Frétt

Sigurjón og Guðjón Arnar | 30.09.2005 | 14:58Gleðifréttir af Vestfjörðunum

Undanfarin tvö ár höfum við þingmenn Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmisins farið ófáar ferðir vestur á firði, og við höfum lagt okkur eftir að kynnast atvinnu- og byggðamálum í fjórðungnum. Samgöngumálin kynna sig alveg sjálf! Og það verður að segjast eins og er að fá tilefni hafa gefist til þess að lýsa yfir miklum fögnuði, þvert á móti hafa byggðirnar verið í nauðvörn vegna aðgerða og aðgerðaleysis kvótabrasksflokkanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksins.

Nú í morgun bárust hins vegar fréttir af því að byrja á að grafa jarðgöng í Óshlíð strax á næsta ári. Þessum fréttum ber að fagna enda hefur líf vegfaranda um Óshlíð verið í hættu vegna grjóthruns, skriðufalla og snjóflóða . Við vonum að þessi ákvörðun sé merki um viðhorfsbreytingu innan Sjálfstæðisflokksins til jarðgangagerðar en á síðasta ári mátti heyra gagnrýnisraddir úr herbúðum flokksins þegar við í Frjálslynda flokknum lögðum fram framtíðaráætlun um eftirfarandi jarðgöng:

• Arnarfjörður – Dýrafjörður.
* Dynjandisheiði.
* Óshlíð.
* Ísafjörður – Súðavík.
* Eyrarfjall í Djúpi.
* Tröllatunguheiði.
* Siglufjörður – Ólafsfjörður.
* Öxnadalsheiði.
* Vaðlaheiði.
* Vopnafjörður – Hérað.
* Seyðisfjörður – Hérað/Norðfjörður.
* Norðfjörður – Eskifjörður.
* Fáskrúðsfjörður – Stöðvarfjörður.
* Stöðvarfjörður – Breiðdalsvík.
* Skriðdalur – Berufjörður (Öxi).
* Undir Berufjörð.
* Reynisfjall í Mýrdal.
* Hellisheiði.

Göng úr botni Ísafjarðardjúps yfir í Fjarðarhornsdal í Kollafirði yrðu einnig mjög hagkvæm eftir að þverun Gufufjarðar, Djúpafjarðar og Þorskafjarðar væri lokið, enda yrði þá hægt að aka á láglendisvegi milli suðvesturhorns landsins og norðurhluta Vestfjarða. Alls yrðu öll þessi göng um 85–90 km.

Það er mjög mikilvægt að almennt verði skapað jákvæðara viðhorf til jarðgangagerðar en nú er í þjóðfélaginu. Jarðgöng eru ekki bruðl, jarðgöng eru samgöngubót og geta tryggt búsetu manna víða um landið. Efast nokkur um réttmæti Hvalfjarðarganganna? Augljóst er þó að þingmenn úr báðum flokkum stjórnarliðsins hafa stundað lýðskrum og alið á neikvæðu viðhorfi til gangagerða í tengslum við umræðuna um Héðinsfjarðargöng og fastlega má gera ráð fyrir því að sótt verði að gerð ganga milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar með sömu rökum og sótt hefur verið að gerð Héðinsfjarðarganga.

Þess ber að geta að Frjálslyndi flokkurinn mun fylgja því eftir að ríkisstjórnin efni loforð sín um gangagerðina, þetta nýja loforð frá því í morgun sem og um Héðinsfjarðargöngin, en Siglfirðingar hafa margoft sannreynt það að ríkisstjórnin stendur ekki við gefin loforð um jarðagangagerð. Hún gatar loforðin í stað þess að láta bora í gegnum þau fjöll sem hún hefur lofað að gata.

Um leið og menn hljóta að fagna því að ríkisstjórnin setur sér það markmið að hlífa mannslífum í Óshlíðinni ber einnig að fagna sérstaklega fréttum af nýrri starfsemi á Súðavík þar sem stefnt er að því að reka 20 manna vinnustað Stál og hnífs, vinnustað sem hefur verið á Ísafirði en efla á starfsemina á Súðavík. Er það mjög jákvætt þar sem margir hafa eflaust verið uggandi um sinn hag eftir lokun rækjuverksmiðjunnar Frosta á Súðavík.

Að lokum skal minnt á að það er mjög brýnt að leysa nú strax þann vanda sem uppi er í atvinnulífinu og þar með mannlífinu á Bíldudal. Fiskvinnslan hefur verið lokuð frá því snemma í sumar en nýjum sjávarútvegsráðherra er í lófa lagið að hjálpa byggðarlaginu til að rétta úr kútnum. Hann getur tryggt framtíð fiskvinnslunnar með því að veita byggðalaginu til nokkurra ára 300 tonna byggðakvóta.

Vilji er allt sem þarf.

Guðjón Arnar Kristjánsson og Sigurjón Þórðarson þingmenn Frjálslynda flokksins í Norðvestur kjördæmin

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli