Frétt

Stakkur 37. tbl. 2005 | 14.09.2005 | 09:28Uppstokkun í Sjálfstæðisflokki

Vart fer milli mála að stórtíðindi af íslenskum vettvangi eru, að Davíð Oddsson, sem verið hefur óskoraður leiðtogi Sjálfstæðisflokksins frá því hann var kjörinn til formennsku í flokknum fyrir nærri 14 og hálfu ári, á nokkrum átakafundi er að ljúka ferli sínum í stjórnmálum. Davíð bauð sig fram gegn sitjandi formanni og bandamanni sínum Þorsteini Pálssyni og var ljóst að tæki í. Hvað sem öðru líður er ljóst að Davíð, sem þá sat sem vinsæll borgarstjóri í Reykjavík, hefur haft ómæld áhrif í heimi íslenskra stjónmála. Sjálfstæðiflokkurinn tapaði völdum í Reykjavík í hendur sambræðslu vinstri flokkanna, sem buðu fram undir heitinu Reykjavíkurlistinn og hefur tekist að halda völdum í nærri þrjú kjörtímabil, þótt ljóst sé að bræðingurinn tolli ekki lengur saman. Davíð hefur hins vegar verið skipstjóri skútu þjóðarinnar allrar frá því áður en hann tók sæti á Alþingi.

Sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar og sennilega lögfræðingar eiga eftir að velta vöngum yfir áhrifum Davíðs Oddssonar á íslenskt þjóðlíf lengur en hann hefur setið að völdum, sem stýrimaður Reykjavíkurborgar og lýðveldisins Íslands, en 23 ár eru frá því hann hóf þá stýrimennsku og enginn, hvar sem hann stendur í pólitík, getur neitað því að áhrif hans eru mikil og sjást hvarvetna með einum eða öðrum hætti. Hann hefur hrint í framkvæmd hugsjónum sínum og annarra, sem ef til vill hafa verið flinkari honum í þeirri list að orða þær. Hann kom þeim til lífs og við munum búa við þær breytingar um ókomin ár. Flestir hljóta að vera sammála um að nauðsyn var breytinga eftir tímabilið sem leið frá lokum Viðreisnar 1971 og þar til Viðeyjarstjórn Davíðs var mynduð í apríl 1991. Þessir tveir áratugir voru tími skrefa aftur á bak, stundum fram á við, en einkenndust af því að þeir flokkar sem að völdum sátu, þar með talinn Sjálfstæðisflokkurinn, náðu ekki saman um að koma góðum hugsjónum áleiðis og að sumu leiti hafði fólk misst trúna á það að stjórnmálaflokkar, hvort heldur til vinstri eða hægri næðu því að færa þjóðina fram á veg.

Davíð var ekki einn og hefði aldrei getað náð því fram sem áunnist hefur einn. En hann hafði til þess þrek að fá aðra stjórnmálaflokka og forystumenn til liðs við þá stefnu sem fylgt hefur verið. Margir telja að það hafi verið gert af full mikilli hörku á stundum. En ef enginn tekur af skarið gerist oftast ekki neitt. Sannfæring Davíðs um að losa þyrfti um íslenskt efnahagslíf átti stuðning Alþýðuflokks á sínum tíma og Framsóknarflokks síðar. Hann bar hins vegar höfuð og herðar yfir samferðamenn sína og það getur oft verið þeim erfitt.

Á næstu vikum verður fjallað um áhrif umskiptanna á Vestfirði og eru Einari K. Guðfinnssyni færðar hamingjuóskir með embætti sjávarútvegsráðherra. En meira næst.

bb.is | 24.10.16 | 14:38 „Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með frétt Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli