Frétt

mbl.is | 27.09.2005 | 08:16Alonso ný þjóðhetja Spánverja

Innan við fimm árum eftir að hann horfði á útsendingu frá keppni í Formúlu-1 í fyrsta sinn hefur hinn 24 ára gamli Spánverji Fernando Alonso verið krýndur heimsmeistari ökuþóra í greininni – og það sá yngsti frá upphafi eða í rúma hálfa öld. Alonso vissi lítið sem ekkert um goðsagnirnar sem hann er kominn á syllu með, ungra sigurvegara á borð við Emerson Fittipaldi og Jim Clark er hann kveikti á sjónvarpstæki og horfði á Michael Schumacher og Mika Häkkinen kljást um titilinn árið 1999.

Frá þeim tíma hefur stjarna mannsins unga frá Oviedo á Norður-Spáni risið hratt og í leiðinni hefur orðið algjör bylting í áhorfi á formúluna í heimalandi hans.

„Ég held að fyrsta mótið sem ég sá hafi verið árið 1999 er Häkkinen og Michael glímdu. Það voru engar útsendingar áður frá Formúlu-1. Ég var heldur aldrei haldinn þeirri þrá að komast í formúluna og ég var aldrei viss um að ég ætti eftir að keppa þar þótt ég hafi stundað kappakstur frá barnsaldri. Þar til fyrir nokkrum árum hélt ég að ég ætti eftir að verða körtuviðgerðarmaður,” sagði Alonso í Sao Paulo í Brasilíu um helgina en þar hreppti hann heimsmeistaratitilinn á sunnudag.

„Ég sá engin mót frá tímum Ayrton Senna eða Alain Prost. Þessir gömlu bílar voru mér aldrei hugleiknir né heldur kappakstur. Formúla-1 var ekki til í huga Spánverja fyrr en fyrir þremur árum. Núna horfa hins vegar um sjö milljónir manns á hvert mót. Fjöldi fólks hefur vonast til að sjá mig standa mig vel og eina leiðin til að þeim verði að ósk sinni er að ég leggi hart að mér og geri mitt besta,” bætir Alonso við.

Fyrir algjöra tilviljun er keppnisbíll Alonso hjá Renault í litum heimahéraðs hans á Spáni. Hefur fána héraðsins verið óspart flaggað eftir að hann komst á toppinn í formúlunni. Hann gerði samning við Renaultstjórann Flavio Briatore áður en hann þreytti frumraun sína í formúlunni hjá Minardi árið 2001. Hann var jafnframt tilraunaþór hjá Renault það ár og sinnti þeim starfa einvörðungu árið eftir, 2002. Var hann svo ráðinn í starf keppnisþórs árið 2002.

Alonso þykir öryggið uppmálað innan vallar sem utan. Hann þykir fyrirmyndar fagmaður er sinnir styrktarfyrirtækjum liðsins og sér til þess að fjölmiðla skorti ekki efni í fyrirsagnir. Fyrst og síðast sér hann þó til þess að Renaultbíllinn sé eins hraðskreiður og unnt er.

Samvinna liðsheildar er forsenda þess að draumar rætist og það viðhorf hefur breytt Alonso úr efnilegum ökuþór í heimsmeistara sem stendur sig vel við allar kringumstæður í keppni. Hann vann sinn fyrsta mótssigur í Búdapest árið 2003 og fékk þá upphringingu frá Jóhanni Karli Spánarkonungi sem orðinn er áhugamaður um kappakstur.

Eftir magurt ár í fyrra og það án sigra sátu Alonso og hans menn ekki auðum höndum heldur bjuggu sig af kostgæfni fyrir vertíðina í ár. Að loknum fyrstu fjórum mótunum hafði hann unnið þrjú þeirra. Og hefur ekki horft um öxl upp frá því.

„Ég gat aldrei ímyndað mér að ég mundi afreka jafn mikið á svo skömmum tíma en ég hugsa aldrei um met. Það er ágæt tilfinning að eiga þau en þegar þú ert í miðjum kappakstri nýtast þau ekkert,” segir Alonso.

Alonso er stuðningsmaður Real Madrid og hefur dundað við sjónhverfingar í frístundum. Hann hefur ætíð haft áhuga á akstursíþróttum þrátt fyrir litla vitneskju um Formúlu-1 lengst af. Hann er þakklátur föður sínum Jose Luis, sem hann segir vera mesta áhrifavald í lífi sínu. Uppáhaldstónlist hans flytur spænska popphljómsveitin El canto del loco, sem stofnuð var í leiklistarskóla á Madríd. Utan brautar segist hann lifa jafn eðlilegu lífi og venjulegur meðaljón á hans aldri.

En ásókn og athygli neyddi hann til að flytjast frá Spáni en um nokkurra ára skeið hefur hann búið í Oxford í Englandi. Sumpart til að vera sem næst bílsmiðju keppnisdeildar Renault, sem er í aðeins 10 mínútna fjarlægð, og til að gera sér lífið auðveldara.

Í aðdraganda Spánarkappakstursins – sem hann hefur aldrei unnið – sátu fjölmiðlar um heimili fjölskyldunnar í Oviedo en vinsældir Alonso hafa stigið jafnt og hratt á árinu. Það var áreiti sem hann þarfnaðist ekki.

„Það er útilokað fyrir mig að búa á Spáni því þar þekkja of margir til mín og fólk gengur af göflum. Í Englandi hef ég fundið hinn fullkomna stað til að búa á og ég nýt verunnar þar. Stutt er í bílsmiðjuna og flugvelli svo ég get farið hvert sem er. En í hinum litla heimabæ mínum á Spáni var það orðið ógerlegt. Lífið er mun bærilegra nú.

„Ég á vini sem heimsækja mig frá Spáni þegar frí er í skólum. Ég spila fótbolta hvern einasta miðvikudag og held ég lifi algjörlega eðlilegu lífi, stunda íþróttir, leikjatölvur, fer út að borða, fer í bíó og svo framvegis.

Michael Schumacher, sem orðið hefur sjö sinnum heimsmeistari, var aðeins nokkrum mánuðum eldri en Alonso er hann vann sinn fyrsta titil 1994 með Benetton, liðinu sem Renault keypti síðar. Í millitíðinni hefur Schumacher unnið 84 mót af 228 sem hann hefur keppt í en hann fór frá Benetton til Ferrari árið 1996. Alonso á aðeins 65 mót að baki en spurningin er hvort sagan endurtaki sig og hann verði jafn sigursæll og Schumacher?

„Ég er enn tiltölulega ungur og með hverju ári öðlast maður meiri reynslu sem nýtist. Maður lærir eitthvað nýtt í hvert sinn sem maður stígur um borð í bílinn. Manni fer fram með hverju móti og menn eflast.

Formúla-1 er hins vegar ekki nein venjuleg veröld en hafi menn skýr viðmið geta þeir greint hismið frá kjarnanum. Maður má ekki láta hrós annarra stíga sér til höfuðs því í næsta móti gæti dæmið snúist við og maður þurft að sæta gagnrýni.

Hvötin til að vinna er óbilandi hjá mér, öllum stundum og ég er viljasterkur. Mér finnst ég hins vegar vera heppin að því leyti að starf mitt snýst um það sem mér finnst langskemmtilegast af öllu að gera og ég lifi ágætlega af því,” segir Alonso.

bb.is | 25.10.16 | 16:54 Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með frétt Jón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli