Frétt

bb.is | 25.08.2005 | 14:13Stórtónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon í íþróttahúsinu á Torfnesi

Stærsta ljósakerfi sem sett hefur verið upp á Vestfjörðum verður notað á tónleikunum í kvöld. Mynd: Friðþjófur Þorsteinsson.
Stærsta ljósakerfi sem sett hefur verið upp á Vestfjörðum verður notað á tónleikunum í kvöld. Mynd: Friðþjófur Þorsteinsson.
Stórtónleikar til styrktar Krabbameinsfélaginu Sigurvon verða haldnir í íþróttahúsinu á Torfnesi í kvöld. Hafa aðstandendur tónleikanna unnið hörðum höndum að undirbúningnum í alla nótt og fram á morgun. Meðal annars hefur verið settur upp ljósabúnaður sem vegur 1200 kg og er það stærsta ljósakerfi sem sett hefur verið upp á Vestfjörðum. „ Tónleikarnir hafa fengið ótrúlega góðar viðtökur hjá almenningi og fjölmiðlum. Það hefur gengið mjög vel að kynna þá og forsala hefur gengið framar björtustu vonum. En þótt meginmarkmiðið sé að safna fjár til góðgerða er það ekki síður til að sýna að Vestfirðingar geti staðið fyrir svona stórum tónleikum“,segir Gunnar Atli Gunnarsson, skipuleggjandi tónleikanna.

Á tónleikunum koma fram Á móti sól, Birgitta Haukdal, Nylon, Hildur Vala Einarsdóttir, Sign, Davíð Smári Harðarson, Nine elevens, Apollo og Húsið á sléttunni. Sverrir Þór Sverrisson og Auðunn Blöndal, sem betur eru þekktir sem Sveppi og Auddi úr Strákunum á Stöð 2, áttu að vera kynnar en tilkynnt var í morgun að þeir myndu forfallast af óviðráðanlegum orsökum og var farið í það strax að finna nýjan kynni með svo stuttum fyrivara. Leikarinn Steinn Ármann Magnússon mun taka það hlutverk að sér.

Tónleikarnir verða nú haldnir þriðja árið í röð og stefnt er á að þeir verði árlegur viðburður. „Ef vel gengur í kvöld þá tel ég það vera skothelt að góðgerðartónleikar Sigurvonar séu komnir til að vera. Tónleikarnir eru stærri en nokkru sinni áður en þeir hefðu aldrei orðið að veruleika nema fyrir tilstuðlan Íslandsbanka, Önundar Pálssonar hljóðmanns, Friðþjófs Þorsteinssonar, fjölda annarra sem komu að þeim“, segir Gunnar Atli.

Tónleikarnir byrja kl. 19:30 og standa til kl. 22. Rétt er að minna á að um er að ræða fjölskyldutónleika og áfengi eða önnur vímuefni eru með öllu bönnuð. Forsala fer fram í Íslandsbanka og lýkur kl. 16 í dag og hefst almenn sala kl. 19 í íþróttahúsinu.

thelma@bb.is

bb.is | 28.10.16 | 15:50 Opnunartímar kjörstaða á Vestfjörðum

Mynd með frétt Á morgun ganga Vestfirðingar sem aðrir landsmenn til Alþingiskosninga. Ekki er um samræmda opnunartíma að ræða í kjördeildum og má hér finna upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma kosningarstaða í fjórðungnum. Í Ísafjarðarbæ hefst kjörfundur klukkan 9 í öllum kjördeildum, stendur hann til ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 14:48Ófrjór lax alinn í Tálknafirði og í Dýrafirði

Mynd með fréttTilraunaeldi á ófrjóum laxi mun fara fram á Tálknafirði og í Dýrafirði. Í gær var greint frá tilrauninni í frétt BB og í fréttatilkynningu frá Landssambandi fiskeldisstöðva kemur fram að ófrjói laxinn verði alinn samhliða frjóum lax við sömu aðstæður og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 13:23Stjórnarandstaðan með nauman meirihluta

Mynd með fréttStjórnarandstöðuflokkarnir fjórir sem hafa verið í viðræðum um samstarf eftir kosningar tapa samanlögðu fylgi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið og birtist í dag. Flokkarnir fengju 33 þingmenn, sem dugar til að mynda ríkisstjórn. Fá þeir þremur ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 11:48Ísafjarðarbær tekur á móti tveimur fjölskyldum

Mynd með fréttÍsafjarðarbær undirbýr nú, í samvinnu við Velferðarráðuneytið, Fjölmenningarsetur og fleiri aðila, komu tveggja fjölskyldna sem hlotið hafa dvalarleyfi á Íslandi af mannúðarástæðum. Reiknað er með að fjölskyldurnar flytji vestur núna í nóvember. Um er að ræða fimm einstaklinga, einstæðir foreldrar og ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:37Tímamótafundur á Hólmavík

Mynd með fréttSveitarstjórar og oddvitar Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar, sveitarfélaganna þriggja sem vinna að sameiginlegu svæðisskipulagi, funduðu í Hnyðju á Hólmavík á miðvikudaginn. Um tímamótafund var að ræða, en aðalmálefnið var á hvaða sviðum hægt væri að vinna saman til að efla sveitarfélögin ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 09:01Finna hræðilegasta og frumlegasta graskerið á Melrakkasetrinu

Mynd með fréttHrekkjavakan er 31.október og er hún haldin hátíðleg víða um heim. Ekki hefur myndast hefð fyrir því að halda hana hátíðlega hér á landi en undanfarin ár hefur þó borið meir og meir á ýmsum uppákomum og gleðskap henni tengdri. Sumir ...
Meira

bb.is | 28.10.16 | 07:30Segir málflutning Óðins vera „korter í hræðsluáróður“

Mynd með fréttMálflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli