Frétt

| 23.10.2001 | 13:40Áherslan á bóknám er umhugsunarefni

Dr. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
Dr. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari.
Flest erindin sem flutt voru á ráðstefnu Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Ísafjarðarbæjar um atvinnumál í Ísafjarðarbæ fyrir skömmu eru nú komin ásamt viðeigandi glærum á heimasíðu félagsins. Á ráðstefnunni fluttu bæði heimamenn og gestir erindi um menntun, atvinnu og nýsköpun. Meðal þeirra sem fluttu erindi á ráðstefnunni var dr. Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, og ræddi hún hlutverk Menntaskólans í uppbyggingu atvinnulífsins. Flestir nemendanna við skólann eða um 77% stunda nám á bóknámsbrautum. Sagði Ólína að þessi áhersla á bóknámið væri umhugsunarefni, því stundum vilji gleymast að fleira sé menntun en bóknám.
„Verknám er menntun og Menntaskólinn á Ísafirði býður upp á frábæra aðstöðu til verknáms, þar á meðal eitt fullkomnasta skólaverkstæði á landinu fyrir grunndeild tréiðna. Þeirri aðstöðu var komið á fót fyrir tveimur árum, en nú stefnir í að leggja þurfi deildina niður ásamt grunndeild málmiðna, sökum lítillar aðsóknar.“ Ólína sagði ennfremur að það væri hryggileg niðurstaða ef til kæmi, ekki síst í ljósi þess að á svæðinu séu fyrirtæki sem þurfa á fagfólki að halda í þessum greinum. Þá sagði hún:

„Það má með vissum rétti segja að skólar framleiði vinnuafl fyrir sitt samfélag, og sumir halda því fram að það sé hlutverk landsbyggðaskóla að framleiða vinnuafl fyrir sitt hérað. En skólinn er ekki bara framleiðslufyrirtæki, hann er „veita“ í sama skilningi og vatnsveita eða rafveita. Hann skapar ekki bara vinnuafl, heldur þarf hann líka á vinnuafli og sérþekkingu að halda, og þá er ég að tala um þá þekkingu og verkkunnáttu sem er hér á svæðinu, og þarf að komast til skila – til nemenda skólans, og þaðan aftur út í atvinnulífið: Ekki bara hér á Vestfjörðum heldur um land allt. Ég hef oft haldið því fram að Ísland eigi, vegna sérstöðu sinnar og sérþekkingar í sjávarútvegi, að vera ráðgefandi á heimsmælikvarða í vöru- og vinnsluþróun sjávarútvegs. Á sama hátt eiga Vestfirðir að vera „mekka“ landsmanna í ýmsu sem lýtur að sérstökum aðstæðum hér, til dæmis í sjávarútvegi, ferðaiðnaði og menningartengdri starfsemi af ýmsu tagi.“

Velti Ólína því fyrir sér hvers vegna þeir sem færu burt af svæðinu og öfluðu sér menntunar annars staðar, skiluðu sér illa til baka. Vitnaði hún í því sambandi í nýlega rannsókn á viðhorfum brottfluttra Vestfirðinga sem hafi sýnt að flestir þeir sem flytjast burt hafa jákvætt viðhorf til Vestfjarða en hinsvegar takmarkaða trú á jákvæðri byggðaþróun á svæðinu. Um helmingur þeirra hefur áhuga á að búa og starfa á Vestfjörðum og töldu að fjölbreytni í atvinnulífi yrði til að styrkja byggð á svæðinu en að öflugt skólastarf og gæði náms á framhaldsskólastigi skipti einnig mjög miklu máli.

Sagði Ólína að lokum að Menntaskólinn á Ísafirði væri ein helsta menntastofnun Vestfirðinga og miklar vonir við hann bundnar. Ekki mætti þó líta framhjá því að byggðarlagið gæti sjálft verið öflug uppspretta þekkingar sem nýtist skólanum og veitist þaðan út til annarra landshluta. Vestfirðingar væru í harðri samkeppni við höfuðborgarsvæðið um mannafla og í þeirri samkeppni hefðu þeir margt að bjóða sem betur mætti koma á framfæri og þar hefði Menntaskólinn lykilhlutverki að gegna.

Markmið þeirra sem stóðu að ráðstefnunni var þríþætt: Að opna umræður um atvinnumál frekar en verið hefur; að bæta upplýsingastreymi milli almennings og þeirra sem vinna að stefnumótun og framkvæmd atvinnumála; og miðla nýrri hugsun og þekkingu á sviði atvinnuþróunar til almennings. Ráðstefnan var vel sótt og flutt voru mörg áhugaverð erindi. Er nú hægt að nálgast flest þeirra á heimasíðu Atvinnuþróunarfélagsins sem og glærur fyrirlesara.

» Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða

bb.is | 26.10.16 | 09:01 Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með frétt Kómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 15:53Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á Þingeyri á morgun

Mynd með fréttÁ undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum. Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. Meðal annars ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli