Frétt

bb.is | 25.08.2005 | 14:19Engin samstaða um afnám byggðakvóta á Vestfjörðum

Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík.
Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík segir fullyrðingar í fjölmiðlum um að breið samstaða hafi myndast á Vestfjörðum um afnám línuívilnunar fjarri sanni. Lítill hópur smábátaútgerðarmanna vilji nú afnema byggðakvóta og koma þannig í veg fyrir þá byggða- og vinnslutengingu sem byggðakvótinn óneitanlega hafi haft. Hann segir byggðakvótakerfið hafa reynst vel á mörgum stöðum en það, eins og önnur kerfi þar sem útdeilt er nýtingarrétti, sé ekki gallalaust frekar en stjórnkerfi fiskveiða í heild.

Í Morgunblaðinu í morgun segir frá því að hópur Vestfirðinga, sem blaðið segir að samanstandi m.a. af smábátasjómönnum, útvegsmönnum og sveitarstjórnarmönnum, vilji afnema byggðakvóta til sjávarbyggða og stórauka þess í stað ívilnun til línubáta, bæði í þorski og fleiri tegundum. Hópurinn kynnti hugmyndir sínar Guðjóni Hjörleifssyni formanni sjávarútvegsnefndar Alþingis og hyggst í dag kynna hugmyndirnar fyrir Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra. Guðmundur Halldórsson, talsmaður Eldingar, félags smábátasjómanna á Vestfjörðum, segir í samtali við Morgunblaðið að breið samstaða hafi myndast á Vestfjörðum um málið.

Ómar Már Jónsson sveitarstjóri í Súðavík segir málið hafa komið sér mjög á óvart. Málið hafi ekki verið kynnt fyrir sveitarstjórn Súðavíkur og hann sé hugsi yfir því hvernig staðið geti á því. Á síðasta fiskveiðiári var úthlutað til Súðavíkur 150 tonna byggðakvóta og á komandi fiskveiðiári verður úthlutað 210 tonnum þangað. Ómar segir sveitarstjórn Súðavíkur hafa leitast við að nýta kvótann til þess að byggja upp fiskvinnslu á staðnum og það hafi gengið vel.

„Byggðakvótinn einn tryggir hagsmuni þeirra byggðarlaga sem orðið hafa fyrir áföllum í þróun fiskveiðiheimilda. Byggðakvótakerfið er auðvitað ekki hnökralaust frekar en stjórnkerfi fiskveiða í heild, en það er val sveitarfélaganna, sem fengið hafa úthlutað, að aðlaga reglurnar að því hvernig úthlutun eigi að vera háttað. Eðlilegt er að tíma taki að aðlaga byggðakvótakerfið að hverri byggð fyrir sig, þar sem byggðalögin eru eins misjöfn og þau eru mörg“ segir Ómar Már.

„Þau sveitarfélög sem gera sér grein fyrir þeim hagsmunum sem í húfi eru og hvaða tækifæri geta falist í úthlutun byggðakvóta, eru að leitast við að aðlaga sig að þessu kerfi með hagsmuni allra íbúa að leiðarljósi“ segir hann.

„Því má heldur ekki gleyma að úthlutun byggðakvóta fer eftir ákveðnum reglum, þar sem tekið er tillit til þróunar á aflaheimildum í sveitarfélaginu. Þannig fá þau byggðalög meira sem mest hafa misst og í þeim byggðalögum sem hefur orðið aukning á veiðiheimildum fá minna.

Ég tel hinsvegar mjög mikilvægt að áfram verði unnið að útfærslu þess og unnið að því að skapa grundvöll til að nýta úthlutaðan byggðakvóta sem best til hagsbóta fyrir alla íbúa. Að fara að kollvarpa því kerfi sem mörg sveitarfélög hafa verið og eru að aðlaga sig að er algjörlega á skjön við heilbrigða skynsemi“ segir Ómar.

Ómar segir að hugmyndir hópsins gangi ekkert út á annað en að ívilna einni tegund útgerða og sveitarfélaga á kostnað annarra. „Það geta ekki allir gert út á línu og það liggja ekki öll byggðarlög jafnvel við línuveiðum. Áföll af ýmsum ástæðum verða hinsvegar í öllum útgerðarflokkum og sveitarfélögum. Þeim áföllum er byggðakvótanum ætlað að bæta. Að leggja byggðakvótann af til þess að auka línuívilnun landróðrabáta gerir lítið annað en að skekkja samkeppnistöðu milli einstakra útgerðarflokka og sveitarfélaga“ segir hann.

Þær raddir hafa heyrst meðal sveitarstjórnarmanna að ekki sé æskilegt að þeir þurfi að axla þá ábyrgð að semja reglur um úthlutun byggðakvóta. Ómar segist vita af þeirri umræðu. „Sé það vilji einstakra sveitarstjórnarmanna að afsala sínu sveitarfélagi byggðakvóta, verði þeir að gera það upp við sig. Ég trúi því að sé viljinn fyrir hendi, sé hægt að aðlaga úthlutanir að hverri byggð fyrir sig með þokkalegri sátt, þannig að úthlutunin nýtist hverju byggðarlagi sem best.
Það væri hinsvegar ábyrgðarlaust að svipta byggðarlög, sem hafa góða reynslu af byggðakvóta, þeim möguleikum sem í kerfinu felast. Það verður aldrei breið sátt um þetta kerfi frekar en önnur stjórnkerfi fiskveiða“ segir Ómar.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að breið samstaða hafi myndast á Vestfjörðum um þær hugmyndir að leggja af byggðakvótann. Ómar segist ekki hafa orðið var við þessa breiðu samstöðu. „Í mínum huga er þarna á ferðinni hópur útgerðarmanna smábáta sem vill ráða því einn með hvaða hætti afla er ráðstafað. Ef hugmyndir þeirra ná fram að ganga verður engin trygging framar hvar sá afli skapar atvinnu. Það er hinsvegar skiljanlegt að einstakir útgerðarmenn reyni að auka sinn hlut í veiðum. Að það verði gert á kostnað atvinnuöryggis í byggðunum kemur einfaldlega ekki til greina. Það er fjarri sanni að um þessar hugmyndir sé breið samstaða á Vestfjörðum“ segir Ómar Már Jónsson sveitarstjóri.

hj@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli