Frétt

bb.is | 26.07.2005 | 09:40Sjúkraflugi á Vestfjörðum sinnt frá Akureyri

Sjúkraflugvél verður ekki staðsett á Ísafirði í framtíðinni.
Sjúkraflugvél verður ekki staðsett á Ísafirði í framtíðinni.
Samkvæmt útboðsskilmálum vegna sjúkraflugs er ekki gert ráð fyrir að flugvél verði staðsett á Ísafirði yfir vetrarmánuðina eins og verið hefur undanfarin ár. Gert er ráð fyrir að miðstöð sjúkraflugs verði á Akureyri. Þessi breyting er gerð í samráði við starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar að sögn starfsmanns Heilbrigðisráðuneytisins. Þessi tilhögun er í mótsögn við nýgerðan Vaxtarsamning Vestfjarða. Ríkiskaup hefur fyrir hönd heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og Tryggingastofnunar ríkisins auglýst útboð á sjúkraflugsþjónustu á Íslandi. Í útboðinu er landinu skipt í tvö útboðssvæði, norðursvæði og Vestmannaeyjasvæði. Hægt er að bjóða í svæðin óháð hvort öðru miðað við þau skilyrði sem sett eru fram í útboðslýsingu.

Samkvæmt útboðslýsingu afmarkast norðursvæði af beinni línu sem er dregin frá botni Þorskafjarðar að botni Hrútafjarðar, síðan að Hveravöllum, þá að Nýjadal og þar næst að Höfn í Hornafirði og allt svæðið fyrir norðan þá línu er norðursvæði, þar með talin Höfn í Hornafirði.

Í útboðslýsingu er skýrt tekið fram að aðalmiðstöð sjúkraflugs skuli vera á Akureyri. „ Í því felst að þar verður séð fyrir sérstakri fylgd fagaðila og viðbúnaður sjúkrahússins við það miðaður að unnt verði að taka við sjúklingum úr sjúkraflugi“, eins og segir í útboðsskilmálum. Af þessu má ráða að sjúklingar verði í auknum mæli fluttir frá Vestfjörðum til Akureyrar en ekki til Reykjavíkur eins og nú er. Þó er sá varnagli sleginn að „ sjúklingur skal fluttur til þess sjúkrahúss (heilbrigðisstofnunar) sem tilgreind er í beiðni heilbrigðisstarfsmanns um sjúkraflug nema aðstæður krefjist annars“, eins og segir í útboðinu.

Frá því að Flugfélagið Ernir hætti rekstri á Ísafirði hefur ávallt verið staðsett sjúkraflugvél ásamt flugmönnum á Ísafirði yfir vetrarmánuðina. Nú verður þar breyting á því í útboðsskilmálum segir „ norðursvæði skal vera þjónað frá Akureyri“ og er því ekki gert ráð fyrir að hér verði staðsett flugvél eins og áður.

Bætt flugþjónusta á Ísafirði hefur um langan aldur verið ofarlega á óskalista áhugamanna um eflingu byggðar á Vestfjörðum. Skemmst er að minnast nýgerðs Vaxtarsamnings Vestfjarða. Í þeim samningi segir orðrétt: „Efla flugsamgöngur á Vestfjörðum með aukinni starfsemi flugfélags eða útibús þess, allt árið um kring. Miðstöð flugfélagsins yrði á Ísafirði.“ Þá segir: „Markmiðið er að fá til Ísafjarðar flugfélag eða útibú þess, með starfsemi á svæðinu allt árið um kring. Tengd yrðu saman verkefni í sjúkra- og ætlunarflugi á Vestfjörðum og verkefni fyrir grænlensku heimastjórnina.“ Í samningnum segir að ábyrgð á framkvæmd þessarar tillögu beri heilbrigðisráðuneyti og samgönguráðuneyti „ í tengslum við útboð ríkisins á sjúkra- og áætlunarflugi árið 2005“ þ.e. þess útboðs sem nú hefur verið auglýst. Er því ljóst að ekki hefur verið tekið tillit til þessa ákvæðis í samningnum.

Sveinn Magnússon skrifstofustjóri í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu staðfesti í samtali við bb.is að ekki væri gert ráð fyrir staðsetningu sjúkraflugvélar á Ísafirði. Hann segir að á Akureyri verði staðsett fullkomin sjúkraflugvél sem hægt verði að manna læknum og sjúkraliði og með því verði hægt að veita betri þjónustu en verið hefur. Sveinn segir þessa breytingu gerða í fullu samráði og með samþykki starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðarbæjar.

Ekki náðist í Þröst Óskarsson framkvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunarinnar við vinnslu þessarar fréttar.

Samkvæmt útboðsskilmálum skal hið nýja skipulag í sjúkraflugi taka gildi 1. janúar 2006 og er samningstíminn fimm ár með möguleika á framlengingu til tveggja ára. Gæti því umrædd breyting, nái hún fram að ganga, gilt til ársins 2013.

hj@bb.is

bb.is | 24.10.16 | 15:51 Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með frétt Ópera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 10:45Nóttin sem öllu breytti – bók um Flateyrarflóðið

Mynd með fréttSóley Eiríksdóttir hefur skrifað bók um snjóflóðið á Flateyri sem féll 26. október 1995 og varð tuttugu manns að bana. Bókin ber heitið Nóttin sem öllu breytti. Sóley var ellefu ára gömul þegar flóðið féll og var grafin upp eftir níu ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:37Hádegisfyrirlestur um Drangajökul í Háskólasetrinu

Mynd með fréttEyjólfur Magnússon, jarðeðlisfræðingur verður í hádeginu í dag, mánudag, með fyrirlestur í Háskólasetri Vestfjarða um Drangajökul og þróun hans á síðustu sjö áratugum. Eyjólfur starfar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og hefur rannsakað jökulinn um langt árabil. Í erindinu mun hann segja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 09:01Framtíðin að fæðast á Hólmavík

Mynd með fréttÞau gleðitíðindi berast frá Hólmavík að verið sé að byggja við leikskólann Lækjarbrekku. Húsnæðið sem fyrir er, er orðið yfirfullt og þrengir að börnum og starfsmönnum, en með tilkomu hinnar nýju viðbyggingar fæst loksins viðunandi aðstaða fyrir starfsmenn að sögn sveitarstjóra ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 07:29Opnun Þingeyrarflugvallar framlengd

Mynd með fréttSíðust ár hefur verið í gildi vetrarlokun á Þingeyrarflugvelli vegna frostskemmda. „Völlurinn hefur verið opinn frá 1. júní til 15. október en vegna hagstæðs veðurs í haust verður hann opinn til 1. nóvember hið minnsta,“ segir Arnór Magnússon, svæðisstjóri Isavia á ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 16:50Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með fréttUm síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli