Frétt

bb.is | 05.09.2005 | 16:02Guðni vill fá umræðu um framtíð Fjórðungssambandsins upp á yfirborðið

Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson.
Guðni Geir Jóhannesson, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, segist afar ánægður með hvernig til hafi tekist á Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var á Patreksfirði um síðustu helgi. Þar hafi farið fram gagnlegt starf en þingið sé eini vettvangur sveitarstjórnarmanna á Vestfjörðum til að bera saman bækur sínar. Fjórðungsþingið er komið á sextugsaldurinn og þó vægi þess sé e.t.v. ekki það sama og á árum áður sé það enn mikilvægur vettvangur, og í sókn. Guðni segist hafa saknað nærveru fjölmiðla, hann vilji sjá betri mætingu þingmanna og að sveitarstjórnarmenn sitji þingið allt. Mikilvægt sé að ef menn hafi hugmyndir um að leggja niður Fjórðungssambandið, sameina það öðrum landshlutasamtökum eða breyta fyrirkomulagi þinganna að það sé rætt inni á Fjórðungsþingi. „Þetta er náttúrlega umhugsunarefni sem menn geta haft mismunandi skoðanir á en menn eiga að koma og ræða málið inni á þingum sambandsins. Menn eiga að vera ósmeykir við að fara í naflaskoðun“, segir Guðni.

Hann telur að stærri og öflugari sveitarfélög hafi getað tekið til sín mál sem áður hvíldu á Fjórðungssambandinu. Hann segir sambandið vissulega hafa verið í nokkurri lægð en það hafi sótt á eftir að komið var á nánu sambandi milli þess og Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og sambandið sé nálægt fyrri styrk. „Það hefur verið viss upplausn í kjölfar þess að sveitarfélögin hafa orðið sjálfstæðari en menn eiga að horfa til þess að styrkja Fjórðungssambandið“, segir Guðni.

Hann segist hafa saknað nærveru fjölmiðla á þinginu og spyr hvort e.t.v. sé starf þess of jákvætt til að fjölmiðlar hafi áhuga á. Aðspurður um hvort aðstæður landshlutafjölmiðla sem ekki hafi bolmagn til að gera út fréttaleiðangra og helga fjölda vinnustunda sama efninu, kalli e.t.v. á aukna upplýsingagjöf beint af þinginu, t.d. með því að ráða upplýsingafulltrúa tímabundið eða miðla fréttatilkynningum, segir hann reynsluna í ár að minnsta kosti kalla á þá umræðu.

„Framkvæmdastjórinn hefur náttúrlega virkað sem nokkurs konar upplýsingafulltrúi og formaðurinn líka en við höfum aldrei orðið fyrir þessu áður að engin veiti okkur athygli svo við þurfum að huga að því hvernig fyrirkomulagið á að vera í framtíðinni. Menn vissu af þinginu og hvar það væri en síðan er það náttúrlega matsatriði fréttamiðla hvort það er ómaksins virði að fylgjast með því. Þarna er náttúrlega stefnumótun í gangi og það er nauðsynlegt að bera fréttir af því út í samfélagið svo ekki sé litið á þetta sem einhvern einkaklúbb eða fólk fái á tilfinninguna að þarna komi menn einungis saman til að eiga góða kvöldstund“, segir Guðni.

Hann segir þingmenn og sveitarstjórnarmenn einnig eiga nokkurn hluta af sneiðinni en sex af tíu þingmönnum kjördæmisins hafi mætt til þingsins og einungis einn setið það allt. „Þeir hafa lítið úthald en Guðjón Arnar Kristjánsson sat það allt og á þakkir skildar fyrir það“, segir Guðni. Hann telur umhugsunarefni að aðeins um helmingur þeirra 60-70 sveitarstjórnarmanna sem mæti til leiks sitji allt þingið. Á seinni deginum eru tillögur þingsins bornar upp til afgreiðslu og þá sé það þröngur hópur sem stýri ferðinni.

Í ljósi breyttra tíma og vísbendinga um að fjölmiðlar, þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafi takmarkaða eirð til að sitja yfir þingstarfi hlýtur að vakna sú spurning hvort ekki sé ástæða til að stytta þingið úr tveimur dögum í einn. Guðni segist ekki sjá að miðað við núverandi fyrirkomulag gefist nægur tími til að reka þinghaldið á einum degi. Margt sé á dagskrá Fjórðungsþings annað en bein þingstörf. „Óformlegi vettvangurinn er mikilvægur líka og nauðsynlegur til að menn hristist saman og kynnist betur. Svona er þetta í dag og ég held að það sé erfitt að fara út úr þessu mynstri nema það sé einfaldlega borið upp á þinginu og samþykkt. Í mínum huga fæli það líka í sér að þingið yrði í framtíðinni eingöngu haldið á Ísafirði. Það er mikil vinna við að halda það og sé ekki fyrir mér að menn fari að þeysa á milli staða fyrir einn dag“, sagði Guðni.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli