamáli stórs hluta þjóðarinnar og stjórnmálamennirnir bitu á agnið. Meira að segja Davíð Oddson hefur gælt við vaxtalækkun á varfærinn hátt. Hafa skal það sem betur hljómar var dagsskipunin hjá þingheimi.

Mín kenning um orsökum gengisþróunar íslensku krónunnar síðustu vikur er sú að öll þessi umræði um vaxtalækkun, hversu ábyrg sem hún er eða ekki, hafi skapað auknar væntingar markaðarins um vaxtalækkun innan skamms. Að Seðlabankinn munu láta undan kröfu stjórnmálamannanna og lækka vexti. Á sama tíma trúi ég því að fyrir séu staðfastir menn í Seðlabankanum sem hafi metnað fyrir því að sanna nýfengið sjálfstæði sitt. Staðan er þó mjög flókin því að á meðan markaðurinn hægt og rólega sannfærist um einarðan ásetning bankans geta önnur áföll en gengishrun sett af stað bankakreppu.

Það sem er einna alvarlegast í stöðunni er auðvitað hversu kærulausir þingmenn þjóðarinnar eru, því að með ábyrgðarlausu gaspri um vaxtalækkanir eru þeir að vinna gegn markmiðum Seðlabankans og um leið að grafa undan rekstrargrundvelli bankakerfisins. Það væri heillaspor ef Alþingismenn og þá sérstaklega ríkisstjórnin og stjórnarliðar lýstu yfir stuðningi við vaxtastefnu Seðlabankans og eyddu allri óvissu um að sjálfstæði Seðlabankans sé í hættu. Það er í sjálfu sér í lagi að Seðlabankinn sé eini vinur krónunnar. Það sem er sýnu verra er að ekki er fullljóst að hann sé traustur vinur.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli