Frétt

mbl.is | 12.08.2005 | 08:11Sætt að skora á Skaganum

"Þetta var sætt. Að skora tvö gegn mínu gamla félagi. Mér hefur alltaf liðið vel á þessum velli og að skora gegn ÍA var óneitanlega svolítið sérstakt, en virkilega ánægjulegt," sagði Garðar Gunnlaugsson markaskorari Vals í 2-1 sigri liðsins á ÍA á Skagavelli í gærkvöldi. Valsmenn byrjuðu leikinn gegn ÍA töluvert betur og náðu að ógna marki þeirra tvisvar sinnum á fyrstu sjö mínútm leiksins, án þess þó að skapa sér góð marktækifæri. Skagamenn komust fljótlega inn í leikinn og höfðu undirtökin seinni part fyrri hálfleiks. Guðmundur Benediktsson sýndi skemmtilega takta inn á milli og sérstaklega voru það hælspyrnur hans sem glöddu augað.

En þrátt fyrir ágætis baráttu tókst hvorugu liðinu að skapa góð marktækifæri í fyrri hálfleik.Seinni hálfleikurinn fór fjörlega af stað, og voru Valsmenn aðgangsharðir á upphafsmínútunum. Á 52. mínútu komst Valur yfir með marki frá Garðari Gunnlaugssyni, en hann lék áður með Skagamönnum. Greinilegt var að Garðari leiddist ekki að skora gegn sínum gömlu félögum. Markið kom eftir aukaspyrnu Baldurs Aðalsteinssonar frá hægri sem rataði beint á kollinn á Bjarna Eiríkssyni sem skallaði boltann kröfutlega að markinu. Bjarki Guðmundsson varði vel en Garðar fylgdi á eftir og átti ekki í neinum erfiðleikum með að koma boltanum í markið.

En Skagamenn bitu frá sér og tókst að jafna metin með marki frá hinum unga Andra Júlíussyni. Ellert Jón Björnsson átti heiðurinn af undirbúningnum, en hann fór illa með Steinþór Gíslason og kom boltanum fyrir markið þar sem Andri skoraði með skoti úr markteignum. Vel að verki staðið hjá Andra og Ellerti. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð og skiptust liðin á að sækja. Skagamenn komust nálægt því að skora á 73. mínútu þegar Hjörtur Hjartarson fékk sendingu frá Ellerti af vinstri vængnum, en náði ekki nægilega vel til knattarins og átti Kjartan Sturluson ekki í neinum erfiðliekum með að handsama knöttinn. Hjörtur Hjartarson var vso aftur á ferðinni mínútu síðar, en fast skot hans af stuttu færi endaði í þverslánni.

Á 83. mínútu tókst Garðari Gunnlaugssyni að svo að bæta öðru marki Valsmanna við eftir fallega sendingu Guðmundar Benediktssonar innfyrir vörnina. Garðar reyndist því sínu gamla liði erfiður í gær. Mörkin hans tvö halda örlítilli spennu í toppbaráttu Landsbankadeildarinnar og treysta stöðu Vals í öðru sæti. Ólafur Þórðarson þjálfari ÍA var óánægður með úrslitin, enda Skagamenn betri megnið leiknum. "Þetta var hundfúlt. Við vorum betra liðið á vellinum í þessum leik og hefðum að sjálfsögðu átt aðv inna leikinn en það eru mörkin sem telja og þau hefðu átt að vera fleiri hjá okkur í kvöld."

Gylfi Ólafsson. | 28.10.16 | 07:30 Sakar Óðinn um hræðsluáróður

Mynd með frétt Málflutningur Óðins Gestsonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri, um uppboð á aflaheimildum er „korter í hræðsluáróður“. Þetta segir Gylfi Ólafsson, oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, í aðsendri grein í BB í gær. Óðinn er einn af fjölda fólks sem rætt er við í ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 16:51Flókin tengsl í þorpi sem margir gera tilkall til

Mynd með fréttSjávarþorpið Flateyri og staðartengsl íbúa þar verður til umfjöllunar í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða á morgun. Sæbjörg Freyja Gísladóttir, þjóðfræðingur búsettur á Flateyri, veltir því m.a. upp hvað það sé sem fær listamenn og þjóðfræðing til að eiga athvarf í afskekktu þorpi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 15:56Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í kosningaspá

Mynd með fréttSjálfstæðisflokkurinn er enn vinsælasti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 22,7 prósent fylgi á landsvísu í kosningaspá Kjarnans. Píratar eru með 20,6 prósent fylgi og hafa hækkað örlítið í síðustu kosningaspám. Vinstri græn mælast með 16,9% í spá Kjarnans, Framsóknarflokkurinn með 10,1% ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 14:57Vestfirska forlagið með fimm nýjar bækur

Mynd með fréttNæstu vikur eru fimm nýjar bækur væntanlegar í jólabókaflóðið frá Vestfirska forlaginu. Gunnar B. Eydal hefur skrifað bókina Vegprestar vísa veginn. Bókin er „er ekki ævisaga heldur glefsur úr lífi mínu,“ segir höfundur og framsetningin svolítið sundurlaus og hlaupið úr einu ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 13:23Súrsynir eru mættir í Haukadal

Mynd með fréttÍ blaði vikunnar 2. hluti teiknimyndasögu Ómars Smára Kristinssonar og Elfars Loga Hannessonar og nú eru Súrsyni komnir í Haukadalinn eftir hremmingar í Súrnadal í Noregi. Þar hafði samkvæmt fyrsta hluta sem birtist í 36. tölublaði Bæjarins besta slegist upp á ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 11:51Ágætt sátt um strandveiðar

Mynd með fréttAð mati starfshóps á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins ríkir ágæt sátt um þann grunn sem að strandveiðikerfið byggir á. Samtal var haft við helstu hagsmunaaðila og var þar farið yfir kosti og galla á kerfinu og reyndist almennt ekki mikill vilji ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 10:56Veður og færð ættu ekki að tefja talningu

Mynd með fréttVeður og færð ættu ekki að tefja talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjörkössum úr öllu kjördæminu er keyrt í Borgarnes þar sem atkvæði verða talin. „Ég hef verið í sambandi við Vegagerðina og þetta ætti ekki að vera vandamál. Það spáir hlýnandi ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:37Ráðgera tilraunaeldi á geldlaxi

Mynd með fréttFiskeldisfyrirtækið Arctic Fish, Stofnfiskur og Hafrannsóknastofnun ráðgera tilraunaeldi á ófrjóum laxi, svokölluðum þrílitna fiski. „Það verða tekin hrogn á næsta ári og stefnt að útsetningu seiða árið 2018,“ segir Sigurður Pétursson, framkvæmdastjóri Arctic Fish. Hann tekur fram að áætlanir séu enn ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 09:01Óboðnir gestir á Eyrarskjóli

Mynd með fréttÓboðnir gestir fóru um liðna helgi inn á lóð leikskólans Eyrarskjóls á Ísafirði og rifu þar niður talsvert magn bóka og blaða við eldstæði skólans. Eitthvað af pappírnum var búið að brenna en þó yfirleitt ekki nema að hluta til og ...
Meira

bb.is | 27.10.16 | 07:32Hinir ríku verða miklu ríkari

Mynd með fréttHrein eign ríkasta 0,1 prósent landsmanna jókst um 20 milljarða króna í fyrra. Hún hefur ekki aukist um svo háa upphæð milli ára síðan á milli áranna 2006 og 2007, á hápunkti bankagóðærisins. Alls átti þessi hópur, sem telur nokkur hundruð ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli