Frétt

Stakkur 30. tbl. 2005 | 27.07.2005 | 15:30Aftur til fortíðar!

Sveitarfélög hafa sameinast af miklum krafti síðustu ár. Margir telja að ekki sé nóg að gert. Fyrir því liggja margar ástæður. Hagkvæmni stærðarinnar er ein. Þjónusta sveitarfélaganna verður bæði meiri og flóknari. Við bætist að kröfur íbúanna aukast að mun með hverju árinu. All nokkrir telja að sameining sé ekki til góðs og betra sé að sveitarfélög séu áfram mörg og smá. Fyrir því má vafalaust færa ýmis rök. En þegar grannt er skoðað kemur í ljós að nútíminn kallar á önnur vinnubrögð en tíðkuðust á 19. öld og langt fram á hina nýliðnu. Hreppstjórar leysa ekki lengur framfærsluvanda með því að halda undirboð á fátæklingum og sá hreppir hnossið, framfærslu þurfalingsins er í hlut á, sem býðst til að taka minnst fyrir að sjá til þess að hann skrimti. Ef það væri svo einfalt mætti halda áfram með sveitarfélög nokkurra tuga manna. En það gengur ekki lengur.

Nú vilja Svarfdælingar kljúfa sig frá Dalvíkurbyggð. Að sumu leyti er það gaman. Þá sést að til er fólk sem hefur mikla sjálfsvitund og löngum til sjálfstæðis fyrir sig og sitt samfélag. Allt mun þetta sprottið af því að sveitarstjórn samþykkti að sameina skóla byggðarlagsins. Sú ákvörðun átti við fullkomlega skiljanleg rök að styðjast, fjárhagsleg jafnt og samfélagsleg. Er börnum greiði gerður að mismuna þeim í tækifærum varðandi skólagöngu og félagsþroska? Sem fyrr segir verður samfélag fólks á Íslandi æ flóknara. Grunnskólar hafa ef til vill ekki staðið sig sem skyldi að búa nemendur sína undir þá baráttu sem bíður þeirra þegar til alvörunnar kemur. Ljóst er að stríðið við fíkniefni stendur enn og engar líkur á því að það sé að vinnast og Ísland verði fíkniefnalaust í bráð.

Aftur að efninu. Sveitarfélögin vildu fá til sín grunnskólann og það hefur heyrst kveinað undan þunga hans síðan þau tóku yfir. Ljóst má einnig vera að ríkisvaldið greiðir um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til þeirra sem höllum fæti standa. Því verður vart trúað að þingmenn láti undan þrýstingi fámennra sveitarfélaga og heimili með lögum að afturkalla sameiningu sveitarfélaga. Ætla þingmenn að kaupa sér atkvæði fárra kjósenda á kostnað skattgreiðenda um allt land og hverfa til fortíðar? Því verður ekki trúað að Alþingi láti undan upphlaupi fólks er stendur vörð um mjög persónulega hagsmuni sína með þessum hætti á kostnað allra hinna. Það verður þá að borga herkostnaðinn sjálft.

Reyndar er ótrúlegt að enn skuli ekki nást um það samstaða á Alþingi að ákvarða lágmarksstærð sveitarfélaga á Íslandi. En þau eru allt of mörg og flest of smá til þess að nokkurt vit sé í. Umræðan er þörf, en skynsamlegar ákvarðanir þarf.

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli