Frétt

bb.is | 08.09.2005 | 13:00„Það sem er gott fyrir sjávarútveginn er gott fyrir Vestfirði“

Einar Kristinn Guðfinnsson.
Einar Kristinn Guðfinnsson.
„Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að það sem er gott fyrir sjávarútveginn er gott fyrir Vestfirði og að þar fari hagsmunir saman“, segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem tekur við embætti sjávarútvegsráðherra af Árna Mathiesen í lok mánaðarins. Einar eins og aðrir þingmenn gamla Vestfjarðakjördæmis verða tæpast taldir til meginstraums sjávarútvegsumræðunnar á Íslandi. Aðspurður um framtíðina í ráðuneytinu segir hann að nýjum mönnum fylgi ávallt áherslubreytingar. Einar segir það hafa komið sér á óvart að vera gerður ráðherra nú, þó vissulega hafi hann sem þingflokksformaður vænst þess að eiga möguleika á ráðherrastól ef til uppstokkunar kæmi.

„Það fylgja alltaf áherslubreytingar nýjum mönnum og það er rétt að ég hef staðið fyrir viss viðhorf í sjávarútvegsmálum og það hefur verið tekið tillit til þeirra. Ég hef ekki viljað vera hrópandi í eyðimörkinni eða sá sem ber hausnum við steininn heldur hef ég viljað ná árangri í stjórnmálum. Vitaskuld er ég bundinn af stefnu míns flokks og stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og geng glaður undir því merki. Hins vegar hef ég gegnt formennsku í sjávarútvegsnefnd og verið þingflokksformaður og þannig hefur maður haft áhrif á sjávarútvegsmálin“, segir Einar.

Umræðan um sjávarútvegsmálin hefur um margra ára skeið verið ansi lífleg, svo ekki sé kveðið fastar að orði. Einar segir sitt stóra verkefni vera tvíþætt, annars vegar að tryggja sem víðtækasta sátt innan greinarinnar og um hana, og í annan stað að standa þannig að málum að greinin sjálf verði sem öflugust.

Óhætt er að segja að ráðherradómur Einars marki tímamót í vestfirskum stjórnmálum. Vestfirðingar hafa ekki átt ráðherra síðan alþýðuflokksmaðurinn Sighvatur Björgvinsson gegndi ráðherradómi í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á árunum 1991-1995. Vestfirskir Sjálfstæðismenn hafa ekki átt ráðherra síðan í ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks á árunum 1983-1987 þegar Matthías Bjarnason gegndi fyrst embætti heilbrigðis, tryggingamála- og samgönguráðherra og síðar embætti samgöngu- og viðskiptaráðherra. Þá má nefna að sjávarútvegsráðherra hefur ekki komið úr röðum þingmanna Vestfirðinga síðan Steingrímur Hermannsson gegndi embætti sjávarútvegs- og samgönguráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, sem skipuð var ráðherrum úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Alþýðubandalagi á árunum 1980-1983.

Mörgum hefur því fundist áhrif Vestfirðinga á landsmálin heldur lítil síðustu ár og má því spyrja hvort eyðimerkurgöngu vestfirskra stjórnmálamanna sé nú lokið og þeir séu viðurkenndir í meginstraumi stjórnmálanna? „Satt best að segja þá hef ég ekki velt þessu fyrir mér svona en ég held að Vestfirðingum sé það vel ljóst að við verðum að aðlaga okkur að veruleikanum í kringum okkur. Ég er að minnsta kosti sannfærður um að menn hafi sömu hagsmuni á Vestfjörðum og annars staðar. Þær breytingar sem eru gerðar til þess að auðvelda lífið í sjávarútveginum koma vestfirðingum til góða eins og öðrum. Síðan má benda á að það hafa verið gerðar margskonar breytingar sem hafa að mínu mati lagt grunninn að þeirri viðreisn sem er að eiga sér stað í mörgum þeirra byggða sem höfðu misst mikinn veiðirétt frá sér. Það eru auðvitað hagsmunir Vestfirðinga sem annarra að það fyrirkomulag sem ríkir í sjávarútveginum sé eins gott og arðvænlegt og nokkur kostur er“, sagði Einar K. Guðfinnsson.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli