Frétt

bb.is | 26.08.2005 | 11:21Niðurstaða matsnefndar eignarnámsbóta staðfest

Bolungarvík. Húsin við Dísarland eru fremst á myndinni.
Bolungarvík. Húsin við Dísarland eru fremst á myndinni.
Héraðsdómur Vestfjarða hefur gert Bolungarvíkurkaupstað að greiða eigendum þriggja húsa við Dísarland er fara eiga undir snjóflóðavarnir, bætur í samráði við mat matsnefndar eignarnámsbóta en ekki samkvæmt staðgreiðslumarkaðsverði sem tilkvaddir matsmenn höfðu ákveðið. Samkvæmt dómnum verða því bætur fyrir húsin mun hærri en bærinn hafði boðið. Dómur þess efnis var kveðinn upp í morgun.

Málavextir eru þeir að fyrir dyrum stendur að byggja miklar snjóflóðavarnir ofan byggðar í Bolungarvík og verja hana hættu á snjóflóðum. Nokkur hús í Dísarlandi og Traðarlandi munu fara undir mannvirkin og ákvað bæjarstjórn Bolungarvíkur að leita eftir uppkaupum þeirra. Ofanflóðasjóður og bæjarsjóður fengu Tryggva Guðmundsson hdl. og Gunnar Torfason ráðgjafarverkfræðing til þess að meta staðgreiðsluverð eignanna. Matsverð þeirra þriggja eigna er mál var höfðað útaf var 39,5 milljónir króna. Samningar um kaupin tókust hins vegar ekki. Hinn 13. desember 2001 ákvað bæjarstjórnin að taka fasteignirnar eignarnámi með heimild í lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum. Í framhaldi af því var óskað eftir mati matsnefndar eignarnámsbóta á fjárhæð eignarnámsbóta. Matsnefndin úrskurðaði þann 7. júní 2002 að bætur skyldu miðaðar við enduröflunarvirði eignanna að teknu tilliti til afskrifta. Var niðurstaða nefndarinnar því að greiða skyldi samtals rúmar 57 milljónir króna fyrir húsin. Bærinn krafðist þess að matsnefndin endurupptæki málið, þar sem hann taldi að hún hefði byggt ákvörðun sína á ófullnægjandi upplýsingum um málsatvik og hefði í úrskurði sínum farið gegn ákvæðum stjórnsýslulaga um andmælarétt og rannsóknarskyldu. Þessu hafnaði nefndin. Í framhaldi af því höfðaði Bolungarvíkurkaupstaður mál fyrir Héraðsdómi Vestfjarða þar þess var krafist að húseigendurnir gæfu út kvaðalaust afsal fyrir fasteignum sínum gegn greiðslu staðgreiðslumarkaðsverðs. Húseigendurnir kröfðust sýknu og þess að bænum yrði gert að greiða fyrir húsin samkvæmt mati matsnefndar eignarnámsbóta.

Við málflutning kom fram að bærinn taldi að við eignarnám fasteigna gildi almennt sú regla að bótafjárhæðir skuli taka mið af staðgreiðslumarkaðsvirði eignar og hafi verið talið að í því felist fullar bætur til hana húseigendunum. Þeir geti því bætt eignarmissi sinn með kaupum á annarri sambærilegri eign. Bætur eigi að tryggja að hann verði eins settur og hann hefði selt eignina. Telja verði óeðlilegt að húseigandi verði betur settur eftir eignarnám en fyrir það.

Húseigendur töldu hins vegar að engin marktæk gögn lægju því til sönnunar að fullt verð eignanna væri samkvæmt því staðgreiðslumarkaðsverði er bærinn bauð og að það geti ekki talist fullt verð fyrir fasteignirnar, óhagræði og annað afleitt tjón sem hlýst af því að hann þeir þurfa að láta af hendi fasteignir sínar og heimili í almannaþágu. Með byggingu húsanna hafi eigendur þeirra verið að skapa sér og sínum heimili til framtíðar og hafi þeir ekki byggt eignirnar til sölu á markaði.

Í dómi Héraðsdóms Vestfjarða segir að samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum sé kveðið á um að ef ákveðið sé að ofanflóðasjóður taki þátt í hluta af kostnaði við kaup eða eignarnám á eignum eða flutning af húseignum skuli greiðsla úr sjóðnum miðast að hámarki við staðgreiðslumarkaðsverð sambærilegra húseigna í sveitarfélaginu utan hættusvæða. Við mat á eignarnámsbótum beri að uppfylla skilyrði stjórnarskrárinnar um fullt verð og verði því ekki vikið til hliðar með almennum lagaákvæðum. Af þeirri ástæðu verði ekki fallist á að matsnefnd eignarnámsbóta sé bundin af staðgreiðslumarkaðsvirði þegar hún metur hvað sé fullt verð.

Þá segir í dómnum:„ Vegna eignarnámsins neyðist gagnstefnandi til að láta þessa fasteign af hendi. Eins og að framan er rakið benda gögn um framboð sambærilegs íbúðarhúsnæðis á þeim markaði sem hér er miðað við til þess að það sé lítið, hvort sem skýring þess kann að vera sú, að lítið sé af sambærilegum eignum í Bolungarvík við fasteign gagnstefnanda, eða sú að almennt selji enginn íbúðarhúsnæði sitt ótilneyddur á því verði sem þessi markaður býður. Vegna þeirrar sérstöðu sem íbúðarhúsnæði hefur við eignarnám eins og rakið er hér að framan úr forsendum úrskurðar matsnefndar eignarnámsbóta og má vísa hér til, er það niðurstaða dómsins að skilyrði 72. gr. stjórnarskrárinnar um fullt verð sé ekki uppfyllt með því að miða það við verð á markaði eins og honum er hér háttað. Samkvæmt því eru ekki efni til að hnekkja niðurstöðu nefndarinnar um að miða við afskrifað endurstofnverð. Verður mat hennar á bótum fyrir fasteign gagnstefnanda því staðfest.

Eins og áður sagði er því Bolungarvíkurkaupstað gert skylt að leysa til sín húseignirnar Dísarland 2, 10 og 14 og greiða fyrir þær samtals rúmar 57 milljónir króna með vöxtum frá 7. júní 2002 til uppkvaðningar dómsins en með dráttarvöxtum frá þeim degi til greiðsludags. Jafnframt er bænum gert að greiða samtals 2,2 milljónir í málskostnað.

Dómana kváðu upp Erlingur Sigtryggsson dómstjóri, Ásmundur Ingvarsson, byggingarverkfræðingur og Ingi Tryggvason hdl. og löggiltur fasteignasali.

hj@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 16:50 Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með frétt Það var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli