Frétt

bb.is | 04.10.2005 | 07:00„Gríðarlegur áfangi til bættra samgangna til og frá Bolungarvík“

Vegurinn um Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Vegurinn um Óshlíð. Mynd: Jónas Guðmundsson.
Valdemar Lúðvík Gíslason sérleyfishafi í Bolungarvík segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hefja undirbúning að gerð jarðganga um hluta Óshlíðar gríðarlegan áfanga í baráttu fyrir bættum samgöngum til og frá Bolungarvík. Trúlega hefur enginn maður farið Óshlíðina jafnoft og Valdimar Lúðvík sem ekið hefur hlíðina oft á dag um áratuga skeið. Hann sat um árabil í bæjarstjórn Bolungarvíkurkaupstaðar og hefur alla tíð haft mjög ákveðnar skoðanir í samgöngumálum og hefur verið óhræddur við að koma þeim á framfæri. „Það hafa fáar fréttir glatt mig jafn mikið á seinni árum en þessi“, segir Valdemar Lúðvík. Hann segir að framkvæmdir við veginn um Óshlíð eigi sér langa sögu og þar hafi verið gerðar margar tilraunir sem hafi gefist misjafnlega vel.

„Á árunum í kringum 1980 var farið í stórframkvæmdir sem nefndar voru við bókstafinn Ó sem skýrðist á því að teknar voru saman framkvæmdir undir Ólafsvíkurenni, Ólafsfjarðarmúla og Óshlíð. Þegar framkvæmdum var lokið við Ennið og Múlann var sem allur vindur væri úr mönnum. Því miður höfðu okkar þingmenn ekki kraft til þess að knýja fram viðlíka samgöngubætur og gerðar voru undir Ólafsvíkurenni og Ólafsfjarðarmúla. Í stað framkvæmda við jarðgöng á þeim tíma úr Seljadal og að Ósi var farið í bráðabirgðaframkvæmdir á Óshlíð sem því miður hafa litlu skilað í bættu öryggi á hættulegasta kaflanum sem nú er verið að tala um að sneiða hjá með göngum. Því er þetta afar mikill áfangasigur í baráttunni fyrir bættum samgöngum. Það er mjög mikilvægt að þessi framkvæmd skuli koma til nú þegar og því fram fyrir aðrar jarðgangaframkvæmdir sem ég tel nú misgáfulegar“ segir Valdemar Lúðvík.

Aðspurður hvort ekki hefði verið réttara að stefna að einum göngum sem gert hefði mönnum kleift að losna algjörlega við veginn um Óshlíð segir Valdemar Lúðvík að þessu verki sé hægt að áfangaskipta og með þessari framkvæmd sé verið að losna við þann kafla Óshlíðarinnar sem er langhættulegastur. „Við megum ekki gleyma því að á þennan kafla falla trúlega yfir 95% af því grjóti sem á Óshlíð fellur og því er þessi áfangi gríðarlega mikilvægur. Það verður síðan verkefni næstu mánaða að tryggja það að þær rannsóknir sem fram eiga að fara verði byggðar á sem bestum grunni. Í mínum huga þarf að vaka yfir því að ytri gangnamunninn verði sem allra yst þannig að tryggt verði að hugsanleg fylla sem fallið getur úr Óshyrnu muni ekki hafa áhrif á samgöngur til og frá Bolungarvík“, segir Valdemar Lúðvík Gíslason.

hj@bb.is

bb.is | 27.10.16 | 14:57 Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með frétt Næstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli