Frétt

| 10.10.2001 | 15:00Heima á ný eftir ársdvöl í landi andfætlinga

Melkorka Rán Ólafsdóttir. Myndin er ekki tekin í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.
Melkorka Rán Ólafsdóttir. Myndin er ekki tekin í Skutulsfirði við Ísafjarðardjúp.
„Ég veit að fólk á ekki eftir að skilja það sem ég fór í gegnum nema hafa gert það sjálft. Fyrir mig var þetta besta ár lífs míns og ég er svo glöð að hafa notið þess því ég fæ það aldrei aftur“, segir Melkorka Rán Ólafsdóttir, nemandi í Menntaskólanum á Ísafirði, sem dvaldist eitt ár sem skiptinemi í Ástralíu á vegum Rotaryhreyfingarinnar. Á hverju ári eru nokkrir erlendir skiptinemar á norðanverðum Vestfjörðum en í staðinn má jafnan finna nokkur ungmenni héðan í flestum heimshornum.
Þessu unga fólki ber yfirleitt saman um það (og líka þegar það er löngu hætt að vera ungt), að „árið þegar ég var skiptinemi“ hafi verið eitt hið skemmtilegasta og fjölbreyttasta (og stundum líka eitt hið annasamasta og erfiðasta) á lífsleiðinni.

Ýmsir aðilar standa fyrir ungmennaskiptum af þessu tagi, meðal þeirra Rotaryhreyfingin, sem starfar um allan heim. Rótarýklúbbur Ísafjarðar hefur löngum tekið þátt í þessu starfi, bæði með því að taka á móti erlendum ungmennum og senda í staðinn ungmenni héðan út um víða veröld.

Svo virtist sem Melkorku brygði nokkuð í brún þegar hringt var til hennar síðla dags undir lok síðustu viku, þar sem hún var að vinna eftir skóla, og hún beðin um að skrifa um árið sitt sem skiptinemi og skila frásögninni frágenginni um helgina! Hún hafði líklega alveg nóg að fást við í náminu og félagslífinu og öðru þó að þetta brysti ekki á líka án fyrirvara. En eftir örstutta umhugsun féllst hún á þetta og stóð við það bæði fljótt og vel.

Frásögn hennar í Bæjarins besta í dag gefur glögga mynd af lífi skiptinemans, kynnum hans af framandi fólki og framandi menningu, ólíkum siðum (og skólum) og ólíkum löndum. Það eru viðbrigði að vera fjarri fjölskyldu og vinum í heilt ár, það eru viðbrigði að kynnast nýju fólki og eignast fjöldann allan af nýjum vinum. Ekki eru allir hlutir auðveldir enda eiga þeir ekki að vera það. Skiptinemar hlæja og gráta, heilsa og kveðja (ekki eitt af því auðvelda), en eftir stendur reyndari manneskja með meiri þroska og víðsýni. Og kannski er síðasti þátturinn allra, allra bestur: Að koma heim aftur!

bb.is | 25.10.16 | 14:56 Stórskotaliðið mætti til Ísafjarðar

Mynd með frétt Helstu skyttur landsins voru samankomnar á Ísafirði um helgina þegar landsmót Skotíþróttasambands Íslands fóru fram. „Þetta voru tvö landsmót í sitt hvorri greininni,“ segir Guðmundur Valdimarsson, formaður Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar, en félagið hafði umsjón með mótunum sem fóru fram í aðstöðu félagsins ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 11:50Vill strandveiði- og byggðakvóta á uppboð

Mynd með fréttPáll Valur Björnsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, telur eðlilegt að bjóða upp strandveiðikvóta og byggðakvóta. En þó ættu menn að fara varlega með að stokka upp núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. „Það er alveg ljóst að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi er það besta í heiminum og hefur ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 10:02Sterk staða Sjálfstæðisflokksins

Mynd með fréttSamkvæmt þingsætaspá Kjarnans er staða Sjálfstæðisflokksins mjög sterk í Norðvesturkjördæmi. Bæði Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir eiga öruggt þingsæti samkvæmt spánni og þriðji maður á lista, Teitur Björn Einarsson, er ekki langt undan og 72% líkur á að hann ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 09:01„Á erfiðleikastuðli 1 til 10 var þetta 50“

Mynd með fréttÞau eru margvísleg störfin sem björgunarsveitarfólk á Íslandi sinnir og þurfa félagsmenn að kunna að vinna við hinar ýmsu krefjandi aðstæður. Átta félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar unnu á laugardag það erfiða verkefni að ganga með efni til stigagerðar upp brattar hlíðar ...
Meira

bb.is | 25.10.16 | 07:33Leikmaður Vestra rotaður

Mynd með fréttÍ leik Vestra og ÍA í körfubolta á sunnudaginn hlaut Nökkvi Harðarson, leikmaður Vestra, þungt höfuðhögg eftir olnbogaskot Fannars Freys Helgasonar leikmanns ÍA. Nökkvi þurfti í kjölfarið að dvelja á sjúkrahúsi í sólarhring. Myndband náðist af atvikinu og glöggt má ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 16:50Fjölmenni á Silfurtorgi

Mynd með fréttGríðargóð mæting var á mótmælafund gegn kynbundnu launamisrétti sem haldinn var á Silfurtorgi kl. 15:00 í dag. Það voru heitar umræður á facebook um helgina sem ræstu baráttu- og skipulagsgenið hjá aðgerðasinnum Ísafjarðar, ganga konur út eða fá þær ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 15:51Söngvarar óskast í nýja sýningu Óperu Vestfjarða

Mynd með fréttÓpera Vestfjarða vinnur nú að uppsetningu hinnar bráðskemmtilegu og ævintýralegu barnaóperu Litli sótarinn. Óperan er eftir Benjamin Britten og er í snilldarþýðingu Reykjavíkurskáldsins Tómasar Guðmundssonar. Í stuttu máli fjallar Litli sótarinn um piltinn Bjart. Sökum fátæktar verða foreldrar hans að selja ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 14:38„Ísafjarðarbær samþykkir ekki kynbundinn launamun“

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur falið bæjarstjóra að kanna með jafnlaunavottanir fyrir sveitarfélög og á fundi bæjarráðs í morgun var eftirfarandi ályktun samþykkt: „Kynbundinn launamunur er algjörlega ólíðandi og honum ber að útrýma. Það er sorgleg staðreynd að atvinnutekjur kvenna eru ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 13:23Vaxandi spenna í hagkerfinu

Mynd með fréttVíða má sjá merki um ofhitnun á vinnumarkaði og fyrirtæki finna í vaxandi mæli fyrir skorti á starfsfólki. Aðfluttir starfsmenn hafa að einhverju leyti slegið á spennu en vísbendingar eru um að fjölgun starfa kunni að vera vanmetin sökum aukins fjölda ...
Meira

bb.is | 24.10.16 | 11:44Kvennafrídagurinn í dag: „Kjarajafnrétti strax!“

Mynd með fréttKvennafrídagurinn er í dag 24.október og er honum gert hátt undir höfði víða um land með samkomum þar sem konur koma saman til samstöðufunda um jöfn kjör kvenna og karla. Konur á Íslandi eru hvattar til að leggja niður störf klukkan ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli