Frétt

Guðni A. Einarsson | 19.08.2005 | 15:49Sváfu landsbyggðarþingmenn á verðinum?

Á dögunum barst til mín bréf frá flutningsfyrirtæki sem ég á mikil viðskipti við. Það væri ekki í frásögur færandi nema ef væri fyrir það að þar er mér tilkynnt um 5,5% hækkun á flutningsgjöldum. Aðalrökin eru þau að vegna kerfisbreytingar á innheimtu þungaskatts á díselbifreiðum sé um aukinn kostnað að ræða hjá flutningafyrirtækjum, sem þau þurfi að mæta með gjaldskrárhækkunum. Það er ótrúlegt að nokkur landsbyggðarþingmaður hafi getað samþykkt þessar lagabreytingar vitandi að þetta myndi leiða til þessarar hækkunar. Ætla ég því, að þeim hafi ekki verið ljósar þessar afleiðingar. Það er því krafa mín að þetta verði tekið til gaumgæfilegrar athugunar strax á haustþingi og leiðrétt í hvelli.

Ein aðal kvöl og pína atvinnurekstrar á landsbyggðinni er hár flutningskostnaður, og þá sérstaklega það, að landsbyggðin er að greiða niður flutningskostnað fyrir þéttbýlissvæðin. Hvað er hann nú að bulla maðurinn, hugsar nú sjálfsagt einhver, en ég ætla að rökstyðja þetta. Það er hagkvæmt að vera með sem stærstar einingar í flutningum og með sem fæsta viðkomustaði. Og það er gert með því að safna nógu miklu á einn stað og skipa því út og upp þar. Þetta geta allir verið sammála um og ættu að geta sameinast um. En þá er komið að því að borga brúsann. Eins og þetta er í dag eru þeir sem þurfa að flytja vöruna að og frá upp og útskipunarhöfn einir látnir borga, en hinir sem nær eru fá að njóta hagræðingarinnar án þess að greiða neitt. Það er, þéttbýlisbúinn fær hagstæðari flutningsgjöld vegna alls þess magns sem safnast saman í höfnina hjá honum utan af landi. Mér fyndist eðlilegt að allir myndu greiða þessa hagræðingu niður með einhverskonar flutningsjöfnun.

Ríkisskip var fyrirtæki sem sigldi með ströndum fram á árum áður. Það var selt og við tóku strandsiglingar stóru skipafélaganna, sem þjónuðu okkur sem úti á landi búum mjög vel að mínu mati. Síðan fóru þau að flytja allt með flutningabílum vegna þess að það er svo miklu hagkvæmara en að nota skip að þeirra sögn. Aldrei hef ég orðið var við að sú hagræðing skilaði sér til okkar í lækkun flutningskostnaðar. En ferðatíðnin og þjónustan er frábær, ekki ætla ég að draga úr því en hún er bara of dýr.

Það þarf að leita leiða til að allir landsmenn og þar með þjóðfélagið í heild, njóti þeirrar hagræðingar sem fellst í því að fækka viðkomustöðum millilandaskipanna. Það getur kostað að ríkissjóður þurfi að koma að málinu og stofna að nýju Ríkisskip eða það sem betra væri að hafa flutningsjöfnunarsjóð sem allir þeir sem hagnast á fyrrnefndri hagræðingu greiddu í.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli