Frétt

Leiðari 16. tbl. 2000 | 20.04.2000 | 10:37Sífellt dekur við dauða hluti

,,Láttu þér fátt um flos og sessur
og fágaða skápa og borð.
Sífellt dekur við dauða hluti
er dulbúið sálarmorð.“ D.St.


Í miðri Dymbilviku, þegar framundan er sú kirkjuhátíð sem að marga dómi skiptir mestu máli í trúarlegu tilliti, fer vel á að staldra við þótt ekki væri nema örstutta stund og velta fyrir sér stöðu okkar sem einstaklingum og þegnum í samfélagi, þar sem við komumst ekki hjá því að taka tillit til hvers annars ef vel á að fara. Og kannski spyrja sig þeirrar spurninga; hvað við viljum og hverju við eigum að stefna að, því vonandi eigum við innra með okkur önnur markmið en þau ein sem neysluþjóðfélagið hefur upp á að bjóða og sem sölutækni samtímans hefur sannfært okkur um að við getum ekki án verið og það á svo eftirminnilegan hátt að ekki virðist skipta neinu máli þótt kapphlaupið þar um, ætli flest okkar hreint lifandi að drepa.

Því verður ekki á móti mælt að nær því á hverjum degi bætast við nýjar og nýjar ,,þarfir“ sem okkur er talin trú um að við getum ekki án verið og við trúum að lokum að svo sé. Hvað af þessu telst ,,dekur við dauða hluti“ og hvað ekki, verður hver og einn að íhuga og gera upp við sjálfan sig.

Að þessu sinni felur páskavikan í sér tímamót, sem ávalt er beðið eftir og alltaf bera með sér eftirvæntingu. Á Skírdag fögnum við sumri eftir að hafa kvatt heldur rysjóttan vetur þótt veður hafi sjaldan verið váleg í þess orðs verstu merkingu. Fyrir það megum við vera þakklát.

Sumarkoman í páskaviku síðasta árs aldarinnar er skemmtileg viðbót við annars núorðið hefðbunda hátíðisdaga, sem að mestu leyti eru nýttir til útivistar og fjallaferða með lítilsháttar trúarlegu ívafi eftir því sem tími gefst til. Það má að minnsta kosti orða það svo ef miðað er við trúarþörf þeirrar þjóðar fyrr á öldum sem nú, að sögn, hringir grátandi eftir reisupössum á sendnar strendur fjarlægra landa, komi snjókorn úr lofti eftir að hún hefur sjálf ákveðið að vorið sé komið.

Bæjarins besta óskar lesendum sínum nær og fjær gleðilegrar páskahátíðar og gifturíks sumars og þakkar samfylgdina á liðnum vetri.
s.h.


bb.is | 29.09.16 | 07:50 Alþjóðlegur hópur kynnir sér störf vestfirskra björgunarsveita

Mynd með frétt Átta sjóbjörgunarsveitarmenn víðsvegar að úr Evrópu eru nú staddir á norðanverðum Vestfjörðum að kynna sér störf björgunarsveitardeildanna sem hér starfa í skiptiprógrammi á vegum IMRF eða International Maritime Rescue Federation. Í því tekur þátt björgunarsveitarfólk frá þrettán sjóbjörgunarsveitum víðsvegar um Evrópu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 16:50Grunnskólanemar dýrmætri reynslu ríkari eftir heimsókn til Þýskalands

Mynd með fréttÍsafjarðarbær hefur nú verið í vinabæjasambandi við Kaufering í Þýskalandi um nokkurra ára skeið og hafa fulltrúar hinna ýmsu hópa skipst á heimsóknum. Í síðustu viku fór hópur nemenda úr 10. bekk í heimsókn til Þýskalands ásamt kennurum og er það ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 15:54Ítreka athugasemdir varðandi sjúkraflug

Mynd með fréttMóta þarf framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og vanda betur til útboða sjúkraflugs. Þetta kemur fram nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar um sjúkraflug á Íslandi þar sem stofnunin ítrekar fyrri athugasemdir sínar þessa efnis er birtust í skýrslu um fyrirkomulag sjúkraflugs á Íslandi, umfang þess ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 14:34Fyrirtækjamót Ívars — styttist í mót

Mynd með fréttNú styttist í hið árvissa fyrirtækjamót íþróttafélagsins Ívars í boccia en það verður haldið í íþróttahúsinu á Torfnesi sunnudaginn 9. október. Mótið verður með hefðbundnu sniði en einu skilyrðin fyrir þátttöku eru að það verður að vera lið með tveimur keppendum. ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 13:25Mikil norðurljósavirkni yfir landinu

Mynd með fréttNorðurljósavirkni yfir Íslandi hefur verið með eindæmum góð síðustu daga og gera spár ráð fyrir að svo verði áfram í dag og á morgun. Skýjahuluspá fyrir næstu nótt á Vestfjörðum gerir ráð fyrir því að bjart verði með köflum í fjórðungnum ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 11:45Engin mengun í vatninu

Mynd með fréttEnga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatninu á mánudaginn við reglubundið eftirlit. Vatnssýnið var staðbundið og hafði nokkuð veikt gildi.
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:37Flateyringar beðnir afsökunar

Mynd með fréttBæjarráð Ísafjarðarbæjar biður Flateyringa afsökunar á saurgerlamenguðu vatni á Flateyri fyrr í þessum mánuði. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða tók vatnssýni á Flateyri 31. ágúst og var sýnið sett í ræktun hjá Matís í Reykjavík þann 1. september. Mánudaginn 5. september barst Heilbrigðiseftirlitinu staðfesting ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 09:01Vinna með ítölskum landslagsarkitektum

Mynd með fréttGrunnskólanum á Þingeyri barst góð heimsókn frá Ítalíu er ungir landslagsarkitektar dvelja þar í bæ á vegum listavinnustofu Simbahallarinnar. Þau Francesca, Andrea, Marco og Elisa unnu með nemendum í 5.-10.bekk skólans að verkefninu „Örugg gata.“ Verkefninu, sem unnið er í samvinnu ...
Meira

bb.is | 28.09.16 | 07:47Ævintýraleg skötuselsveiði

Mynd með frétt„Veiðin hefur verið í einu orði sagt ævintýraleg. Við lögðum netin úti af Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi þann 7. september, erum búnir að draga 1.000 net og komnir með 60 tonn af skötusel,“ sagði Jóhann Benónýsson skipstjóri á Glófaxa VE þegar Fiskifréttir ...
Meira

bb.is | 27.09.16 | 16:50Velunnurum þakkaður hlýhugur

Mynd með fréttBoðið var til kaffisamsætis á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði í dag. Starfsfólk og íbúar vildu með þessu móti þakka hlýhug sem þau hafa fundið fyrir hjá íbúum norðanverðra Vestfjarða frá því að hjúkrunarheimilið var tekið í notkun í janúar á þessu ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli