Frétt

bb.is | 26.07.2005 | 15:27„Enn ein aðförin að byggð á Vestfjörðum“ segir bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ

Engin sjúkraflugvél verður staðsett á Vestfjörðum í framtíðinni nái tillögur þar um fram að ganga.
Engin sjúkraflugvél verður staðsett á Vestfjörðum í framtíðinni nái tillögur þar um fram að ganga.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi.
Magnús Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar segir útboð á sjúkraflugi frá Vestfjörðum vera enn eina aðförina að byggð á Vestfjörðum og að einstakir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar geti ekki samþykkt stefnubreytingu í málinu fyrir hönd annarra íbúa á svæðinu. Útboð Ríkiskaupa á sjúkraflugi hefur vakið nokkra athygli en sagt var frá málinu á bb.is í morgun. Verði flugið framkvæmt eins og útboðsgögn gera ráð fyrir verður sjúkraflugvél ekki staðsett á Ísafirði eins og verið hefur á undanförnum árum.

Magnús Reynir segir þessar ráðagerðir koma mjög á óvart. „Þetta kemur mjög á óvart. Sérstaklega í ljósi þess hversu stutt er síðan kynntur var af stjórnvöldum Vaxtarsamningur Vestfjarða þar sem gert er ráð fyrir eflingu flugs frá Ísafirði. Enn og aftur kemur í ljós að samningar sem þessir eru ekki pappírsins virði þegar á reynir“, segir Magnús.

Hann segir þessar fyrirætlanir ekki hafa verið kynntar í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar né bæjarráði. „Mér vitanlega hefur málið ekki verið kynnt fyrir bæjaryfirvöldum eins og auðvitað ber að gera í svo stóru hagsmunamáli. Hafi einhverjir kjörnir fulltrúar eða stjórnendur bæjarins haft um þetta vitneskju án þess að kynna það eru þeir ekki starfi sínu vaxnir“, segir hann.

Eins og fram kom í samtali við Svein Magnússon skrifstofustjóra í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu var þessi breyting gerð í fullu samráði og með samþykki starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar. Aðspurður hvort skoðun þessa fagfólks sé ekki nægileg íbúum segir Magnús svo ekki vera. „Einstakir starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar geta ekki samþykkt stefnubreytingu í svona stóru hagsmunamáli. Til þess hafa þeir ekkert umboð. Þeir geta sagt sína skoðun en annað ekki. Ég spyr hvort ekki sé nú rétt að Fjórðungssamband Vestfirðinga komi upp úr skúffunni og standi vaktina í hagsmunamálum fjórðungsins. Á meðan það er til á það að standa vaktina. Ég spyr mig líka hvar þingmenn okkar séu. Er ástandið orðið svo aumt í þeirra hópi að þegar tekist er á um eitt af okkar stærstu öryggismálum þá þegi þeir þunnu hljóði. Í mínum huga er þetta mál enn ein aðförin að byggð á Vestfjörðum“, segir Magnús Reynir.

Nú standa yfir endurbætur á flugvellinum á Þingeyri og í kjölfarið batna lendingarmöguleikar þar nokkuð. Aðspurður hvort ekki sé eðlilegt að í kjölfar þess breytist fyrirkomulag flugs á svæðið segir Magnús Reynir svo vera. „Framkvæmdir við Þingeyrarflugvöll eru til þess að bæta öryggi í farþegaflugi, sem löngu var orðið tímabært. Þær framkvæmdir eru ekki til þess að minnka öryggi í sjúkraflugi. Það vita allir, sem hér hafa búið um einhvern tíma, að þær aðstæður skapast því miður mjög oft að ekki er lendandi á Ísafirði og Þingeyri. Því hafa menn kosið að hafa hér staðsetta sjúkravél. Nauðsyn þeirrar vélar hefur ekkert minnkað og kröfur íbúa hafa heldur ekki minnkað. Ég vil því ekki trúa að kröfur kjörinna fulltrúa íbúanna hafi minnkað. Það kemur hinsvegar í ljós á næstunni í þessu mikla hagsmunamáli okkar“, segir Magnús Reynir.

hj@bb.is

bb.is | 20.10.16 | 16:48 Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með frétt Gestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 14:50Er lausaganga almennings bönnuð í Skutulfirði?

Mynd með fréttÍ grein sem birtist á vef Bæjarins besta í gær veltir Hörður Högnason upp þeirri spurningu hvort lausaganga almennings sé nú bönnuð í Skutulsfirði eftir að skilti var sett upp við hina nýju varnargarða ofan við Urðarveg sem bannar umferð gangandi ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 13:23Þorpin þurrkast út með uppboðsleiðinni

Mynd með fréttÞað tæki 2-3 ár fyrir þorp eins og Suðureyri að þurrkast út verði uppboðsleiðin svokölluð að veruleika. Þetta er mat Óðins Gestssonar, framkvæmdastjóra Íslandssögu á Suðureyri. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa síðustu daga birt myndbönd á vefsíðu sinni þar sem varað ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 11:50Grunur um að Þorlákur verði gerður út í verkfallinu

Mynd með fréttVerkfall sjómanna hefst þann 10. nóvember og allur fiskiskipaflotinn verður bundinn við bryggju náist ekki samningar fyrir þann tíma. Í Bolungarvík er verið að gera Þorlák ÍS kláran á snurvoðaveiðar, en báturinn hefur ekki verið á sjó síðan Jakob Valgeir ehf. ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 10:51Grísk haustjógúrt frá Örnu gleður

Mynd með fréttMjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hefur nú sett á markað Gríska haustjógúrt, sem er líkt og nafnið gefur til kynna, árstíðabundin vara. Jógúrtin sem er með handtíndum vestfirskum aðalbláberjum er fallega pökkuð í glerkrukkur líkt og gert var fyrir jólin í fyrra ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:36Djúpmannatal komið út

Mynd með fréttLangþráð Djúpmannatal er komið út en í því er að finna æviskrár Djúpmanna frá 1801-2011. Er með því átt við alla þá Djúpmenn sem heimildir herma að hafi á þessu tímabili stofnað til heimilishalds við Djúp í þrjú ár eða lengur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 09:0135 milljóna bætur vegna Bolungarvíkurganga

Mynd með fréttFjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Vegagerðina til að greiða verktakafyrirtækinu Ósafli 35 milljónir króna í bætur vegna framkvæmda við Bolungarvíkurgöng. Verktakafyrirtækið, sem er í eigu Íslenskra aðalverktaka og svissneska fyrirtækisins Marti Contractors, annaðist gangagröft og vegagerð milli Hnífsdals og Bolungarvíkur ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 07:37Jakob Valgeir og Salting með rúmlega átta prósent kvótans

Mynd með fréttBolvísku útgerðirnar Jakob Valgeir ehf. og Salting ehf. ráða yfir ríflega átta prósentum af krókaaflamarkskvótanum. Stakkavík ehf. í Grindavík er sem fyrr stærsta útgerðin í litla kerfinu, eins og krókaaflamarkskerfið er kallað í daglegu tali. Kvóti Stakkavíkur er 1.928 þorskígildistonn, litlu ...
Meira

bb.is | 19.10.16 | 16:50Muggi og hinir Guðmundarnir verðlaunaðir

Mynd með fréttMarkaðsherferðin Ask Guðmundur hlaut fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel í gærkvöldi, þar sem verðlaunað var fyrir árangursríkustu auglýsingar ársins. Margir muna eflaust eftir herferðinni þar sem hver landshluti tefldi fram sínum eigin „Guðmundi“ og sáust hinir ýmsu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli