Frétt

Einar K. Guðfinnsson | 25.10.2001 | 10:59Forpokun eða forysta?

Einar K. Guðfinnsson.
Einar K. Guðfinnsson.
Nokkuð sérkennileg umræða hefur farið fram um kafla einn í ræðu Styrmis Gunnarssonar ritstjóra Morgunblaðsins, sem hann flutti á málþingi á Ísafirði fyrir skemmstu. Í ræðunni rakti ritstjórinn reynslusögu af sjálfum sér. Var hún á þá lund að þekktur útgerðarmaður og skipstjóri frá Akureyri, Þorsteinn Vilhelmsson, keypti hlutafé í hinu vel rekna sjávarútvegsfyrirtæki okkar hér fyrir vestan, Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf.
Þetta varð tilefni nokkurra símhringinga ritstjórans í Vestfirðinga til þess að inna þá álits og voru viðbrögðin á eina lund. Menn sáu ekkert aðfinnsluvert við þetta. Viðbrögðin ollu Styrmi nokkrum heilabrotum. Loks fann hann þó huldumann einn sem sagði honum að það væri til marks um forystuleysi hér vestra að menn hefðu ekki rokið upp til handa og fóta til þess að reka svona óværu af höndum sér.

Þetta er skrýtin ályktun, sem rétt er þess vegna að fara nokkrum orðum um.

Svona fyrir það fyrsta. Athyglisvert er að það er aðeins eitt eintak sem tjáði sig með þessum hætti. Öðrum fannst þetta ekki óeðlilegt og er það að vonum. Það er ekki til marks um forystuskort, en stafar bara af því að menn líta öðrum augum á silfrið.

Forysta eða forpokun?

Öflug sjávarútvegsfyrirtæki eru mikil kjölfesta. Þau draga að sér aflaheimildir eins og dæmin sanna. Sú staðreynd að Hraðfrystihúsið Gunnvör hefur getað byggt sig upp með áhættufé fjárfesta, utan og innan Vestfjarða, hefur skapað fyrirtækinu færi til þess að eflast og bæta við veiðiréttindi sín.

Hefði það verið til marks um forystu af hálfu manna í atvinnulífi, bæjarpólitík eða landsmálum á Vestfjörðum, ef þeir hefðu andæft gegn þeim sem vildu leggja áhættufjármagn í vestfirskt atvinnulíf? Mitt svar er ótvírætt nei. Það hefði ekki borið forystubrag vitni heldur forpokun? Getur verið að símasambandið úr Morgunblaðshúsinu hafi verið eitthvað klént og að huldumaðurinn af Vestfjörðum hafi ekki verið að tala um forystu, heldur forpokun?

Hvaðan má fjármagnið koma?

Höfuðatriðið er ekki, hvort áhættufjármagnið sem streymir inn í vestfirsk fyrirtæki eigi uppruna sinn úr heimilisföngum utan Vestfjarða. Aðalatriðið er að það finni sér farveg til okkar, í trausti þess að ávöxtunin sé góð, fyrirtækin vel rekin og að menn hafi trú á því að hér sé gott að stunda atvinnurekstur. Það er lykillinn að því sem hefur verið að gerast hjá HG (Hraðfrystishúsinu – Gunnvöru).

Fyrirtækið græddi á síðasta ári, annað tveggja sjávarútvegsfyrirtækja á Verðbréfaþinginu. Það hefur vakið athygli fjárfesta og hlotið jákvæða umfjöllun kunnáttumanna sem ræða um fyritæki á hlutafjármarkaði. Það eykur mönnum trú og afl til þess að takast á við ný verkefni, eins og athyglisverð þátttaka þess í fiskeldi er til vitnis um.

Við getum líka velt fyrir okkur öðru. Hvaðan er óhætt að fjármagnið komi? Er það tortryggilegt að fjármagnið komi að sunnan eða norðan? En hvað þá ef maður á Ísafirði fjárfestir á Patreksfirði, eða öfugt? Eða hvar liggja þessi landamæri?

Verslunargróðinn úr Reykjavík ratar vestur

Og svo er það eitt að lokum.
Umræddur Þorsteinn Vilhelmsson fjárfesti góðu heilli í Hraðfrystihúsinu Gunnvöru hf. Og hvernig fór hann að því? Muni ég þá atburðarrás rétt, þá seldi hann hlut sinn í Samherja hf. með umtöluðum hætti. Kaupendur voru meðal annarra fjármálafyrirtæki í Reykjavík og eigendur Baugsveldisins. Með vissum hætti má því segja að þetta fjármagn, sem uppruna sinn átti í verslunarrekstri á höfuðborgarsvæðinu (og raunar víðar að einhverju leyti), hafi að lokum ratað vestur og nýtist nú til þess að standa undir gríðarlega verðmætri og öflugri atvinnustarfsemi, sem er samfélagi okkar ómetanleg.

Sem íbúi á Vestfjörðum hefði ég kunnað þeim litlar þakkir, sem hefðu reynt að afstýra þessu. Ég ætla því að vona að vestfirski huldumaðurinn hans Styrmis vinar míns Gunnarssonar hafi verið að bölva forpokuninni en ekki forystunni, þegar hann ræddi um annað eins og það að verslunargróðinn úr Reykjavík rati eftir krókaleiðum inn í atvinnulífið á Vestfjörðum.

Einar Kristinn Guðfinnsson, 1. þingmaður Vestfirðinga.

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli