Frétt

mbl.is | 24.08.2005 | 13:27Leikir dagsins í enska boltanum

Fjórir leikir fara fram í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Meistarar Chelsea munu taka á móti WBA á Brúnni, Arsenal fær nágranna sína í Fulham í heimsókn á Highbury, Tottenham fer í heimsókn á Ewood Park og leikur gegn Blackburn og loks má búast við hörkuleik á Reebok Stadium þar sem Bolton tekur á móti Newcastle. Leikirnir verða allir sýndir á sjónvarpsstöðinni Enski boltinn og hliðarrásum hennar.

Chelsea - WBA

Chelsea hefur þetta tímabil á svipuðum nótum og þeir hófu það síðasta. Þeir hafa sigrað sína leiki með því aðeins að skora eitt mark og mörkin hafa leikmenn skorað sem komið hafa af varamannabekknum. Jose Mourinho hefur gefið í skyn að Joe Cole og Carvalho fái að hefja leik í byrjunarliðinu í þessum leik, en Arjen Robben byrjar á bekknum. Á síðasta tímabili tókst WBA ekki að halda hreinu í einum einasta útileik, en tókst það gegn Manchester City í fyrsta leik tímabilsins og spurning hvort Bryan Robson sé kominn með varnarleikinn á hreint.

Arsenal - Fulham

Arsenal hefur unnið sjö síðustu heimaleiki sína í deildarkeppninni. Eftir tapið gegn Chelsea á sunnudag kemur lítið annað til greina fyrir Arsenal en sigur í dag. Freddie Ljungberg og Sol Campell eru á sjúkralistanum en óvíst er með hvort Dennis Bergkamp sé búinn að ná sér af þeim bakmeiðslum sem voru að hrjá hann. Þetta gæti orðið erfiður leikur fyrir Fulham sem hefur ekki byrjað tímabilið sannfærandi. Gaman er að sjá hvort Chris Colemann knattspyrnustjóri Fulham noti Heiðar Helguson í framlínunni, en hann fékk að spreyta sig í 10 mínútur um síðustu helgi. Helstu vandræði Coleman felast í því að báðir markmenn hans, Mark Crossley og Jaroslav Drobny eru meiddir og því verður lánsmaðurinn Tony Warner á milli stanganna. Auk þess verða varnarmennirnir Alain Goma og Carlos Bocanegra frá vegna meiðsla.

Blackburn - Tottenham

Blackburn hefur ekki skorað í þremur síðustu viðureignum þessara liða. Hughes á í nokkrum vanda þar sem nokkrir lykilmenn stríða við meiðsli og aðrir eru í banni. Craig Bellamy, David Thompson og Lorenzo Amoruso verða allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla auk þess sem Paul Dickov og Matt Derbyshire verða í leikbanni. Tottenham hefur sýnt góðan leik í upphafi tímabils og greinilegt að Martin Jol er að gera fína hluti með Tottenham. Liðið hefur unnið báða leiki sína í upphafi móts og ekki fengið á sig mark. Tottenham hafa einnig innanborðs hjá sér nokkra leikmenn sem geta ekki leikið vegna meiðsla. Þeir Wayne Routledge, Ledley King, Tom Huddlestone, Sean Davis, Noe Pamarot og Mounir El Hamdaoui eru allir frá vegna meiðsla.

Bolton - Newcastle

Bolton tapaði um síðustu helgi fyrir Everton en hafði þó mikla yfirburði í leiknum. Ricardo Gardner er eini leikmaður Bolton sem á við meiðsli að stríða og ekki er víst hvort hann geti spilað í kvöld. Hietoshi Nakata og hinn mexíkóski Jared Borgetti verða ekki með þar sem þeir eru ekki komnir í nægilega gott form. Hjá Newcastle er Shola Ameobi laus úr leikbanni og leikur fyrsta leik sinn á tímabilinu með liðinu. Það hefur gengið bölvanlega fyrir Newcastle að fá nýja sóknarmenn til liðsins eftir að liðið missti þá Patrick Kluivert og Craig Bellamy í sumar. Í dag bárust fregnir af því að Real Madrid hefði samþykkt rúmlega 15 milljóna punda tilboð í Owen, en stuðningsmenn Newcastle hljóta að bíða með að fagna slíkum fréttum í ljósi þess hve margir leikmenn hafa gengið úr greipum forráðamanna liðsins.

bb.is | 27.10.16 | 13:23 Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með frétt Í blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 16:50Hættur eftir 38 ár á Páli

Mynd með fréttÞað var stór stund í útgerðarsögu Páls Pálssonar ÍS þegar skipið lagðist að bryggju á Ísafirði í morgun. Rétt eins og síðustu 38 árin var Jón Vignir Hálfdánsson um borð, en nú var komið að kveðjustund því Jón er hættur til ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 15:49Mælt með leiðinni um Teigsskóg

Mynd með fréttVegagerðin leggur til að nýr Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður eftir leið sem kölluð er Þ-H. Hún liggur yfir Gufufjörð og Djúpafjörð og um Teigsskóg í Þorskafirði. Í frummatsskýrslu sem send hefur verið Skipulagsstofnun kemur fram að það er ódýrasta leiðin ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 14:53Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli