Frétt

bb.is | 20.07.2005 | 08:22Samhengislausar ákvarðanir teknar fram yfir markvissa byggðastefnu

Ísafjörður er einn þriggja byggðakjarna á landsbyggðinni samkvæmt ályktun alþingis. Mynd: Mats.
Ísafjörður er einn þriggja byggðakjarna á landsbyggðinni samkvæmt ályktun alþingis. Mynd: Mats.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð frá fjölmörgum flokksmönnum og kjósendum vegna greinar sem hann ritaði í Blaðið í fyrradag og bar yfirskriftina „Stjórnsýslan föl?“ „Fólki finnst að menn séu komnir of langt í því að leyfa viðskiptalífinu að ráða framvindu hlutanna. Það er auðvitað ákaflega óeðlilegt að menn fari af stað með peningatöskuna, setji hana fyrir framan ráðherra og spyrji hversu mikið fyrir Fiskistofu eða Hagstofuna? Menn eru komnir inn á rangar brautir. Hvort sem framlagið heitir niðurgreiðsla á húsaleigu eða greiðsla flutningskostnaðar þá er það í raun beint framlag til Ríkissjóðs sem er háð því að handhafar valdsins taki rétta ákvörðun“, segir Kristinn.

Hann segir ráðherra verða að skýra frá því hverslags viðræðum þeir standi í við KEA, hvaða stofnanir eigi að flytja til Akureyrar og hvaða peningar verði lagðir á móti. „Þeir verða að gera grein fyrir því svo fólk geti metið fyrir sig hvort þetta er óeðlilegt eða ekki“

Þó greinin hafi lagt út af tilboðum KEA um að kosta flutning ríkisstofnana út á land segir Kristinn málið spurningu um viss megin atriði. „Framkvæmd byggðastefnunnar er í vaxandi mæli farin að líkjast því að þetta séu allt einhverjar samhengislausar ákvarðanir í stað framfylgdar stefnumörkunar.“

Nærtækasta dæmið segir Kristinn vera flutning Árna Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, á hluta af veiðieftirliti Fiskistofu út á land. Störfin hafi að minnstu leyti verið flutt á þá staði þar sem búið hafi verið að ákveða að flytja opinber störf samkvæmt þingsályktun um byggðakjarna á landsbyggðinni. Þar var kveðið á um uppbyggingu opinberrar stjórnsýslu á Miðausturlandi, Akureyri og Ísafirði.

„Höfn og Stykkishólmur til dæmis eru fínir staðir en þeir eru ekki þeir miðpunktar sem búið var að leggja niður í stefnumörkun Alþingis. Af hverju er framkvæmdin með þessum hætti? Það komu t.d. fram mótmæli frá bæjarstjórn Snæfellsbæjar sem benti á að þar og á Grundarfirði er landað 40 þúsund tonnum meðan árlega er landað 5 þúsund tonnum á Stykkishólmi. Það vantar ekki að Stykkishólmur er alls maklegur en það er afskaplega erfitt að verja þessa ákvörðun út frá stefnumótuninni. Hvernig getur það verið skynsamlegt að sinna eftirlitinu á Vestfjörðum frá Stykkishólmi? Nema stefnan sé þannig að ráðherrarnir ráði þessu alfarið og tengi flutninga stöðum sem þeim eru kærir. Það er náttúrlega viss stefna, ef menn bara myndu viðurkenna það“, segir Kristinn.

Manna á milli hefur verið rætt hvort að ákvarðanir um framkvæmd byggðastefnunnar séu teknar í einskonar lokuðum klúbbi þeirra sem sitja að kjötkötlunum og hafi ekkert með hina formlegu opinberu umræðu að gera. Sú spurning hlýtur því að vakna hvernig byggðalög geti komist í þennan klúbb. Aðspurður um þetta sjónarmið segir Kristinn að í kjölfar ákvörðunar vorið 2003 um að byggja fyrst upp opinbera þjónustu á áður nefndum þremur stöðum á landsbyggðinni, sem sjá má í áliti meirihluta iðnaðarnefndar Alþingis um mótun byggðastefnu næstu árin, hafi iðnaðar- og viðskiptaráðherra verið falið að skilgreina hvað ætti að felast í byggðakjarna, hvaða opinbera starfsemi ætti að leggja áherslu á að efla þar og hvernig eigi að ná því markmiði. Til dæmis hvaða samgöngubætur þarf að ráðast í til þess að áhrif byggðakjarnanna verði sem víðtækust. „Ég kalla eftir þessari vinnu. Hvernig á að útfæra þetta, er það t.d. áhersla á vegagerð, uppbyggingu stofnana og aukna menntun? Það er forvitnilegt að skoða þá málefnalegu stefnumörkun sem hefur verið gerð og spyrja svo hvort menn hafi unnið í samræmi við hana“, segir Kristinn.

Sem dæmi um ósamkvæmni stjórnvalda í byggðamálum nefnir hann viðbrögð við erfiðu atvinnuástandi, annars vegar í Mývatnssveit og hins vegar á Bíldudal. „Í Mývatnssveit var brugðist við því að kísilgúrverksmiðjunni var lokað. Þannig lagði ríkið með einum og öðrum hætti tugi milljóna í ágæta uppbyggingu á baðastöðu eða eins konar bláu lóni við Mývatn. Að auki eru settar 200 milljónir í að kaupa hlutafé í félagi sem framleiðir vörubretti. Síðan kemur Bíldudalur og þá er ekki til króna. Þá er bara sagt að þetta séu ruðningsáhrif sem séu að mörgu leyti jákvæð því það hverfi óarðbær störf. Hvernig getur ríkisstjórnin verið með svo ólíkar aðgerðir við svo sambærilegar aðstæður í sitt hvoru byggðalaginu“, spyr Kristinn H. Gunnarsson.

kristinn@bb.is

bb.is | 21.10.16 | 16:50 Ívarsliðar kepptu á Íslandsmóti í boccia

Mynd með frétt Um síðustu helgi tók íþróttafélagið Ívar þátt í Íslandsmóti í einliðaleik í boccia sem haldið var á Sauðárkróki. Það voru átta keppendur sem tóku þátt í mótinu, þau: Magnús Guðmundsson, Matthildur Benediktsdóttir, Kristín Þórarinsdóttir, Guðmundur Þórarinsson, Guðný S. Jónsdóttir, Ásta Sveinbjörnsdóttir, ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 15:49Fallegir hrútar draga að

Mynd með fréttHrútadómar fóru fram á Ketilseyri í Dýrafirði í gær. Það er félagsskapur sauðfjárbænda í V-Ísafjarðarsýslu sem stendur fyrir viðburðinum og hafa vestfirskir bændur hafa skipst á að hýsa viðburðinn í áraraðir. Það eru bændur af norðanverðum Vestfjörðum sem mæta til hrútadómana ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 14:44Sakar fyrrverandi oddvita flokksins um tengsl við vændi og mansal

Mynd með fréttJens G. Jensson, oddviti Íslensku þjóðfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, sakar fyrrverandi oddvita flokksins í Reykjavík um að vera tengdur við vændi og mansali. Þetta kom fram í Forystusætinu á RÚV í gær. Jens var í gær spurður um aðdraganda þess að oddvitar ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 11:49Kannast ekki við Panamafélag

Mynd með fréttÍ gögnum lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca er finna aflandsfélag sem tengist bolvíska útgerðarmanninum Jakobi Valgeir Flosasyni. Í frétt Reykjavík Media í gær er greint frá nöfnum og tengslum íslenskra útgerðarmanna og fiskútflytjenda við aflandsfélög. Félagið sem Jakob Valgeir er tengdur við heitir ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 10:58Píratar og Sjálfstæðisflokkur stærstir

Mynd með fréttPíratar mælast með mest fylgi í könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið sem birt er í dag. Þeir mælast með 22,6 prósent, einu og hálfu prósentustigi meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem kemur næstur. Vinstri græn mælast með 18,6 prósent, Framsóknarflokkurinn 9,1 prósent, Viðreisn ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:37100 milljóna fjárframlag til Kerecis

Mynd með fréttLíftæknifyrirtækið Kerecis, sem vinnur lækningavörur úr þorskroði, hefur gengið frá samningi við bandaríska varnarmálaráðuneytið um gerð sérútgáfu af sáraroði til að meðhöndla brunasár á særðum hermönnum. Frá þessu var greint í frétt á Vísi og þar sagt frá því að í ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 09:01Jöklafræði Drangajökuls á súpufundi á Café Riis

Mynd með fréttÍ vetur verða haldnir súpufundir á Hólmavík þar sem margvíslegt félagsstarf og fyrirtæki verða kynnt auk vísinda, fróðleiks og fræða. Á fyrsta súpufundi vetrarins sem er hádegisfundur á Café Riis í dag, föstudaginn 21. október kemur Eyjólfur Magnússon frá Jarðvísindastofnun Háskólans ...
Meira

bb.is | 21.10.16 | 07:24Ísafjarðarbær hyggst byggja 13 íbúðir

Mynd með fréttÍsafjarðarbær var meðal 14 aðila sem sóttu um stofnframlög úr ríkissjóði til að byggja eða kaupa leiguíbúðir, svonefnd Leiguheimili. Ætlun Ísafjarðarbæjar er að 13 leiguheimili rísi á Ísafirði. Þess er ekki langt að bíða að fyrstu íbúarnir í nýju húsnæðiskerfi flytji ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 16:48Gestir setja spor sitt í söguna

Mynd með fréttGestum og gangandi gefst kostur á að setja handbragð sitt á nýjan refil sem listakonan Marsibil Kristjánsdóttir í Dýrafirði hefur hannað og segir sögu Gísla Súrssonar. Refillinn er um sex metra langur og hálfur metri á breytt, hann prýða tuttugu myndir ...
Meira

bb.is | 20.10.16 | 15:53Kosningakönnun á bb.is

Mynd með fréttSamkvæmt könnun á bb.is í liðinni viku leggja lesendur vefsins fyrst og fremst áherslu á heilbrigðis- og samgöngumál fyrir kosningarnar en 33% svarenda nefndu heilbrigðismál sem áhersluatriði en 27% samgöngumál. Næst á eftir voru atvinnumál sem voru hugleikin 12% svarenda en ...
Meira


Byggir á LiSA vefumsjónarkerfi frá Eskli