Frétt

Einar Kristinn Guðfinnsson | 30.09.2005 | 15:35Þetta var ánægjulegt að afgreiða á fyrsta ríkisstjórnarfundinum

Nú hlýt ég að byrja þennan pistil á persónulegum nótum. Það var sérlega ánægjulegt fyrir mig að það skyldi gerast á mínum fyrsta ríkisstjórnarfundi að ákvörðun var tekin um að fela Vegagerðinni að hefja nú þegar rannsóknir og athuganir sem miða að því að hægt sé að hefjast handa um jarðgangagerð undir Óshlíð ( á milli Bolungarvíkur og Hnífsdals) á árinu 2006. Betri ákvörðun gat ég ekki hugsað mér að fá að vera þátttakandi í að taka, en einmitt þessa. Og það er óhætt að fullyrða að hér er um öflugustu byggðaaðgerð sem unnt var að grípa til fyrir norðanverða Vestfirði.

Vegurinn um Óshlíð hefur tekið risavöxnum framförum á undanförnum áratugum. Fyrir röskum tveimur áratugum var hafist handa um gagngerar úrbætur, sem hafa skilað miklum árangri. Vegurinn er breiður, vel upplýstur og gerðar hafa verið margvíslegar aðgerðir til þess að auka öryggi hans. Það hefur hins vegar komið á daginn að það nægði ekki. Öryggið var alls ekki viðunandi. Vegurinn er á köflum hættulegur; amk. við tilteknar aðstæður.

Vel unnið af hálfu bæjaryfirvalda

Bæjaryfirvöld í Bolungarvík hafa unnið aðdáunarlega vel að þessum málum. Forystumenn bæjarmálanna hafa haft frumkvæði að því að taka þessi mál upp við ráðamenn og kynna þau fyrir viðeigandi stofnunum. Ráðherrum hefur verið gerð grein fyrir stöðu mála. Er skemmst að minnast afskaplega góðs fundar sem þingflokkur Sjálfstæðismanna sat með flokksfélögum sínum úr bæjarstjórninni í Bolungarvík, auk bæjarstjóra, í Einarshúsi í Bolungarvík fyrr í haust. Þar voru meðal annars viðstaddir fimm ráðherrar úr ríkisstjórninni. Ég fór með bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar á fund með vegamálastjóra og yfirmanni Vegagerðarinnar í Norðvesturkjördæmi að áliðnu sumri, þar sem þessi mál voru rædd. Niðurstaðan var að Vegagerðin tók að sér að vinna að undirbúningi málsins. Síðan hafa menn verið óþreytandi í þessari vinnu, með því að vekja máls á þessu opinberalega. Má þar nefna fjölmargar greinar Elíasar Jónatanssonar forseta bæjarstjórnar í fjölmiðlum.

Bolvíska aðferðin reyndist vel

Allt hefur þetta haft þann tilgang að vinna málinu fylgi. Gera grein fyrir stöðunni og leita eftir fulltingi ráðamanna. Nú hefur þetta skilað árangri.

Gamla bolvíska aðferðin að vinna án hávaða en með þrautseigju reyndist vel, eins og svo oft, fyrr og síðar. Þessu fögnum við Bolvíkingar. En það er ekki allt. Maður hefur fundið ótrúlegan stuðning við þetta mál úti í þjóðfélaginu. Ég hef varla hitt mann sem ekki hefur fært þetta í tal við mig upp á síðkastið. Og sem ég sit við gerð þessa pistils renna SMS sendingar með heillaóskum inn á símann minn. Þessi framkvæmd nýtur nefnilega ótrúlegs velvilja úti um allt þjóðfélagið. Fyrir það erum við afskaplega þakklátir, íbúar Bolungarvíkur.

Af hálfu yfirvalda hefur þetta mál verið tekið mjög föstum og fumlausum tökum. Með Sturlu Böðvarsson, samgönguráðherra og 1. þingmann Norðvesturkjördæmis í broddi fylkingar hefur þetta mál verið leitt áfram og nú hefur náðst undraskjótur árangur.

Jarðgangaframkvæmdir hefjast á næsta ári

Við trúum því vart að um þetta leyti á næsta ári verði farið að vinna að jarðgangagerð. En þannig er það. Það er því óhætt að segja að stundum gerast góðir hlutir á undraverðum hraða. Því er ástæða til að fagna og færa öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn kærar þakkir

Ég kallaði það áðan bolvísku aðferðina, að vinna saman að sameiginlegu máli. Við skulum halda því áfram. Við sjáum til hvers það leiðir. Ég veit að bæjaryfirvöld munu fá aðkomu að undirbúningsvinnunni, enda er nauðsynlegt að njóta þeirrar staðarþekkingar sem heimamenn einir hafa. Það er mikilvægt að sú vinna verði jákvæð og uppbyggileg. Enginn ástæða er til að óttast að svo verði ekki. Ég þekki mitt heimafólk og veit að Bolvíkingar munu leggja sig fram um slíkt, með yfirvöldum, svo við fáum skjóta og góða úrlausn á máli, sem hefur hvílt á okkur eins og mara en er nú komið á betri rekspöl, en jafnvel þau bjartsýnustu úr okkur hópi þorðum að vona.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli