Frétt

bb.is | 29.09.2005 | 16:13Tuttugu ný störf skapast í Súðavík innan tíðar

Frá undirritun leigusamninga.
Frá undirritun leigusamninga.
Rekstur tveggja ísfirskra fyrirtækja mun innan tíðar skapa 20 ný störf í hluta húsnæðis Frosta í Súðavík. Forsvarsmenn Hraðfrystihússins – Gunnvarar og Stáls og Hnífs skrifuðu í dag undir leigusamning við eigendur Frosta og er ætlunin að nýta hluta rækjuverksmiðunnar undir allnýstárlegan rekstur. Starfsemi Stáls og Hnífs felst í áframvinnslu á ferskum og frosnum afskurði, aðallega þunnildum sem verða hreinsuð og söltuð. Þá mun fyrirtækið nýta hluta húsnæðisins undir fiskmarkað og vinnslu á eldisþorski úr Álftafirði. Í upphafi þarf tíu manns til vinnu við starfsemina. Hraðfrystihúsið – Gunnvör hyggst nýta húsnæðið undir vinnslu á lifur og öðru hráefni sem aðallega er fengið úr eldisþorski sem alinn er í Álftafirði og Seyðisfirði. Vinnsla og markaðssetning verður í samstarfi við erlenda aðila og mun hún skapa ný störf til viðbótar vegna aukins umsvifs af vaxandi starfsemi þorskeldis HG á svæðinu.

Eins og sagt hefur verið frá misstu 18 vinnuna nýverið þegar ákveðið var að hætta rækjuvinnslu í Frosta í Súðavík. Því til viðbótar var 7 sjómönnum á Andey frá Súðavík sagt upp störfum.

Súðavíkurhreppur hefur að undanförnu verið með átaksverkefni í gangi sem miðar að því að laða rekstur til bæjarins með því að skapa betri rekstrarskilyrði fyrir fyrirtæki í Súðavík, meðal annars með samkeppnishæfu verði á vatni og hóflegum hafnargjöldum, byggingu tveggja 540 fermetra atvinnuhúsnæðis og 3 milljóna króna árlegs framlags fram til ársins 2010 til fyrirtækja sem geta sýnt fram á sköpun nýrra starfa í sveitarfélaginu.

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, er skiljanlega manna kátastur með hin nýju störf. „Þetta eru gríðarlega góðar fréttir. Eftir þessi tíðindi fyrir síðustu mánaðarmót (þegar starfsfólki Frosta hf. var sagt upp störfum. Innsk: bb.is) var sett ákveðin vinna í gang og þetta er niðurstaðan. Menn lögðust á eitt við að laga þessa stöðu og nú eru komin 20 ný störf í bæinn. Það munar um minna í ekki stærra bæjarfélagi sem nýverið hefur misst sinn stærsta atvinnurekanda, vonandi tímabundið. Við slíkt fer atvinnuástandið í uppnám, en við vorum alltaf vongóðir um að hægt væri að bregðast við og þetta er prýðisgóð lending í málinu. Þegar svona ástand skapast er númer eitt, tvö og þrjú að bregðast við atvinnuástandinu í bænum. Svo er annað mál hvað gert verður í málefnum Frosta hf. sem hreppurinn á 45% hlut í. Við förum núna að skoða framtíð þess fyrirtækis og hvað er hægt að gera fyrir það“, segir Ómar Már Jónsson.

halfdan@bb.is

bb.is | 25.10.16 | 11:50 Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með frétt Páll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli