Frétt

Leiðari 41. tbl. 2001 | 10.10.2001 | 16:39Einn keppur í sláturtíðinni

Þótt smjör hafi ekki dropið af hverju strái meðal almennings fyrstu áratugi síðustu aldar, og geri reyndar ekki enn, báru menn sig mannalega á þeim árstíma sem nú stendur yfir og höfðu að orði að ekki munaði um einn kepp í sláturtíðinni.

Nú á hinum síðustu tímum er hins vegar svo komið, að mörgum þykir meira en nóg um alla keppina á fjárlögum ríkisins, sem líkt og af gömlum vana eru veiddir upp úr kjötkatlinum árlega og síðan dritað út um allar trissur til hinna og þessara, án þess að nokkur ábyrgur aðili á vegum hins opinbera hafi þar yfirsýn. Um hinn taumlausa austur úr ríkissjóði hefur Einar Oddur Kristjánsson, einn þingmanna Vestfirðinga, komist svo að orði í ræðu á Alþingi, að þau væru mörg fitulögin sem skera mætti af fjárlagabagganum.

Þetta eru áreiðanlega orð að sönnu. Annað er: Hvar á að bregða hnífnum? Áratuga reynsla staðfestir, að þegar á reynir ganga þingmenn hver um annan þveran á vegg. Enginn gefur eftir af sínu. Með þessu er ekki átt við framlög til almannaheilla, heldur hin ótrúlegustu gæluverkefni, sem í áratugi hefur mátt lesa um í fjárlögum ríkisins.

Eitt af einkennum báknsins er gríðarlegt funda- og ráðstefnustúss, hérlendis sem erlendis. Sumt af þessu verður ekki umflúið. Hitt er næsta víst að margt má missa sín. Og það að skaðlausu. Ferða- og risnukostnaður ríkisins vex ár frá ári. Um leið og ein grein er höggvin af stofni þessa óskapnaðar spretta tvær samstundis í staðinn. Það verður að segjast eins og er, að ferðahvetjandi launakerfi hins mikla þorra, sem ferðalög stunda á vegum hins opinbera, er ekki líklegt til að bæta ástandið. Þvert á móti. Við ferðagleðinni þekkjast engin lyf.

Hreint út sagt, svo dæmi séu tekin: Var einhver þörf á tuttugu manna föruneyti forseta vors til Grikklands í síðasta mánuði? Minna mátti nú gagn gera. Hirðlistinn var athyglisverð lesning. Eða: Hvar ætlum við að stemma á að ósi í „konunglegum“ móttökum? Nú nægir ekki lengur að taka á móti þjóðhöfðingjunum sjálfum. Nú endasendast æðstu ráðamenn þjóðarinnar út um allar jarðir með kóngabörn, milli þess sem þeim eru haldnar dýrindis veislur. Við þessu segir enginn neitt. Er þetta kannski eins og svo margt annað sem er bara svona og enginn veit hvers vegna? Einhvern tíma hefði einhver kallað þetta bruðl.

Þegar stöðugt vantar fé til heilsugæslu og menntamála, til aðhlynningar öryrkjum og öldruðum og margra þjóðþrifaverka, munar um hvern keppinn, jafnvel í sláturtíðinni. Þess vegna verður að fjarlægja öll óþarfa fitulögin sem sjúga til sín stóran hluta af skattpeningum borgaranna.
s.h.


bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli