Frétt

bb.is | 24.08.2005 | 09:32Gestum boðið að skoða aðstöðuna og þiggja kaffi og léttar veitingar

Frá framkvæmdum við gerð mötuneytisins.
Frá framkvæmdum við gerð mötuneytisins.
Í dag klukkan 12:00 verða samningar undirritaðir á milli Ísafjarðarbæjar og verktaka um framkvæmdir í mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði, sem opnað verður í byrjun september. Undirritunin fer fram í sal skólans og verður gestum boðið að skoða aðstöðuna að undirritun lokinni. Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar. Allir eru velkomnir og verður leitast við að svara spurningum um verkefnið. „Í vetur tóku bæjaryfirvöld á Ísafirði mötuneytismálin í sveitarfélaginu til gagngerrar endurskoðunar í því skyni meðal annars að bæta mataræði barna í sveitarfélaginu. Vel var vandað til verksins og var Valgerður Hildibrandsdóttir næringarráðgjafi og matarfræðingur hjá SN-ráðgöf efh. til ráðgjafar frá upphafi. Í umræðum höfðu menn velt fyrir sér þeim valkostum að bjóða annað hvort verkið út eða að elda á staðnum. Niðurstaðan varð sú að menn fóru bil beggja. Ákveðið var að útbúa fullkomið stóreldhús í GÍ sem yrði svo leigt einkaaðilum er sæju um rekstur þess samkvæmt þeim kröfum sem sveitarfélagið gerði“, segir Skúli Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

„Rannsóknir sýna að allt að 30% barna hérlendis eru með of háan þyngdarstuðul og sjúkdómar sem því tengjast verða sífellt algengari. Að mati Heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóðanna siglum við inn í eitt stærsta heilsufarsvandamál á Vesturlöndum ef ekkert verður að gert. Full ástæða er því til þess að hafa áhyggjur af mataræði íslenskra barna og þar eru ísfirsk börn engin undantekning. Án efa hefur það áhrif á líðan og hegðun barna ef mataræðið er of einhæft, ef tiltekin næringarefni skortir í fæðuna og ef brestur á því að börnin nærist á þeim tímum dags þegar mestrar orku er þörf“, bendir Skúli á.

Sú nýjung verður tekin upp að gert er ráð fyrir því að nemendur gangi sjálfir frá óhreinum borðbúnaði beint í uppþvottinum. Þeir munu einnig skammta sér matinn sjálfir að undanskildum aðalréttinum sem starfsmaður mun skammta. Þessar leiðir eru meðal annars valdar til að gera nemendurna sjálfa virka þátttakendur og einnig svo að þeir læri að taka sér réttar skammtastærðir út frá þeim viðmiðunarskömmtum sem eru í gildi.

„Þó byggt sé á nýrri hugsun hérlendis má segja að unnið sé í samræmi við þá menningu sem tekist hefur að skapa í Grunnskólanum á Ísafirði á undanförnum árum. Þar bera nemendur sjálfir ábyrgð á því að umhverfi þeirra og tæki séu í góðu ástandi. Örbylgjuofnar og billiardborð, skápar, húsgögn og aðrir hlutir í umhverfi nemendanna bera þess merki að vel sé gengið um og nemendur vilja vinna með skólayfirvöldum. Líta má svo á að fyrirkomulag þetta sé áframhald af þeirri hefð. Auk matarsölu í grunnskólanum verða matarskammtar fluttir í íbúðir aldraðra á Hlíf og leikskólann Bakkaskjól í Hnífsdal“, segir Skúli.

„Unnin voru ítarleg útboðsgögn bæði fyrir búnað og rekstur framleiðslueldhúss í GÍ með það að markmiði að þar verði framleidd matvæli sem uppfylla ströngustu kröfur um hollustu, bragðgæði og öryggi. Ánægjulegt er frá því að segja að tilboð SKG veitinga ehf. reyndist hagkvæmast þegar tekið var tillit til allra þátta. Fyrirtækið hefur um nokkurra ára skeið rekið veitingasölu á Hótel Ísafirði og boðið þar m.a. upp á veisluþjónustu. Fyrirtækið er hið eina sinnar tegundar utan stór Reykjavíkursvæðisins og Akureyrar sem hefur réttindi til þess að mennta sveina í matreiðslu. Það styðst við viðurkennda öryggisstaðla við framleiðslu og dreifingu matar“, segir Skúli.

„Tilboð Jóhanns Ólafssonar ehf. í búnað og tæki reyndist hagkvæmast. Iðnaðarmenn hafa unnið við það í sumar að breyta húsnæði félagsmiðstöðvarinnar í GÍ í stóreldhús og verður mötuneytið opnað í byrjun næsta mánaðar. Í fyrstu verða seldir einfaldir kaldir réttir en undir lok mánaðarins hefst starfsemin fyrir alvöru með sölu heitra rétta til nemenda og starfsfólks skólans. “, segir Skúli Ólafsson, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.

halfdan@bb.is

bb.is | 26.10.16 | 14:53 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

Mynd með frétt Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst. Fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýju könnuninni mælist 21,9% en var 21,4% í síðustu könnun MMR fyrir einum mánuði. Fylgi Pírata er ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 13:24Sýnir alltaf á kjördag

Mynd með fréttLaugardaginn 29. október 2016, sama dag og kosið verður til alþingis, opnar Kristján Guðmundsson sýningu í Gallerí Úthverfu á Ísafirði. Kristján opnaði fyrst sýningu á kosningadegi árið 1987 og síðan þá hefur skapast ákveðin hefð fyrir því að listamaðurinn komi ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 11:4321 ár frá snjóflóðinu á Flateyri

Mynd með frétt26.október líður mörgum landsmönnum seint úr minni og þá sérstaklega þeirra sem bjuggu á Flateyri þennan dag fyrir tuttugu og einu ári síðan, er gríðarstórt snjóflóð féll úr Skollahvilft yfir hluta byggðarinnar og hreif með sér tuttugu mannslíf. Flóðið féll rétt ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 10:57Vel heppnaður kvennafrídagur í Bolungarvík

Mynd með fréttKonur í Bolungarvík sýndu mikla samstöðu og baráttuanda er þær komu saman í Félagsheimilinu í Bolungarvík á kvennafrídaginn, en á bilinu 60-70 konur voru á staðnum þegar að mest var. Kveikjan að viðburðinum var tölvupóstur frá sveitarfélaginu sem barst foreldrum leikskólabarna ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:37Ertu undirbúin fyrir þriggja daga rof á innviðum?

Mynd með fréttNemendur í grunnskólum á Vestfjörðum voru áhugasamir að ræða við sjálfboðaliða Rauða krossins um mikilvægi þess að vera undirbúinn með heimilisáætlun og viðlagakassa ef neyðarástand skapast. Nokkrir sögðu að líf og starf væri afar undarlegt án netsambands í lengri tíma, þó ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 09:01Gísli á Uppsölum sýndur á Ströndum

Mynd með fréttKómedíuleikhúsið heimsækir Strandir á morgun, fimmtudagskvöldið 27. október, og sýnir leikritið Gísli á Uppsölum í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Sýningin hefst kl. 20. Gísli á Uppsölum er 40. leikverkið sem Kómedíuleikhúsið setur á svið. Meðal annarra verka leikhússins má nefna verðlaunaleikinn Gísla ...
Meira

bb.is | 26.10.16 | 07:36Vilja byggja íbúðarblokk á Ísafirði

Mynd með fréttÍsafjarðarbær stefnir að byggingu fjögurra hæða íbúðarblokkar við Sindragötu 4a á Ísafirði. Bærinn hefur sótt um stofnframlag til Íbúðalánasjóðs vegna byggingar hússins. Gert er ráð fyrir þrettán íbúðum í blokkinni að stærðinni 57 m2 til 163 m2. Sjö minnstu í ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 16:54Allt fer í skrúfuna ef konur leggja niður störf

Mynd með fréttJón Páll Hreinsson, hinn nýi bæjarstjóri í Bolungarvík, lætur sig ekki muna um að gera það sem gera þarf til að hlutirnir í bænum fari á sem bestan veg. Líkt og alþjóð veit var kvennafrídagurinn í gær og fjölmargar konur um ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 14:56Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með fréttHelstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli