Frétt

mbl.is | 13.09.2005 | 14:19Ný matsgerð unnin um orsakir dauða manns

Hæstiréttur hefur fallist á beiðni manns, sem ákærður hefur verið fyrir að valda öðrum manni bana með hnefahöggi, um að dómkvaddir verði óvilhallir og hæfir menn á sviði réttarmeinafræði til að vinna nýja mats- og skoðunargerð um orsakir dauða mannsins. Héraðsdómur hafði áður hafnað þessari kröfu. Sakborningurinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás í desember á síðasta ári með því að hafa slegið annan mann hnefahögg efst í háls vinstra megin, með þeim afleiðingum að hálshryggjarliður brotnaði og slagæð við hálshrygg rofnaði. Í ákærunni segir að við þetta hafi orðið mikil blæðing inn í höfuðkúpu, sem hafi leitt til þess að maðurinn lést af völdum blæðingar á milli heila og innri heilahimna. Maðurinn sem ákærður var neitar sök.

Í málinu liggur fyrir skýrsla Þóru S. Steffensen réttarmeinafræðings um réttarkrufningu sem gerð var 14. desember 2004. Skýrslan, sem dagsett er 12. maí 2005, var gerð að beiðni lögreglu og er þar meðal annars lýst innri og ytri áverkum á manninum sem lést og niðurstöðum réttarefnafræðilegra mælinga. Þá er í lok skýrslunnar gerð grein fyrir ályktun skýrsluhöfundar um dánarorsök og af hverju hún sé dregin.

Verjandi sakborningsins byggði kröfu sína um að óháðir réttarmeinafræðingar yrðu látnir vinna nýja matsgerð, á því að framlögð krufningarskýrsla sé grundvallargagn í málinu og eigi að byggjast á frumgögnum en ekki á frásögn í lögregluskýrslum eins og raunin sé. Því hafi réttarmeinafræðingurinn ekki gætt nægilega hlutleysis við samningu skýrslunnar.

Vildi verjandinn, að í nýrri matsgerð um orsakir dauða mannsins komi með skýrum og hlutlausum hætti fram hverjir sýnilegir og innri áverkar hafi verið á líkinu og hvort þeir verði með beinum hætti og eingöngu raktir til meints hnefahöggs ákærða eða til falls hins látna og annarra atvika, eftir atvikum samverkandi.

Í dómi Hæstaréttar segir, að í greinargerð sakborningsins komi meðal annars fram að hann telji umbeðna matsgerð hafa þýðingu fyrir málsvörn sína. Í ljósi þeirra afdrifaríku afleiðinga, sem niðurstaða krufningarskýrslu kunni að geta haft við úrlausn málsins, verði varnaraðila ekki meinað að leita álits fleiri kunnáttumanna. Beri því að verða við kröfu um að frekari matsgerðar verði aflað. Leggur Hæstiréttur fyrir héraðsdómara að dómkveðja tvo hæfa kunnáttumenn til að svara þeim spurningum sem verjandi hefur lagt fram.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli